Hættur kynhlutleysisins Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 12. júní 2024 20:00 Undanfarið hefur verið mikil umræða í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um breytingar á íslensku í átt að kynhlutlausu máli. Það bitastæðasta í þessari umræðu eru tvær greinar sem Höskuldur Þráinsson fyrrverandi prófessor hefur nýlega skrifað í Vísi – „Kynhlutlaust mál, máltilfinning og forsetaframboð“ og „Bókaútgáfa, íslenskukennsla, þýðingar og máltilfinning“. Í þessum greinum, sem eru hófsamar og málefnalegar eins og vænta mátti, eru færð ýmis rök gegn breytingunum. Mér finnst þó ástæða til að ræða málið frá öðru sjónarhorni og það sem hér fer á eftir er að mestu leyti viðbrögð við greinum Höskuldar og þeim rökum sem þar eru sett fram, þótt margt af því sem hér er nefnt hafi einnig komið fram annars staðar. 1. Geta breytingarnar leitt til misskilnings í samskiptum fólks? Í hefðbundinni íslensku er notað karlkyn ef kynjasamsetning hóps er ekki þekkt og sagt t.d. Fjórir slösuðust í árekstri. Hvorugkynið fjögur er því aðeins notað að mælandinn viti að um kynjablandaðan hóp er að ræða. Hjá þeim sem breytt hafa máli sínu er hvorugkynið hins vegar notað bæði um kynjablandaðan hóp og um hóp þar sem kynjasamsetningin er óþekkt. Setningin Fjögur slösuðust í árekstri er því einræð í hefðbundinni íslensku – vísar aðeins til kynjablandaðs hóps – en tvíræð í breyttri íslensku, vísar annaðhvort til kynjablandaðs hóps eða hóps þar sem kynjasamsetning er óþekkt. Því hefur verið haldið fram að þessi tvíræðni sé óæskileg og geti verið ruglandi, og í fljótu bragði mætti ætla að svo væri. En nákvæmlega sams konar tvíræðni er nú þegar í hefðbundinni íslensku, nema þar er það karlkynið sem er tvírætt. Ef sagt er Fjórir slösuðust í árekstri vitum við ekki hvort vísað er til fjögurra karla eða hóps af óþekktri kynjasamsetningu. Ég get ekki séð að sú tvíræðni sem notkun hvorugkyns í kynhlutlausri merkingu skapar sé á einhvern hátt verri eða skaðlegri en sú sem notkun karlkynsins í kynhlutlausri merkingu skapar í hefðbundinni íslensku. Af hverju þurfum við að vita nákvæmlega hvað fjögur slösuðust merkir en ekki hvað fjórir slösuðust merkir? Yfirleitt skiptir engu máli hvort við skiljum fjórir slösuðust eða fjögur slösuðust sem einkynja eða kynjablandaðan hóp. Ef það skiptir máli kemur það fram í samhenginu. 2. Munu breytingarnar valda misskilningi á eldri textum og leiða til rofs í málinu? Jafnvel þótt þróun í átt til kynhlutleysis haldi áfram – sem ómögulegt er að segja til um – er ljóst að notkun karlkyns í kynhlutlausri merkingu mun verða til í málinu í marga áratugi í viðbót og málnotendur þekkja bæði kerfin og átta sig á þeim. Ef kynhlutleysi karlkynsins hverfur alveg úr málinu einhvern tíma í framtíðinni og Allir eru velkomnir eða Fjórir slösuðust í árekstri hafa ekki lengur kynhlutlausa merkingu hjá neinum gæti það vissulega gerst að fólk færi að skilja karlkynsmyndir fornafna og töluorða svo að þær vísuðu eingöngu til karlmanna, og misskildi þannig eitthvað í eldri textum. En þess er langt að bíða og þar að auki sker samhengið langoftast úr um merkinguna – ef nákvæm merking skiptir máli á annað borð. Það er auðvitað fjölmargt sem hefur breyst í málinu á undanförnum áratugum og öldum án þess að nokkrum detti í hug að ástæða sé til að „þýða“ textana á samtímamál vegna þess. Í Íslendingasögum og öðrum fornum textum vísa fornöfnin við og þið t.d. aðeins til tveggja, en ef vísað er til fleiri eru notaðar myndirnar vér og þér. Ég efast um að venjulegir málnotendur átti sig á þessu þegar þeir lesa forna texta en það veldur samt engum misskilningi. Það er einfalt að skýra þessa breytingu út fyrir fólki í eitt skipti fyrir öll. Sama er með breytingu á hlutlausu kyni. Fólk sem les eitthvað af textum frá því fyrir þessa hugsanlegu framtíðarbreytingu mun fljótt átta sig á því að karlkynið getur haft kynhlutlausa merkingu í þeim. 3. Geta breytingarnar ruglað börn á máltökuskeiði í ríminu og truflað máltöku? Það er vitanlega rétt að ef börn alast upp í málumhverfi þar sem sumt fólk notar Öll eru velkomin og Fjögur slösuðust í árekstri í sömu merkingu og annað fólk notar Allir eru velkomnir og Fjórir slösuðust í árekstri fá þau misvísandi skilaboð sem í fljótu bragði mætti ætla að gætu ruglað þau í ríminu og tafið eða torveldað máltökuna. En þetta er hins vegar fjarri því að vera einsdæmi. Börn fá brotakenndar og misvísandi upplýsingar um fjölmörg atriði úr málumhverfi sínu en eru ótrúlega glúrin í að nýta sér þetta til að koma sér upp heildstæðu málkerfi. Börn alast upp við það að sumt fólk í kringum þau segir mig langar og ég vil en annað mér langar og ég vill, sum þeirra heyra bæði norðlenskan framburð og sunnlenskan, o.s.frv. Börnin vinna auðveldlega úr þessu og það er ekkert sem bendir til þess að tilbrigði í málumhverfinu valdi þeim vandkvæðum í máltökunni. Þótt notkun hvorugkyns í kynhlutlausri merkingu sé vissulega ekki móðurmál neins (enn sem komið er a.m.k.) eins og bent hefur verið á, heldur tillærð, get ég ekki séð að þau tilbrigði sem hún skapar horfi á annan hátt við börnum á máltökuskeiði en önnur tilbrigði. Engin ástæða er til að ætla annað en börnin átti sig fljótt á því að Öll eru velkomin hjá sumum hefur sama hlutverk og Allir eru velkomnir hjá öðrum, rétt eins og þau átta sig fljótt á því að mér langar hjá sumum merkir það sama og mig langar hjá öðrum. Börnin velja svo annað tilbrigðið, eða nota þau hugsanlega til skiptis. Ekkert að því. 4. Valda breytingarnar vandkvæðum í kennslu íslensku sem annars máls? Þegar verið er að kenna erlend tungumál er venjulega eitt tilbrigði – það sem er algengast, eða það sem nýtur mestrar viðurkenningar – valið til kennslu en önnur hugsanlega nefnd í framhjáhlaupi. Í kennslu íslensku sem annars máls er yfirleitt kenndur „sunnlenskur“ framburður en ekki norðlenskur – ekki vegna þess að sá fyrrnefndi sé „réttari“ heldur vegna þess að það er framburður yfirgnæfandi meirihluta málnotenda. Ég þykist líka vita að yfirleitt sé kennt að segja mig langar og ég vil en ekki mér langar og ég vill vegna þess að fyrrnefndu afbrigðin eru viðurkennd sem „rétt“ mál en þau síðarnefndu ekki þótt þau séu mjög útbreidd. En auðvitað er hægt að segja nemendum frá öðrum tilbrigðum ef ástæða þykir til eða spurt er. Sama máli gegnir um kynjanotkun í kynhlutlausri merkingu. Þar er eðlilegt að kennarar í íslensku sem öðru máli velji algengasta tilbrigðið til kennslu, og það er ótvírætt karlkynið enn sem komið er – og væntanlega um allnokkra framtíð. Ef nemendur spyrja er vitanlega hægt að útskýra fyrir þeim að til sé fólk sem fremur kýs að nota hvorugkynið í þessu hlutverki. Ég sé ekki hvernig þetta ætti að skapa meiri vanda en önnur tilbrigði. Reyndar sagði Kjartan Jónsson frá því í grein í Heimildinni fyrr í vikunni að í skóla sem hann rekur hefði hvorugkynið undanfarin ár verið kennt sem hlutlaust kyn og útskýrt fyrir nemendum að þeir hafi val í þessu efni. Ekki kom fram hjá honum að það hefði valdið nokkrum sérstökum vandræðum. 5. Kljúfa breytingarnar málsamfélagið og skapa málfarslega stéttaskiptingu? Það er vitanlega rétt að breyting í átt til kynhlutleysis hefur valdið klofningi í málsamfélaginu eins og umræðan undanfarið ber glöggt vitni um. En klofningurinn er ekki fyrst og fremst í málinu, heldur í umræðunni, og spurningin er hver beri meginábyrgð á honum – þau sem breyta máli sínu eða þau sem amast við breytingunum. Ef fólk sýnir umburðarlyndi, áttar sig á að breytingarnar eru sumum hjartans mál en stafa ekki af einhverri misskilinni jafnréttisbaráttu eða skilningsleysi á mismun málfræðilegs og líffræðilegs kyns, þá verður enginn klofningur. Þá halda sum áfram að segja Allir eru velkomnir og Fjórir slösuðust í árekstri en önnur segja Öll eru velkomin og Fjögur slösuðust í árekstri án þess að annar hópurinn amist við máli hins. Því hefur líka verið haldið fram að með breytingunum sé hætta á að alið sé á skömm hjá þeim sem ekki hafa breytt máli sínu – skömm yfir því að tala „karllægt“ mál í stað þess að tileinka sér mál „góða fólksins“ sem geri öllum kynjum jafnhátt undir höfði. Það er vitanlega ótækt ef fólk er gagnrýnt eða litið niður á það á einhvern hátt fyrir að tala þá hefðbundnu íslensku sem það hefur alist upp við, en vissulega er það ekki óhugsandi og ég hef séð einhver dæmi sem mætti túlka á þann veg. Það er þó ekki nema örlítið brot af þeirri gagnrýni sem fólk sem hefur breytt máli sínu í átt til kynhlutleysis hefur fengið á sig. Bæði þau sem tala hefðbundna íslensku og þau sem breyta máli sínu verða að sýna viðhorfi hins hópsins skilning og umburðarlyndi. Breytingar í átt til kynhlutleysis eru hættulausar Vitanlega er eðlilegt að fólk hafi mismunandi skoðanir á breytingum í átt til kynhlutleysis – allar breytingar mæta andstöðu og við viljum helst hafa málið eins og við tileinkuðum okkur það á máltökuskeiði. En þessar breytingar eyðileggja ekki íslenskuna. Þær valda ekki alvarlegum misskilningi, þær rjúfa ekki samhengi málsins, þær trufla ekki máltöku barna, og þær torvelda ekki kennslu íslensku sem annars máls. Þær kljúfa ekki heldur málsamfélagið eða valda málfarslegri stéttaskiptingu – nema við viljum hafa það þannig. Sameinumst þess í stað um að leyfa íslenskunni að blómstra í öllum kynjum og snúum okkur að því sem máli skiptir – að bæta og styrkja stöðu íslenskunnar gagnvart þeim ytri þrýstingi sem hún verður fyrir. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Jafnréttismál Skóla- og menntamál Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið mikil umræða í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um breytingar á íslensku í átt að kynhlutlausu máli. Það bitastæðasta í þessari umræðu eru tvær greinar sem Höskuldur Þráinsson fyrrverandi prófessor hefur nýlega skrifað í Vísi – „Kynhlutlaust mál, máltilfinning og forsetaframboð“ og „Bókaútgáfa, íslenskukennsla, þýðingar og máltilfinning“. Í þessum greinum, sem eru hófsamar og málefnalegar eins og vænta mátti, eru færð ýmis rök gegn breytingunum. Mér finnst þó ástæða til að ræða málið frá öðru sjónarhorni og það sem hér fer á eftir er að mestu leyti viðbrögð við greinum Höskuldar og þeim rökum sem þar eru sett fram, þótt margt af því sem hér er nefnt hafi einnig komið fram annars staðar. 1. Geta breytingarnar leitt til misskilnings í samskiptum fólks? Í hefðbundinni íslensku er notað karlkyn ef kynjasamsetning hóps er ekki þekkt og sagt t.d. Fjórir slösuðust í árekstri. Hvorugkynið fjögur er því aðeins notað að mælandinn viti að um kynjablandaðan hóp er að ræða. Hjá þeim sem breytt hafa máli sínu er hvorugkynið hins vegar notað bæði um kynjablandaðan hóp og um hóp þar sem kynjasamsetningin er óþekkt. Setningin Fjögur slösuðust í árekstri er því einræð í hefðbundinni íslensku – vísar aðeins til kynjablandaðs hóps – en tvíræð í breyttri íslensku, vísar annaðhvort til kynjablandaðs hóps eða hóps þar sem kynjasamsetning er óþekkt. Því hefur verið haldið fram að þessi tvíræðni sé óæskileg og geti verið ruglandi, og í fljótu bragði mætti ætla að svo væri. En nákvæmlega sams konar tvíræðni er nú þegar í hefðbundinni íslensku, nema þar er það karlkynið sem er tvírætt. Ef sagt er Fjórir slösuðust í árekstri vitum við ekki hvort vísað er til fjögurra karla eða hóps af óþekktri kynjasamsetningu. Ég get ekki séð að sú tvíræðni sem notkun hvorugkyns í kynhlutlausri merkingu skapar sé á einhvern hátt verri eða skaðlegri en sú sem notkun karlkynsins í kynhlutlausri merkingu skapar í hefðbundinni íslensku. Af hverju þurfum við að vita nákvæmlega hvað fjögur slösuðust merkir en ekki hvað fjórir slösuðust merkir? Yfirleitt skiptir engu máli hvort við skiljum fjórir slösuðust eða fjögur slösuðust sem einkynja eða kynjablandaðan hóp. Ef það skiptir máli kemur það fram í samhenginu. 2. Munu breytingarnar valda misskilningi á eldri textum og leiða til rofs í málinu? Jafnvel þótt þróun í átt til kynhlutleysis haldi áfram – sem ómögulegt er að segja til um – er ljóst að notkun karlkyns í kynhlutlausri merkingu mun verða til í málinu í marga áratugi í viðbót og málnotendur þekkja bæði kerfin og átta sig á þeim. Ef kynhlutleysi karlkynsins hverfur alveg úr málinu einhvern tíma í framtíðinni og Allir eru velkomnir eða Fjórir slösuðust í árekstri hafa ekki lengur kynhlutlausa merkingu hjá neinum gæti það vissulega gerst að fólk færi að skilja karlkynsmyndir fornafna og töluorða svo að þær vísuðu eingöngu til karlmanna, og misskildi þannig eitthvað í eldri textum. En þess er langt að bíða og þar að auki sker samhengið langoftast úr um merkinguna – ef nákvæm merking skiptir máli á annað borð. Það er auðvitað fjölmargt sem hefur breyst í málinu á undanförnum áratugum og öldum án þess að nokkrum detti í hug að ástæða sé til að „þýða“ textana á samtímamál vegna þess. Í Íslendingasögum og öðrum fornum textum vísa fornöfnin við og þið t.d. aðeins til tveggja, en ef vísað er til fleiri eru notaðar myndirnar vér og þér. Ég efast um að venjulegir málnotendur átti sig á þessu þegar þeir lesa forna texta en það veldur samt engum misskilningi. Það er einfalt að skýra þessa breytingu út fyrir fólki í eitt skipti fyrir öll. Sama er með breytingu á hlutlausu kyni. Fólk sem les eitthvað af textum frá því fyrir þessa hugsanlegu framtíðarbreytingu mun fljótt átta sig á því að karlkynið getur haft kynhlutlausa merkingu í þeim. 3. Geta breytingarnar ruglað börn á máltökuskeiði í ríminu og truflað máltöku? Það er vitanlega rétt að ef börn alast upp í málumhverfi þar sem sumt fólk notar Öll eru velkomin og Fjögur slösuðust í árekstri í sömu merkingu og annað fólk notar Allir eru velkomnir og Fjórir slösuðust í árekstri fá þau misvísandi skilaboð sem í fljótu bragði mætti ætla að gætu ruglað þau í ríminu og tafið eða torveldað máltökuna. En þetta er hins vegar fjarri því að vera einsdæmi. Börn fá brotakenndar og misvísandi upplýsingar um fjölmörg atriði úr málumhverfi sínu en eru ótrúlega glúrin í að nýta sér þetta til að koma sér upp heildstæðu málkerfi. Börn alast upp við það að sumt fólk í kringum þau segir mig langar og ég vil en annað mér langar og ég vill, sum þeirra heyra bæði norðlenskan framburð og sunnlenskan, o.s.frv. Börnin vinna auðveldlega úr þessu og það er ekkert sem bendir til þess að tilbrigði í málumhverfinu valdi þeim vandkvæðum í máltökunni. Þótt notkun hvorugkyns í kynhlutlausri merkingu sé vissulega ekki móðurmál neins (enn sem komið er a.m.k.) eins og bent hefur verið á, heldur tillærð, get ég ekki séð að þau tilbrigði sem hún skapar horfi á annan hátt við börnum á máltökuskeiði en önnur tilbrigði. Engin ástæða er til að ætla annað en börnin átti sig fljótt á því að Öll eru velkomin hjá sumum hefur sama hlutverk og Allir eru velkomnir hjá öðrum, rétt eins og þau átta sig fljótt á því að mér langar hjá sumum merkir það sama og mig langar hjá öðrum. Börnin velja svo annað tilbrigðið, eða nota þau hugsanlega til skiptis. Ekkert að því. 4. Valda breytingarnar vandkvæðum í kennslu íslensku sem annars máls? Þegar verið er að kenna erlend tungumál er venjulega eitt tilbrigði – það sem er algengast, eða það sem nýtur mestrar viðurkenningar – valið til kennslu en önnur hugsanlega nefnd í framhjáhlaupi. Í kennslu íslensku sem annars máls er yfirleitt kenndur „sunnlenskur“ framburður en ekki norðlenskur – ekki vegna þess að sá fyrrnefndi sé „réttari“ heldur vegna þess að það er framburður yfirgnæfandi meirihluta málnotenda. Ég þykist líka vita að yfirleitt sé kennt að segja mig langar og ég vil en ekki mér langar og ég vill vegna þess að fyrrnefndu afbrigðin eru viðurkennd sem „rétt“ mál en þau síðarnefndu ekki þótt þau séu mjög útbreidd. En auðvitað er hægt að segja nemendum frá öðrum tilbrigðum ef ástæða þykir til eða spurt er. Sama máli gegnir um kynjanotkun í kynhlutlausri merkingu. Þar er eðlilegt að kennarar í íslensku sem öðru máli velji algengasta tilbrigðið til kennslu, og það er ótvírætt karlkynið enn sem komið er – og væntanlega um allnokkra framtíð. Ef nemendur spyrja er vitanlega hægt að útskýra fyrir þeim að til sé fólk sem fremur kýs að nota hvorugkynið í þessu hlutverki. Ég sé ekki hvernig þetta ætti að skapa meiri vanda en önnur tilbrigði. Reyndar sagði Kjartan Jónsson frá því í grein í Heimildinni fyrr í vikunni að í skóla sem hann rekur hefði hvorugkynið undanfarin ár verið kennt sem hlutlaust kyn og útskýrt fyrir nemendum að þeir hafi val í þessu efni. Ekki kom fram hjá honum að það hefði valdið nokkrum sérstökum vandræðum. 5. Kljúfa breytingarnar málsamfélagið og skapa málfarslega stéttaskiptingu? Það er vitanlega rétt að breyting í átt til kynhlutleysis hefur valdið klofningi í málsamfélaginu eins og umræðan undanfarið ber glöggt vitni um. En klofningurinn er ekki fyrst og fremst í málinu, heldur í umræðunni, og spurningin er hver beri meginábyrgð á honum – þau sem breyta máli sínu eða þau sem amast við breytingunum. Ef fólk sýnir umburðarlyndi, áttar sig á að breytingarnar eru sumum hjartans mál en stafa ekki af einhverri misskilinni jafnréttisbaráttu eða skilningsleysi á mismun málfræðilegs og líffræðilegs kyns, þá verður enginn klofningur. Þá halda sum áfram að segja Allir eru velkomnir og Fjórir slösuðust í árekstri en önnur segja Öll eru velkomin og Fjögur slösuðust í árekstri án þess að annar hópurinn amist við máli hins. Því hefur líka verið haldið fram að með breytingunum sé hætta á að alið sé á skömm hjá þeim sem ekki hafa breytt máli sínu – skömm yfir því að tala „karllægt“ mál í stað þess að tileinka sér mál „góða fólksins“ sem geri öllum kynjum jafnhátt undir höfði. Það er vitanlega ótækt ef fólk er gagnrýnt eða litið niður á það á einhvern hátt fyrir að tala þá hefðbundnu íslensku sem það hefur alist upp við, en vissulega er það ekki óhugsandi og ég hef séð einhver dæmi sem mætti túlka á þann veg. Það er þó ekki nema örlítið brot af þeirri gagnrýni sem fólk sem hefur breytt máli sínu í átt til kynhlutleysis hefur fengið á sig. Bæði þau sem tala hefðbundna íslensku og þau sem breyta máli sínu verða að sýna viðhorfi hins hópsins skilning og umburðarlyndi. Breytingar í átt til kynhlutleysis eru hættulausar Vitanlega er eðlilegt að fólk hafi mismunandi skoðanir á breytingum í átt til kynhlutleysis – allar breytingar mæta andstöðu og við viljum helst hafa málið eins og við tileinkuðum okkur það á máltökuskeiði. En þessar breytingar eyðileggja ekki íslenskuna. Þær valda ekki alvarlegum misskilningi, þær rjúfa ekki samhengi málsins, þær trufla ekki máltöku barna, og þær torvelda ekki kennslu íslensku sem annars máls. Þær kljúfa ekki heldur málsamfélagið eða valda málfarslegri stéttaskiptingu – nema við viljum hafa það þannig. Sameinumst þess í stað um að leyfa íslenskunni að blómstra í öllum kynjum og snúum okkur að því sem máli skiptir – að bæta og styrkja stöðu íslenskunnar gagnvart þeim ytri þrýstingi sem hún verður fyrir. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar