Hrokafull afstaða utanríkisráðherra Björn B Björnsson skrifar 7. júní 2024 09:30 Frá því að Ísland gerðist stofnaðili að Atlandshafsbandalaginu fyrir 75 árum hafa fjárframlög okkar til bandalagsins verið bundin því skilyrði að þau séu ekki notuð til að kaupa vopn heldur fari til kaupa á lækningavörum. Stefna okkar hefur verið að lækna og líkna - ekki meiða og drepa.Um þessa stefnu hefur ríkt þverpólitísk sátt á Íslandi alla tíð og bandalagsþjóðir okkar hafa sýnt þessari stefnu okkar fullan skilning. Til þessa dags hafa allir utanríkisráðherrar okkar talað fyrir þessari stefnu Íslands á vettvangi bandalagsins og gert það vel og vandræðalaust. Þeirra á meðal eru Bjarni Benediktsson (eldri), Ólafur Jóhannesson, Geir Hallgrímsson, Halldór Ásgrímsson, Davíð Oddsson, Geir Haarde, Guðlaugur Þór Þórðarson og Lilja Alfreðsdóttir svo nokkrir séu nefndir. Já og ekki má gleyma Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem gengdi embættinu frá 2021 til 2023 - og fylgdi þesssari stefnu. En eftir að Bjarni Benediktsson hraktist úr stóli fjármálaráðherra vegna spillingarmála og tók við embætti utanríkisráðherra breytti hann þessari stefnu - án nokkurrar umræðu eða kynningar á að þetta stæði til. Bjarni ákvað einfaldlega upp á sitt eindæmi að breyta 75 ára gamalli stefnu Íslands án nokkurs samráðs eða samtals við þjóðina. Við Íslendingar fréttum eftir á að við værum búin að að kaupa vopn til að drepa rússnesk ungmenni sem eru skikkuð á vígvöllinn í Úkraínu. Ekki vörur til að hlúa að og lækna Úkraínumenn - sem mikil þörf er á - nei vopn til manndrápa. Þórdís sem er aftur sest í stól utanríkisráðherra tekur til varna fyrir þessa stefnubreytingu í blaðagrein og gerir það með þeim orðum að sú óumdeilda afstaða sem Ísland hefur fylgt í 75 ár sé hrokafull. Afstaða allra Alþingismanna og ráðherra Íslands undanfarna áratugi er að hennar sögn byggð á hroka gagnvart bandalagsþjóðum okkar! Eigum við að hlæja eða gráta? Hroki er samkvæmt orðabókinni sú afstaða að þykjast vera yfir aðra hafinn. Ekki verður betur séð en að með orðum sínum tali Þórdís niður þá stefnu sem allir utanríkisráðherrar Íslands hafa fylgt frá árinu 1949 - þar á meðal hún sjálf - og telji sig nú yfir hana hafin. Rök Þórdísar fyrir þessari stefnubreytingu eru þau að Ísland þurfi að sýna vina- og bandalagsþjóðum okkar að við séum verðugir bandamenn þeirra og að við eigum ekki reyna að sleppa ódýrt frá sameiginlegum verkefnum bandalagsins. Það er afar sérstakt svo ekki sé meira sagt að utanríkisráðherra Íslands skuli gefa stefnu okkar til 75 ára þá einkunn að með henni höfum við verið að reyna að sleppa ódýrt frá sameiginlegum verkefnum NATO. Bandalagsþjóðir okkar sperra örugglega eyrun við að heyra þessi orð. Enginn, hvorki innan lands né utan, hefur nokkru sinni efast um að Ísland sé verðugur aðili að NATO. Við höfum verið virkir meðlimir bandalagsins frá fyrsta degi, hýst ratsjár- og herstöðvar víða um land og hér væri ennþá Bandarískur her ef þörf væri talin á. Við höfum uppfyllt allar þær kröfur sem til okkar hafa verið gerðar og bandalagsþjóðir okkar hafa alla tíð virt sérstöðu Íslands sem vopnlausrar þjóðar sem ekki vill kaupa vopn. Nú hefur þessari stefnu Íslands verið hent í ruslið, án nokkurs samráðs, með þeim orðum að hún hafi byggst á hroka! Þurfa ekki sumir að fara að komast í gott frí svo við getum farið að taka til? Höfundur er áhugamaður um tiltekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Frá því að Ísland gerðist stofnaðili að Atlandshafsbandalaginu fyrir 75 árum hafa fjárframlög okkar til bandalagsins verið bundin því skilyrði að þau séu ekki notuð til að kaupa vopn heldur fari til kaupa á lækningavörum. Stefna okkar hefur verið að lækna og líkna - ekki meiða og drepa.Um þessa stefnu hefur ríkt þverpólitísk sátt á Íslandi alla tíð og bandalagsþjóðir okkar hafa sýnt þessari stefnu okkar fullan skilning. Til þessa dags hafa allir utanríkisráðherrar okkar talað fyrir þessari stefnu Íslands á vettvangi bandalagsins og gert það vel og vandræðalaust. Þeirra á meðal eru Bjarni Benediktsson (eldri), Ólafur Jóhannesson, Geir Hallgrímsson, Halldór Ásgrímsson, Davíð Oddsson, Geir Haarde, Guðlaugur Þór Þórðarson og Lilja Alfreðsdóttir svo nokkrir séu nefndir. Já og ekki má gleyma Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem gengdi embættinu frá 2021 til 2023 - og fylgdi þesssari stefnu. En eftir að Bjarni Benediktsson hraktist úr stóli fjármálaráðherra vegna spillingarmála og tók við embætti utanríkisráðherra breytti hann þessari stefnu - án nokkurrar umræðu eða kynningar á að þetta stæði til. Bjarni ákvað einfaldlega upp á sitt eindæmi að breyta 75 ára gamalli stefnu Íslands án nokkurs samráðs eða samtals við þjóðina. Við Íslendingar fréttum eftir á að við værum búin að að kaupa vopn til að drepa rússnesk ungmenni sem eru skikkuð á vígvöllinn í Úkraínu. Ekki vörur til að hlúa að og lækna Úkraínumenn - sem mikil þörf er á - nei vopn til manndrápa. Þórdís sem er aftur sest í stól utanríkisráðherra tekur til varna fyrir þessa stefnubreytingu í blaðagrein og gerir það með þeim orðum að sú óumdeilda afstaða sem Ísland hefur fylgt í 75 ár sé hrokafull. Afstaða allra Alþingismanna og ráðherra Íslands undanfarna áratugi er að hennar sögn byggð á hroka gagnvart bandalagsþjóðum okkar! Eigum við að hlæja eða gráta? Hroki er samkvæmt orðabókinni sú afstaða að þykjast vera yfir aðra hafinn. Ekki verður betur séð en að með orðum sínum tali Þórdís niður þá stefnu sem allir utanríkisráðherrar Íslands hafa fylgt frá árinu 1949 - þar á meðal hún sjálf - og telji sig nú yfir hana hafin. Rök Þórdísar fyrir þessari stefnubreytingu eru þau að Ísland þurfi að sýna vina- og bandalagsþjóðum okkar að við séum verðugir bandamenn þeirra og að við eigum ekki reyna að sleppa ódýrt frá sameiginlegum verkefnum bandalagsins. Það er afar sérstakt svo ekki sé meira sagt að utanríkisráðherra Íslands skuli gefa stefnu okkar til 75 ára þá einkunn að með henni höfum við verið að reyna að sleppa ódýrt frá sameiginlegum verkefnum NATO. Bandalagsþjóðir okkar sperra örugglega eyrun við að heyra þessi orð. Enginn, hvorki innan lands né utan, hefur nokkru sinni efast um að Ísland sé verðugur aðili að NATO. Við höfum verið virkir meðlimir bandalagsins frá fyrsta degi, hýst ratsjár- og herstöðvar víða um land og hér væri ennþá Bandarískur her ef þörf væri talin á. Við höfum uppfyllt allar þær kröfur sem til okkar hafa verið gerðar og bandalagsþjóðir okkar hafa alla tíð virt sérstöðu Íslands sem vopnlausrar þjóðar sem ekki vill kaupa vopn. Nú hefur þessari stefnu Íslands verið hent í ruslið, án nokkurs samráðs, með þeim orðum að hún hafi byggst á hroka! Þurfa ekki sumir að fara að komast í gott frí svo við getum farið að taka til? Höfundur er áhugamaður um tiltekt.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun