Vopnakaup samræmist stefnu þrátt fyrir gagnrýni varaformannsins Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2024 10:39 Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, (t.v.) lýsti andstöðu við vopnakaup fyrir Úkraínu í útvarpsviðtali. Logi Einarsson, fulltrúi í utanríkismálanefnd, segir kaupin rýmast innan stefnu flokksins. Vísir Fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd Alþingis segir það í takt við stefnu flokksins að Ísland styðji óbeint hergagnakaup fyrir Úkraínu. Varaformaður flokksins lýsti yfir afdráttarlausri andstöðu við vopnakaup í viðtali í síðustu viku. Töluverð umræða hefur skapast um stuðning Íslands við Úkraínu vegna innrásar Rússa eftir forsetakosningarnar í byrjun mánaðar. Ísland greiðir í sjóð Atlantshafsbandalagsins og alþjóðlegan sjóð sem Bretar stofnuðu sem kaupa meðal annars skotfæri fyrir Úkraínumenn. Bæði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, og Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, hafa gagnrýnt orð forsetaframbjóðenda um að Ísland ætti ekki að kaupa vopn fyrir Úkraínumenn. Halla Tómasdóttir, verðandi forseti, var á meðal þeirra sem töluðu ákveðnast á þeim nótum. Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sakaði utanríkisráðherra um hroka og yfirlæti í garð Höllu í viðtali á Útvarpi Sögu í síðustu viku. Þar tók hann með afgerandi hætti undir með Höllu um að Ísland ætti ekki að taka þátt í beinum hernaðarstuðningi. „Við eigum að veita þá aðstoð sem við kunnum og getum. Við kunnum ekki á vopn. Við erum vopnlaus þjóð. Við eigum ekki að kaupa byssur og kúlur fyrir Úkraínumenn,“ sagði Guðmundur Árni sem taldi það ekki leysa neitt að senda Úkraínumönnum skotfæri. „Innrás Rússa í Úkraínu hefur breytt landslaginu í Evrópu og orðið til þess að tvær af okkar helstu vinaþjóðum, Svíar og Finnar, hafa horfið af braut hlutleysis og sótt um aðild að þessu bandalagi. Samfylkingin er sammála því mati og telur að Íslendingar eigi að taka þátt í varnarsamstarfinu á þeim vettvangi, en einnig innan Evrópusambandsins sem fullgildur meðlimur.“ Úr stefnu Samfylkingarinnar um þátttöku í varnar- og öryggissamstarfi vestrænna þjóða. Útilokar ekki stuðning við hergagnakaup Þrátt fyrir yfirlýsingar Guðmundar Árna greiddu þingmenn Samfylkingarinnar atkvæði með þingsályktun um stuðning Íslands við Úkraínu í lok apríl. Í henni segir meðal annars að þunginn í varnartengdum stuðningi Íslands liggi áfram í framlögum í fjölþjóðlega sjóði sem kaupa hergögn og birgðir. Spurður út í ummæli varaformanns flokksins segir Logi Einarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd, að stefna flokksins sé óbreytt. Flokkurinn hafi lagt áherslu á að Íslendingar hjálpi Úkraínumönnum með mannúðaraðstoð af ýmsum toga eins og þeir hafi gert margsinnis í stríðshjáðum löndum áður. „Það hins vegar útilokar ekki að óbeinum stuðningi í gegnum sjóði NATO og ESB verði varið til hergagnakaupa, að ósk Úkraínu. Það höfum við stutt á þinginu og það er í takti við okkar stefnu,“ segir Logi í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Telur „einboðið“ að virkja sendiráðið aftur Guðmundur Árni gagnrýndi einnig harðlega ákvörðun Þórdísar Kolbrúnar um að loka sendiráði Íslands í Moskvu fyrir ári. Það hafi verið algerlega misskilinn stuðningur við Úkraínu. Ekki skili neinu að slíta stjórnmálasambandi við Rússland. „Auðvitað verður það þannig að það fæst niðurstaða í þetta stríð. Rússland verður þarna áfram, það er ekki að fara neitt. [...] Auðvitað þurfum við að búa okkur undir það að á einhverju stigi máls rennur hversdagurinn upp á nýjan leik. Ekki ætlum við að hætta að vera í viðskiptum við Rússland,“ sagði Guðmundur Árni. Spurður að því í viðtalinu hvort að Samfylkingin sneri ákvörðun Þórdísar Kolbrúnar um sendiráðið við kæmist flokkurinn í ríkisstjórn eftir næstu kosningar sagði hann að sér fyndist það einboðið að sendiráðið yrði virkt og samskiptaleiðir við stjórnvöld í Kreml opnar. „Við mótmælum Rússum harðlega vegna þessarar innrásar, það er enginn vafi á því, en förum ekki fram úr okkur í svona sýndarmennsku. Þetta er sýndarmennska,“ sagði Guðmundur Árni um lokun sendiráðsins. Óheppilega staðið að lokun sendiráðsins Logi segist ekki geta sagt til um hvort að Samfylkingin láti opna sendiráðið í Moskvu aftur komist flokkurinn til valda. Dipómatísk samskipti á milli þjóða skipti gríðarlega miklu máli. „Við eigum auðvitað í margs konar diplómatískum samskiptum við þjóðir þar sem við tökum auðvitað alls ekki undir stefnu þeirra. Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að við myndum snúa því við en mér fannst aðdragandinn að þessu ekki heppilegur,“ segir Logi um lokun sendiráðsins. Óheppilegt hafi verið að utanríkisráðherra hafi ekki kynnt utanríkismálanefnd ákvörðunina á sínum tíma. Nefndin hafi aðeins fengið að vita af því sem til stóð á sama hálftímanum og tilkynnt var opinberlega um ákvörðunina. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Utanríkismál Samfylkingin Tengdar fréttir Ólík sýn á hvort Ísland eigi að styðja vörn Úkraínumanna Efstu frambjóðendur í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar voru ekki á einu máli um hvort rétt væri af Íslandi að styðja Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa í kappræðum RÚV í kvöld. Halla Tómasdóttir lýsti einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínu hernaðarlega. 31. maí 2024 23:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Töluverð umræða hefur skapast um stuðning Íslands við Úkraínu vegna innrásar Rússa eftir forsetakosningarnar í byrjun mánaðar. Ísland greiðir í sjóð Atlantshafsbandalagsins og alþjóðlegan sjóð sem Bretar stofnuðu sem kaupa meðal annars skotfæri fyrir Úkraínumenn. Bæði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, og Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, hafa gagnrýnt orð forsetaframbjóðenda um að Ísland ætti ekki að kaupa vopn fyrir Úkraínumenn. Halla Tómasdóttir, verðandi forseti, var á meðal þeirra sem töluðu ákveðnast á þeim nótum. Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sakaði utanríkisráðherra um hroka og yfirlæti í garð Höllu í viðtali á Útvarpi Sögu í síðustu viku. Þar tók hann með afgerandi hætti undir með Höllu um að Ísland ætti ekki að taka þátt í beinum hernaðarstuðningi. „Við eigum að veita þá aðstoð sem við kunnum og getum. Við kunnum ekki á vopn. Við erum vopnlaus þjóð. Við eigum ekki að kaupa byssur og kúlur fyrir Úkraínumenn,“ sagði Guðmundur Árni sem taldi það ekki leysa neitt að senda Úkraínumönnum skotfæri. „Innrás Rússa í Úkraínu hefur breytt landslaginu í Evrópu og orðið til þess að tvær af okkar helstu vinaþjóðum, Svíar og Finnar, hafa horfið af braut hlutleysis og sótt um aðild að þessu bandalagi. Samfylkingin er sammála því mati og telur að Íslendingar eigi að taka þátt í varnarsamstarfinu á þeim vettvangi, en einnig innan Evrópusambandsins sem fullgildur meðlimur.“ Úr stefnu Samfylkingarinnar um þátttöku í varnar- og öryggissamstarfi vestrænna þjóða. Útilokar ekki stuðning við hergagnakaup Þrátt fyrir yfirlýsingar Guðmundar Árna greiddu þingmenn Samfylkingarinnar atkvæði með þingsályktun um stuðning Íslands við Úkraínu í lok apríl. Í henni segir meðal annars að þunginn í varnartengdum stuðningi Íslands liggi áfram í framlögum í fjölþjóðlega sjóði sem kaupa hergögn og birgðir. Spurður út í ummæli varaformanns flokksins segir Logi Einarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd, að stefna flokksins sé óbreytt. Flokkurinn hafi lagt áherslu á að Íslendingar hjálpi Úkraínumönnum með mannúðaraðstoð af ýmsum toga eins og þeir hafi gert margsinnis í stríðshjáðum löndum áður. „Það hins vegar útilokar ekki að óbeinum stuðningi í gegnum sjóði NATO og ESB verði varið til hergagnakaupa, að ósk Úkraínu. Það höfum við stutt á þinginu og það er í takti við okkar stefnu,“ segir Logi í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Telur „einboðið“ að virkja sendiráðið aftur Guðmundur Árni gagnrýndi einnig harðlega ákvörðun Þórdísar Kolbrúnar um að loka sendiráði Íslands í Moskvu fyrir ári. Það hafi verið algerlega misskilinn stuðningur við Úkraínu. Ekki skili neinu að slíta stjórnmálasambandi við Rússland. „Auðvitað verður það þannig að það fæst niðurstaða í þetta stríð. Rússland verður þarna áfram, það er ekki að fara neitt. [...] Auðvitað þurfum við að búa okkur undir það að á einhverju stigi máls rennur hversdagurinn upp á nýjan leik. Ekki ætlum við að hætta að vera í viðskiptum við Rússland,“ sagði Guðmundur Árni. Spurður að því í viðtalinu hvort að Samfylkingin sneri ákvörðun Þórdísar Kolbrúnar um sendiráðið við kæmist flokkurinn í ríkisstjórn eftir næstu kosningar sagði hann að sér fyndist það einboðið að sendiráðið yrði virkt og samskiptaleiðir við stjórnvöld í Kreml opnar. „Við mótmælum Rússum harðlega vegna þessarar innrásar, það er enginn vafi á því, en förum ekki fram úr okkur í svona sýndarmennsku. Þetta er sýndarmennska,“ sagði Guðmundur Árni um lokun sendiráðsins. Óheppilega staðið að lokun sendiráðsins Logi segist ekki geta sagt til um hvort að Samfylkingin láti opna sendiráðið í Moskvu aftur komist flokkurinn til valda. Dipómatísk samskipti á milli þjóða skipti gríðarlega miklu máli. „Við eigum auðvitað í margs konar diplómatískum samskiptum við þjóðir þar sem við tökum auðvitað alls ekki undir stefnu þeirra. Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að við myndum snúa því við en mér fannst aðdragandinn að þessu ekki heppilegur,“ segir Logi um lokun sendiráðsins. Óheppilegt hafi verið að utanríkisráðherra hafi ekki kynnt utanríkismálanefnd ákvörðunina á sínum tíma. Nefndin hafi aðeins fengið að vita af því sem til stóð á sama hálftímanum og tilkynnt var opinberlega um ákvörðunina.
„Innrás Rússa í Úkraínu hefur breytt landslaginu í Evrópu og orðið til þess að tvær af okkar helstu vinaþjóðum, Svíar og Finnar, hafa horfið af braut hlutleysis og sótt um aðild að þessu bandalagi. Samfylkingin er sammála því mati og telur að Íslendingar eigi að taka þátt í varnarsamstarfinu á þeim vettvangi, en einnig innan Evrópusambandsins sem fullgildur meðlimur.“ Úr stefnu Samfylkingarinnar um þátttöku í varnar- og öryggissamstarfi vestrænna þjóða.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Utanríkismál Samfylkingin Tengdar fréttir Ólík sýn á hvort Ísland eigi að styðja vörn Úkraínumanna Efstu frambjóðendur í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar voru ekki á einu máli um hvort rétt væri af Íslandi að styðja Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa í kappræðum RÚV í kvöld. Halla Tómasdóttir lýsti einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínu hernaðarlega. 31. maí 2024 23:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Ólík sýn á hvort Ísland eigi að styðja vörn Úkraínumanna Efstu frambjóðendur í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar voru ekki á einu máli um hvort rétt væri af Íslandi að styðja Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa í kappræðum RÚV í kvöld. Halla Tómasdóttir lýsti einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínu hernaðarlega. 31. maí 2024 23:04