Kosningar eru alltaf „taktík” Guðjón Heiðar Pálsson skrifar 3. júní 2024 07:01 Til skýringa á tapi Katrínar Jakobsdóttur í forsetakosningunum nota menn stefnulega hugtakið „taktík” sem rök. Í ólíkum tilgangi er fullyrðingum kastað fram um að kjósendur hafi kosið sigurvegara kosninganna, Höllu Tómasdóttur, „taktískt” gegn Katrínu Jakobsdóttur. Afvegaleiðing er þekkt fortölutækni, taktík þeirra sem valið hafa að taka ekki ábyrgð á eigin verkum. Hér er óvarlega farið með þetta merkilega stefnulega hugtak „taktík,” sem breyst getur við að horfa á það eða eftir því hvernig við vinnum með hlutina af ásetningi og meininguna að baki. Kosningar eru í sjálfu sér stefnuleg taktík, hvort tveggja frá sjónarhóli þess sem heldur þær og kjósandans. Hvað eru menn að vinna með og fyrir hverja? Hvað meina fjölmiðlamenn, álitsgjafar, fræðimenn, almannatenglar, stuðningsmenn og áhugasamir þegar þeir halda því fram að næsti forseti Íslands hafi ekki sigrað á eigin verðleikum? Yrðingin virkar eins og áróður og undirróður; afsökun fyrir ósigri. Hugtakið taktík á sér nokkur samheiti sem við notum til að skýra hugsun okkar í trúverðugri hugmynd. Val í hvaða formi sem er, val á forseta eða val á vöru og þjónustu er aðferð sem hver og einn kýs að nýta í viðkomandi aðgerð, þar sem eiginleikar eru metnir. Taktík er þá leið, aðferð, tækni og er að finna á milli hátternis og framkvæmda í stefnulegu stigveldi. Aðferðafræði byggist þá á einhverri ákveðinni tegund aðgerða sem grundvallast á forsendum og tilgangi. Hugmyndin að aðgerðinni „kjósa taktískt“ er út frá stefnulegu sjónarhorni, markmiðabundin aðgerð. Í stefnugerðinni koma markmið á undan leiðarvali, taktíkinni. Þannig hefur kjósandinn einhver markmið að stefna að. Hann kýs. Kosningin er taktík, leiðin til að uppfylla viðkomandi markmið. Fullyrðingar um að kjósendur velji taktískt gegn þeim sem ekki sigrar er tegund af gaslýsingu – diss á sigurvegarann og kjósendur. Höfundur er stefnulegur ráðgjafi hjá Cohn & Wolfe. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Til skýringa á tapi Katrínar Jakobsdóttur í forsetakosningunum nota menn stefnulega hugtakið „taktík” sem rök. Í ólíkum tilgangi er fullyrðingum kastað fram um að kjósendur hafi kosið sigurvegara kosninganna, Höllu Tómasdóttur, „taktískt” gegn Katrínu Jakobsdóttur. Afvegaleiðing er þekkt fortölutækni, taktík þeirra sem valið hafa að taka ekki ábyrgð á eigin verkum. Hér er óvarlega farið með þetta merkilega stefnulega hugtak „taktík,” sem breyst getur við að horfa á það eða eftir því hvernig við vinnum með hlutina af ásetningi og meininguna að baki. Kosningar eru í sjálfu sér stefnuleg taktík, hvort tveggja frá sjónarhóli þess sem heldur þær og kjósandans. Hvað eru menn að vinna með og fyrir hverja? Hvað meina fjölmiðlamenn, álitsgjafar, fræðimenn, almannatenglar, stuðningsmenn og áhugasamir þegar þeir halda því fram að næsti forseti Íslands hafi ekki sigrað á eigin verðleikum? Yrðingin virkar eins og áróður og undirróður; afsökun fyrir ósigri. Hugtakið taktík á sér nokkur samheiti sem við notum til að skýra hugsun okkar í trúverðugri hugmynd. Val í hvaða formi sem er, val á forseta eða val á vöru og þjónustu er aðferð sem hver og einn kýs að nýta í viðkomandi aðgerð, þar sem eiginleikar eru metnir. Taktík er þá leið, aðferð, tækni og er að finna á milli hátternis og framkvæmda í stefnulegu stigveldi. Aðferðafræði byggist þá á einhverri ákveðinni tegund aðgerða sem grundvallast á forsendum og tilgangi. Hugmyndin að aðgerðinni „kjósa taktískt“ er út frá stefnulegu sjónarhorni, markmiðabundin aðgerð. Í stefnugerðinni koma markmið á undan leiðarvali, taktíkinni. Þannig hefur kjósandinn einhver markmið að stefna að. Hann kýs. Kosningin er taktík, leiðin til að uppfylla viðkomandi markmið. Fullyrðingar um að kjósendur velji taktískt gegn þeim sem ekki sigrar er tegund af gaslýsingu – diss á sigurvegarann og kjósendur. Höfundur er stefnulegur ráðgjafi hjá Cohn & Wolfe.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar