Fjölskylduparadís Samfylkingarinnar í Reykjavík? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 23. júní 2024 08:00 Um þessar mundir heyrast háværar raddir fjölskyldufólks sem telja samfélagið okkar ekki endurspegla veruleika þar sem flestir foreldrar eru útivinnandi. Aðstæður þessa hóps séu síst hvetjandi til fólksfjölgunar. Þar fara umkvartanir foreldra vegna mikils skorts á dagvistunarúrræðum langhæst. Þótt löggjafinn hafi tekið af skarið nýlega og lengt lögbundinn rétt foreldra til fæðingarorlofs úr samtals níu mánuðum í tólf, hefur framlag sveitarfélaga verið æði misjafnt. Þannig er meðalaldur barna í Reykjavík við inntöku á leikskóla sá hæsti á höfuðborgarsvæðinu. Það er í hróplegu ósamræmi við þá staðreynd að börnum á leikskólaaldri hefur fækkað umtalsvert í Reykjavík á undanförnum áratug. Á sama tíma hefur börnum fjölgað í nágrannasveitarfélögunum. Fjölskyldufólk virðist, skiljanlega, velja búsetu utan Reykjavíkurborgar. Þrátt fyrir það eykst dagvistunarvandinn í Reykjavík. Það er því grátbroslegt að hlusta á þingmenn Samfylkingarinnar gagnrýna að fæðingarorlofsgreiðslur muni ekki hækka nógu hratt eftir að Alþingi samþykkti nú umtalsverða hækkun þeirra. Samfylkingunni þykir ríkisstjórnin og meirihluti Alþingi ekki byggja hér upp nógu barnvænt samfélag. Margur heldur mig sig. Það er gott að langþreyttir foreldrar láti í sér heyra og haldi okkur stjórnmálamönnunum við efnið. Og þótt mikilvæg skref hafi verið stigin má áfram gera betur. Það væri hins vegar óskandi að Samfylkingin, sem hefur stýrt Reykjavíkurborg næstum óslitið í 30 ár, myndi hlusta. Langstærsta áhyggjuefni ungbarnaforeldra snúa enda að dagvistunarmálum. Og það er ekki á dagskrá að setja á fót ríkisleikskóla Íslands í Reykjavík. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir heyrast háværar raddir fjölskyldufólks sem telja samfélagið okkar ekki endurspegla veruleika þar sem flestir foreldrar eru útivinnandi. Aðstæður þessa hóps séu síst hvetjandi til fólksfjölgunar. Þar fara umkvartanir foreldra vegna mikils skorts á dagvistunarúrræðum langhæst. Þótt löggjafinn hafi tekið af skarið nýlega og lengt lögbundinn rétt foreldra til fæðingarorlofs úr samtals níu mánuðum í tólf, hefur framlag sveitarfélaga verið æði misjafnt. Þannig er meðalaldur barna í Reykjavík við inntöku á leikskóla sá hæsti á höfuðborgarsvæðinu. Það er í hróplegu ósamræmi við þá staðreynd að börnum á leikskólaaldri hefur fækkað umtalsvert í Reykjavík á undanförnum áratug. Á sama tíma hefur börnum fjölgað í nágrannasveitarfélögunum. Fjölskyldufólk virðist, skiljanlega, velja búsetu utan Reykjavíkurborgar. Þrátt fyrir það eykst dagvistunarvandinn í Reykjavík. Það er því grátbroslegt að hlusta á þingmenn Samfylkingarinnar gagnrýna að fæðingarorlofsgreiðslur muni ekki hækka nógu hratt eftir að Alþingi samþykkti nú umtalsverða hækkun þeirra. Samfylkingunni þykir ríkisstjórnin og meirihluti Alþingi ekki byggja hér upp nógu barnvænt samfélag. Margur heldur mig sig. Það er gott að langþreyttir foreldrar láti í sér heyra og haldi okkur stjórnmálamönnunum við efnið. Og þótt mikilvæg skref hafi verið stigin má áfram gera betur. Það væri hins vegar óskandi að Samfylkingin, sem hefur stýrt Reykjavíkurborg næstum óslitið í 30 ár, myndi hlusta. Langstærsta áhyggjuefni ungbarnaforeldra snúa enda að dagvistunarmálum. Og það er ekki á dagskrá að setja á fót ríkisleikskóla Íslands í Reykjavík. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun