Með lygum skal land byggja Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 19. júní 2024 08:31 Segjum að þú fremjir bankarán. Þaulskipulagt, skilyrðin rétt og þér tekst að fremja hið fullkomna bankarán. Einfaldlega til að eignast meiri pening. Bankaránið tekst, þú kemst undan og telur peningana. Það er bara eitt vandamál; þú skildir eftir þig vitni. Við rannsókn málsins talar lögreglan við vitnið sem greinir frá því að þú ert sá sem framdi bankaránið, vitnið sá það allt gerast. Vitnisburðurinn er skrásettur hjá lögreglu og saksóknari ákveður að gefa út ákæru. Því jú, það var vitni á staðnum sem sá þig ræna bankann. Sem sakborningur í málinu gerir þú allt sem í þínu valdi stendur til að komast upp með ránið. Það gekk jú allt upp fyrir utan þetta eina vitni! Vitnisburðurinn eyðileggur þetta annars fullkomna bankarán og án hans hefði enginn vitað hver ætti í hlut. Þú sem sakborningur í bankaráni neitar sök. Það eru hvort eð er engin sönnunargögn. Eitt vitni getur varla komið manni í fangelsi með því að segja frá því sem það sá? Það eru engin fingraför eða myndbandsupptökur af verknaðnum þannig að hvernig væri hægt að finna þig sekan? Til þess að þú komist upp með bankaránið þarf tvennt að gerast: vitnið þarf að vera talið ótrúverðugt og þú þarft einfaldlega að neita sök. Réttur sakbornings er svo sterkur að rétturinn til að fella ekki á sig sök er rýmri en rétturinn til að tjá sig ekki. Þetta er stjórnarskrárvarinn réttur sakborninga til að ljúga í skýrslutökum og fyrir dómi. Hvernig er þá hægt að sanna að verknaðurinn hafi verið framinn af þér? Vissulega eru peningar týndir og allir vita að þig hafi alltaf langað til að verða ríkari. Er það nóg til að dæma þig fyrir bankarán þegar ekkert liggur fyrir nema einn vitnisburður frá manneskju sem þú hefur sagt vera lygasjúka? Sakborningi er óskylt að svara spurningum varðandi refsiverða hegðun sem honum er gefin að sök. Sakborningur má neita að gefa skýrslu um sakarefnið og má neita að svara einstökum spurningum þar að lútandi. Þetta hlýtur þá að verða sakborningi í vil. Aðrar reglur í kynferðisbrotamálum Þessi saga um bankaránið á sér hliðstæðu í kynferðisbrotamálum. Þar er oftast bara eitt vitni til frásagnar sem í því tilviki er brotaþolinn og sakborningar komast upp með það að reyna að draga úr trúverðugleika þess vitnis og neita svo alfarið sök. Sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik, sem telja má honum í óhag, hvílir á ákæruvaldinu. Oftast nær eru einungis teknar tvær skýrslur í kynferðisbrotamálum. Annars vegar er það brotaþolinn sem tilkynnir ofbeldið og lýsir því í skýrslutöku og hins vegar er það skýrsla sakbornings þar sem hann neitar að hafa beitt ofbeldinu. Skýrslur sakborninga eru oftast nær lygum skreyttar, til þess fallnar að draga úr trúverðugleika brotaþola og síðast en ekki síst útataðar minnisleysi sakbornings um þau atriði sem skipta mestu máli; brotið sjálft. Með aðeins 3,48% sakfellingarhlutfalli í kynferðisbrotamálum þá er þeim óhætt að taka sénsinn á því að komast upp með að nauðga og neita svo fyrir að hafa framið glæpinn. Í íslensku réttarkerfi duga ekki áverkavottorð eða greiningar á áfallastreituröskun. Ekki tekst að saksækja menn sem beita ofbeldinu þrátt fyrir að brotaþolar glími við langvarandi afleiðingar þess ofbeldis sem þau hafa verið beitt. Í íslensku réttarkerfi dugir ekki vitnisburður brotaþola. Hvernig tekst ákæruvaldinu að sanna sekt þegar fyrir liggja tvær skýrslur, ein um atburðinn og ein sem er neitun á atburðinum, þar sem ekkert er sannreynt og saksóknari gætir hlutleysis? Þú er aðeins með brotaþola þegar einstaklingur hefur orðið fyrir broti en með sakborning í kynferðisbrotamáli eru yfirgnæfandi líkur á að um sé að ræða lygara. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Segjum að þú fremjir bankarán. Þaulskipulagt, skilyrðin rétt og þér tekst að fremja hið fullkomna bankarán. Einfaldlega til að eignast meiri pening. Bankaránið tekst, þú kemst undan og telur peningana. Það er bara eitt vandamál; þú skildir eftir þig vitni. Við rannsókn málsins talar lögreglan við vitnið sem greinir frá því að þú ert sá sem framdi bankaránið, vitnið sá það allt gerast. Vitnisburðurinn er skrásettur hjá lögreglu og saksóknari ákveður að gefa út ákæru. Því jú, það var vitni á staðnum sem sá þig ræna bankann. Sem sakborningur í málinu gerir þú allt sem í þínu valdi stendur til að komast upp með ránið. Það gekk jú allt upp fyrir utan þetta eina vitni! Vitnisburðurinn eyðileggur þetta annars fullkomna bankarán og án hans hefði enginn vitað hver ætti í hlut. Þú sem sakborningur í bankaráni neitar sök. Það eru hvort eð er engin sönnunargögn. Eitt vitni getur varla komið manni í fangelsi með því að segja frá því sem það sá? Það eru engin fingraför eða myndbandsupptökur af verknaðnum þannig að hvernig væri hægt að finna þig sekan? Til þess að þú komist upp með bankaránið þarf tvennt að gerast: vitnið þarf að vera talið ótrúverðugt og þú þarft einfaldlega að neita sök. Réttur sakbornings er svo sterkur að rétturinn til að fella ekki á sig sök er rýmri en rétturinn til að tjá sig ekki. Þetta er stjórnarskrárvarinn réttur sakborninga til að ljúga í skýrslutökum og fyrir dómi. Hvernig er þá hægt að sanna að verknaðurinn hafi verið framinn af þér? Vissulega eru peningar týndir og allir vita að þig hafi alltaf langað til að verða ríkari. Er það nóg til að dæma þig fyrir bankarán þegar ekkert liggur fyrir nema einn vitnisburður frá manneskju sem þú hefur sagt vera lygasjúka? Sakborningi er óskylt að svara spurningum varðandi refsiverða hegðun sem honum er gefin að sök. Sakborningur má neita að gefa skýrslu um sakarefnið og má neita að svara einstökum spurningum þar að lútandi. Þetta hlýtur þá að verða sakborningi í vil. Aðrar reglur í kynferðisbrotamálum Þessi saga um bankaránið á sér hliðstæðu í kynferðisbrotamálum. Þar er oftast bara eitt vitni til frásagnar sem í því tilviki er brotaþolinn og sakborningar komast upp með það að reyna að draga úr trúverðugleika þess vitnis og neita svo alfarið sök. Sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik, sem telja má honum í óhag, hvílir á ákæruvaldinu. Oftast nær eru einungis teknar tvær skýrslur í kynferðisbrotamálum. Annars vegar er það brotaþolinn sem tilkynnir ofbeldið og lýsir því í skýrslutöku og hins vegar er það skýrsla sakbornings þar sem hann neitar að hafa beitt ofbeldinu. Skýrslur sakborninga eru oftast nær lygum skreyttar, til þess fallnar að draga úr trúverðugleika brotaþola og síðast en ekki síst útataðar minnisleysi sakbornings um þau atriði sem skipta mestu máli; brotið sjálft. Með aðeins 3,48% sakfellingarhlutfalli í kynferðisbrotamálum þá er þeim óhætt að taka sénsinn á því að komast upp með að nauðga og neita svo fyrir að hafa framið glæpinn. Í íslensku réttarkerfi duga ekki áverkavottorð eða greiningar á áfallastreituröskun. Ekki tekst að saksækja menn sem beita ofbeldinu þrátt fyrir að brotaþolar glími við langvarandi afleiðingar þess ofbeldis sem þau hafa verið beitt. Í íslensku réttarkerfi dugir ekki vitnisburður brotaþola. Hvernig tekst ákæruvaldinu að sanna sekt þegar fyrir liggja tvær skýrslur, ein um atburðinn og ein sem er neitun á atburðinum, þar sem ekkert er sannreynt og saksóknari gætir hlutleysis? Þú er aðeins með brotaþola þegar einstaklingur hefur orðið fyrir broti en með sakborning í kynferðisbrotamáli eru yfirgnæfandi líkur á að um sé að ræða lygara. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun