Dúxaði í Verzló með tíu í einkunn og ári á undan í skóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2024 11:07 Ragna María Sverrisdóttir dúxaði með tíu í einkunn en hún er átján ára síðan í febrúar. Hér er hún með Guðrúnu Ingu skólastjóra. Verzló Ragna María Sverrisdóttir dúxaði við Verzlunarskóla Íslands með tíu í meðaleinkunn en 330 nýstúdentar útskrifuðust frá skólanum um helgina. Nói Pétur Á. Guðnason var semídúx með 9,9 í meðaleinkunn. Nemendur Verzló héldu í útskriftarferð í dag sem gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Guðrún Inga Sívertsen skólastjóri flutti nemendum kveðjuorð sín þar sem hún hvatti nemendur til að vera óhrædda við að prófa nýjar leiðir þar sem þeirra kynslóð stæði frammi fyrir miklum áskorunum hvort sem horft væri til heimsmála eða tækniþróunar. Hún lagði einnig áherslu á hversu mikilvægt það væri að halda tengslum og rækta vináttuna sem myndast hefur í Verzló. Að tilheyra hópi, árgangi sem útskrifast saman, sé dýrmætt. Nói Pétur, annar frá hægri, varð semídúx með 9,9.Verzló Að vanda var úthlutað úr VÍ 100 sjóðnum en hann var stofnaður í tilefni af 100 ára afmæli skólans. Fyrrverandi nemendur skólans lögðu fé í sjóðinn og í skipulagsskrá fyrir sjóðinn segir meðal annars að árlega skuli hann styrkja valda nemendur með fjárframlagi, þegar þeir flytjast milli bekkja eða ljúka stúdentsprófi. Skal við það miðað að styrkþegar hafi sýnt afburða námsárangur eða lagt verulega af mörkum til skólastarfsins á annan hátt. Dúx skólans var Ragna María Sverrisdóttir í 3-X, með I. ágætiseinkunn; 10,0. Hlaut hún bókagjöf og námsstyrk. Semidúxinn var Nói Pétur Á. Guðnason í 3-D, með I. ágætiseinkunn; 9,9 og hlaut hann bókagjöf og námsstyrk. Nemendur með 9,5 og hærra fengu einnig bókagjafir og námsstyrk og voru það eftirfarandi nemendur: Róbert Dennis Solomon 9,8 Selma Sól Sigurjónsdóttir 9,7 Salka Heiður Högnadóttir 9,7 Kolbrún Hilda Gunnarsdóttir 9,6 Mikael Bjarki Ómarsson 9,5 Bjartþór Steinn Alexandersson 9,5 Jafnframt voru veitt verðlaun fyrir bestan námsárangur að loknu 1. og 2. ári og voru það eftirfarandi nemendur: Vilhjálmur Geir Geirsson 9,9 Vala Katrín Guðmundsdóttir 9,7 Inga Júlíana Jónsdóttir 9,7 Nýútskrifaðir Verzlingar héldu í morgun í útskriftarferð til Króatíu. Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Aflýsa þurfti flugferðinni eftir að þjónustubíll rakst utan í ítalska leiguflugvél. Hluti hópsins komst með annarri vél en opnunarteiti sem fara átti fram í kvöld hefur verið frestað um sólarhring til að tryggja að allur hópurinn verði kominn utan. Hefurðu upplýsingar um einstakan námsárangur? Eða einhvern sem að barðist fyrir því að ná stúdentsprófunum með kjafti og klóm? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Framhaldsskólar Tímamót Dúxar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Guðrún Inga Sívertsen skólastjóri flutti nemendum kveðjuorð sín þar sem hún hvatti nemendur til að vera óhrædda við að prófa nýjar leiðir þar sem þeirra kynslóð stæði frammi fyrir miklum áskorunum hvort sem horft væri til heimsmála eða tækniþróunar. Hún lagði einnig áherslu á hversu mikilvægt það væri að halda tengslum og rækta vináttuna sem myndast hefur í Verzló. Að tilheyra hópi, árgangi sem útskrifast saman, sé dýrmætt. Nói Pétur, annar frá hægri, varð semídúx með 9,9.Verzló Að vanda var úthlutað úr VÍ 100 sjóðnum en hann var stofnaður í tilefni af 100 ára afmæli skólans. Fyrrverandi nemendur skólans lögðu fé í sjóðinn og í skipulagsskrá fyrir sjóðinn segir meðal annars að árlega skuli hann styrkja valda nemendur með fjárframlagi, þegar þeir flytjast milli bekkja eða ljúka stúdentsprófi. Skal við það miðað að styrkþegar hafi sýnt afburða námsárangur eða lagt verulega af mörkum til skólastarfsins á annan hátt. Dúx skólans var Ragna María Sverrisdóttir í 3-X, með I. ágætiseinkunn; 10,0. Hlaut hún bókagjöf og námsstyrk. Semidúxinn var Nói Pétur Á. Guðnason í 3-D, með I. ágætiseinkunn; 9,9 og hlaut hann bókagjöf og námsstyrk. Nemendur með 9,5 og hærra fengu einnig bókagjafir og námsstyrk og voru það eftirfarandi nemendur: Róbert Dennis Solomon 9,8 Selma Sól Sigurjónsdóttir 9,7 Salka Heiður Högnadóttir 9,7 Kolbrún Hilda Gunnarsdóttir 9,6 Mikael Bjarki Ómarsson 9,5 Bjartþór Steinn Alexandersson 9,5 Jafnframt voru veitt verðlaun fyrir bestan námsárangur að loknu 1. og 2. ári og voru það eftirfarandi nemendur: Vilhjálmur Geir Geirsson 9,9 Vala Katrín Guðmundsdóttir 9,7 Inga Júlíana Jónsdóttir 9,7 Nýútskrifaðir Verzlingar héldu í morgun í útskriftarferð til Króatíu. Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Aflýsa þurfti flugferðinni eftir að þjónustubíll rakst utan í ítalska leiguflugvél. Hluti hópsins komst með annarri vél en opnunarteiti sem fara átti fram í kvöld hefur verið frestað um sólarhring til að tryggja að allur hópurinn verði kominn utan. Hefurðu upplýsingar um einstakan námsárangur? Eða einhvern sem að barðist fyrir því að ná stúdentsprófunum með kjafti og klóm? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is.
Hefurðu upplýsingar um einstakan námsárangur? Eða einhvern sem að barðist fyrir því að ná stúdentsprófunum með kjafti og klóm? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is.
Framhaldsskólar Tímamót Dúxar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira