Reykjavíkurborg stuðlar ekki að sérstöðu eins fyrirtækis á BSÍ Björn Ragnarsson skrifar 13. júní 2024 08:55 Nýverið sendi Félag atvinnurekenda erindi á borgarstjóra vegna afnota Kynnisferða af Umferðarmistöðinni BSÍ. Þórdís Lóa forseti borgarstjórnar svaraði því erindi með færslu á Facebook. Því tel ég nauðsynlegt að koma á framfæri nokkrum mikilvægum staðreyndum í þessu máli. Árið 2009 gerðu Kynnisferðir samning um leigu á Umferðarmiðstöðinni BSÍ við Vatnsmýrina ehf. sem var þá eigandi hússins. Leigusalinn Vatnsmýrin ehf. var síðar yfirtekinn af Landsbankanum í kjölfar fjármálahrunsins. Reykjavíkurborg keypti fasteignina árið 2012 og yfirtók þar með leigusamninginn við Kynnisferðir. Í Facebook færslu Þórdísar Lóu er því ranglega haldið fram að Vegagerðin hafi átt húsið. Þegar leigusamningurinn var gerður stóð til að byggja nýja samgöngumiðstöð við norðurenda Hótel Loftleiða og tók leigusamningurinn mið af því. Leigusamningur Kynnisferða er ótímabundinn og aðeins hægt að segja honum upp þegar ný samgöngumiðstöð rís, enda stóð til að reysa nýja samgöngumiðstöð á öðrum stað. Kynnisferðir hafa margoft í samskiptum við borgaryfirvöld rætt um möguleika og lausnir við að reisa nýja samgöngumiðstöð sem tekur við hlutverki BSÍ en enn hefur ekkert gerst í því máli. Reykjavíkurborg var full kunnugt um leigusamning Kynnisferða þegar borgin ákvað að kaupa húsið. Þrátt fyrir að til hafi staðið að byggja nýja samgöngumistöð undanfarin 15 ár hafa Kynnisferðir séð um allar endurbætur á húsinu og umhverfi þess og Reykjavíkurborg neitað að taka þátt í þeim endurbótum þó að skylda hvíli á eiganda hússins að sjá um endurbætur. Hefur meðal annars þurft að endurnýja ónýta glugga til að koma í veg fyrir rakaskemmdir. Þetta hafa Kynnisferðir gert þrátt fyrir að mikil óvissa hafi ríkt um hvenær ný samgöngumiðstöð myndi rísa. Þannig hafa Kynnisferðir lagt sitt að mörkum til að bæta upplifun þeirra sem nýta BSÍ, á sama tíma og Reykjavíkurborg hefur hafnað aðkomu að endurbótum hússins. Kynnisferðir hafa leyft öðrum hópferðarfyrirtækjum að sækja farþega sína á BSÍ og nýverið var sú aðstaða bætt og verið er að merkja sérstakt svæði fyrir önnur hópferðafyrirtæki. Kynnisferðir taka enga þóknun fyrir þessa þjónustu þrátt fyrir að greiða allt viðhald og endurbætur á lóðinni. Það fyrirtæki sem Félag atvinnurekenda gætir hagsmuna fyrir nýtir sér þessa þjónustu Kynnisferða. Að auki hafa Kynnisferðir leyft rekstraraðilum landsbyggðarstrætó og Strætó BS. að nýta sér aðstöðu félagsins á BSÍ án endurgjalds. Það sætir furðu að Þórdís Lóa kjósi að vitna í 17 ára gamlan úrskurð Samkeppniseftirlitsins í umfjöllun sinni og slíta tilvitnun úr samhengi. Í þeim úrskurði er umfjöllun um fyrirkomulag sérleyfa sem ríkisvaldið stóð fyrir um langt árabil. Það fyrirkomulag var afnumið árið 2015 eins og Þórdís Lóa ætti að þekkja og er því tilvitnun í þennan úrskurð Samkeppniseftirlitsins út í hött. Kynnisferðir munu áfram leggja metnað í að endurbæta BSÍ og umhverfi þess til að bæta upplifun gesta og fagna áformum borgarinnar að byggja nýja samgöngumiðstöð sem hefur fjölbreyttara hlutverki að gegna. Höfundur er forstjóri Kynnisferða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Nýverið sendi Félag atvinnurekenda erindi á borgarstjóra vegna afnota Kynnisferða af Umferðarmistöðinni BSÍ. Þórdís Lóa forseti borgarstjórnar svaraði því erindi með færslu á Facebook. Því tel ég nauðsynlegt að koma á framfæri nokkrum mikilvægum staðreyndum í þessu máli. Árið 2009 gerðu Kynnisferðir samning um leigu á Umferðarmiðstöðinni BSÍ við Vatnsmýrina ehf. sem var þá eigandi hússins. Leigusalinn Vatnsmýrin ehf. var síðar yfirtekinn af Landsbankanum í kjölfar fjármálahrunsins. Reykjavíkurborg keypti fasteignina árið 2012 og yfirtók þar með leigusamninginn við Kynnisferðir. Í Facebook færslu Þórdísar Lóu er því ranglega haldið fram að Vegagerðin hafi átt húsið. Þegar leigusamningurinn var gerður stóð til að byggja nýja samgöngumiðstöð við norðurenda Hótel Loftleiða og tók leigusamningurinn mið af því. Leigusamningur Kynnisferða er ótímabundinn og aðeins hægt að segja honum upp þegar ný samgöngumiðstöð rís, enda stóð til að reysa nýja samgöngumiðstöð á öðrum stað. Kynnisferðir hafa margoft í samskiptum við borgaryfirvöld rætt um möguleika og lausnir við að reisa nýja samgöngumiðstöð sem tekur við hlutverki BSÍ en enn hefur ekkert gerst í því máli. Reykjavíkurborg var full kunnugt um leigusamning Kynnisferða þegar borgin ákvað að kaupa húsið. Þrátt fyrir að til hafi staðið að byggja nýja samgöngumistöð undanfarin 15 ár hafa Kynnisferðir séð um allar endurbætur á húsinu og umhverfi þess og Reykjavíkurborg neitað að taka þátt í þeim endurbótum þó að skylda hvíli á eiganda hússins að sjá um endurbætur. Hefur meðal annars þurft að endurnýja ónýta glugga til að koma í veg fyrir rakaskemmdir. Þetta hafa Kynnisferðir gert þrátt fyrir að mikil óvissa hafi ríkt um hvenær ný samgöngumiðstöð myndi rísa. Þannig hafa Kynnisferðir lagt sitt að mörkum til að bæta upplifun þeirra sem nýta BSÍ, á sama tíma og Reykjavíkurborg hefur hafnað aðkomu að endurbótum hússins. Kynnisferðir hafa leyft öðrum hópferðarfyrirtækjum að sækja farþega sína á BSÍ og nýverið var sú aðstaða bætt og verið er að merkja sérstakt svæði fyrir önnur hópferðafyrirtæki. Kynnisferðir taka enga þóknun fyrir þessa þjónustu þrátt fyrir að greiða allt viðhald og endurbætur á lóðinni. Það fyrirtæki sem Félag atvinnurekenda gætir hagsmuna fyrir nýtir sér þessa þjónustu Kynnisferða. Að auki hafa Kynnisferðir leyft rekstraraðilum landsbyggðarstrætó og Strætó BS. að nýta sér aðstöðu félagsins á BSÍ án endurgjalds. Það sætir furðu að Þórdís Lóa kjósi að vitna í 17 ára gamlan úrskurð Samkeppniseftirlitsins í umfjöllun sinni og slíta tilvitnun úr samhengi. Í þeim úrskurði er umfjöllun um fyrirkomulag sérleyfa sem ríkisvaldið stóð fyrir um langt árabil. Það fyrirkomulag var afnumið árið 2015 eins og Þórdís Lóa ætti að þekkja og er því tilvitnun í þennan úrskurð Samkeppniseftirlitsins út í hött. Kynnisferðir munu áfram leggja metnað í að endurbæta BSÍ og umhverfi þess til að bæta upplifun gesta og fagna áformum borgarinnar að byggja nýja samgöngumiðstöð sem hefur fjölbreyttara hlutverki að gegna. Höfundur er forstjóri Kynnisferða.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun