Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. júlí 2024 14:44 Björn Brynjúlfur Björnsson (fyrir miðju) er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs sem hefur birt færslu þar sem gagnrýni Ásmundar Einars Daðasonar menntamálaráðherra (til hægri) og Magnúsar Þórs Jónssonar, formanns Kennarasambands Íslands (til vinstri) er svarað. Vísir/Viðskiptaráð Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. Um helgina var greint frá sjónarmiðum Viðskiptaráðs Íslands um fyrirhugaðar breytingar á lögum um grunnskóla. Þar kom fram að ráðið vildi að samræmd próf yrðu tekin upp að nýju og látin gilda inn í framhaldsskóla. Einnig sagði ráðið að Kennarasambandið hefði leitt málaflokkinn í öngstræti. Anton Már Gylfason, stjórnarmaður í Kennarasambandinu sagði í viðtali við fréttastofu að hugmyndir Viðskiptaráðs byggðu á gamaldags hugmyndum. Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, sagðist í viðtali við Rúv vera ósammála umsögn ráðsins og furðaði sig á stöðumatsprófi sem lagt hefur verið fyrir nýnema Verzlunarskólans undanfarin ár. Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra sagði málflutning Viðskiptaráðs, um starfsfólk menntakerfisins óásættanlegan og hjákátlegan. Einnig sagði Ásmundur að innleiðing nýs samræmds matsækis væri þegar hafin og hún hefði verið unnin í nánu samstarfi við fólk sem ynni með börnum. Í færslu sem birtist í dag fagnaði Viðskiptaráð umræðu um umsögnina en lýsti yfir vonbrigðum með viðbrögð menntamálaráðherra og formanns KÍ. Vegna ummæla þeirra vill ráðið koma þremur atriðum á framfæri. Segjast ekki krefjast eins samræmds prófs Viðskiptaráð segir ólíkt því sem formaður KÍ segi hafi ráðið hvergi talað fyrir einu prófi í samræmdu námsmati. Ráðið sé fylgjandi því að námsmat sé þróað og bætt í takti við það sem best tíðkast í skólastarfi, það geti til dæmis verið í formi fleiri og styttri prófa. „Tillögur Viðskiptaráðs um áframhaldandi samræmd próf byggja á sjónarmiðum um jafnræði grunnskólabarna óháð búsetu og umbótum í skólastarfi. Það eru tímalaus gildi sem verða aldrei úrelt,“ segir í færslunni. Misræmi í einkunnagjöf og einkunnaverðbólga Þá segir ráðið að afstaða formanns KÍ um að misræmis gæti ekki í einkunnagjöf grunnskóla stangist á við niðurstöður rannsókna menntamálayfirvalda. Ráðið vísar í tvær rannsóknir Menntamálastofnunar sér til stuðnings. Rannsókn Menntamálastofnunar á misræmi í einkunnagjöf grunnskóla frá árinu 2022 hafi leitt í ljós að 35 prósent nemenda búi við að skólaeinkunn þeirra sé „líklega umtalsvert lægri eða hærri en hefði verið í öðrum skóla.“ Í annarri rannsókn stofnunarinnar segir að breytingar á einkunnakvarða frá númerum yfir í bókstafi hafi ekki náð að vinda ofan af síhækkandi meðaleinkunnum. Ráðið segir misræmi í einkunnagjöf og einkunnaverðbólga alvarlegan vanda í íslensku grunnskólakerfi og að fyrsta skrefið í lausn á vandanum sé að viðurkenna tilvist hans. „Vonandi stígur formaður Kennarasamband Íslands það skref fyrr en síðar,“ segir svo í færslunni Tillögur ráðsins myndu bæta starfsumhverfi Viðskiptaráð hafnar því að tillögur ráðsins feli í sér gagnrýni á störf kennara og annars starfsfólks menntakerfisins. Þá lýsir ráðið yfir vonbrigðum með tilraun ráðherra til að skauta umræðu um menntun. Ráðið segir að ákall um að árangur af grunnskólastarfi sé mældur með samræmdum hætti feli ekki í sér gagnrýni á störf kennara. Tillögur ráðsins myndu þvert á móti bæta starfsumhverfi kennara, auka traust og gagnsæi í skólastarfi og draga úr þrýstingi af hálfu foreldra þegar kemur að einkunnagjöf. Að lokum leggur ráðið fram þrjár tillögur sem muni tryggja mælingar á árangri grunnskólakerfisins, veita grunnskólum aðhald og umbótaverkfæri og tryggja börnum jafnræði til náms að nýju. Þær eru: Hætt verði við áform um endanlegt afnám samræmdra prófa. Niðurstöður samræmdra prófa og PISA-mælinga verði birtar opinberlega niður á einstaka skóla til að tryggja jafnræði og umbætur þegar kemur að námsárangri. Framhaldsskólum verði frjálst að nota samræmd próf eða inntökupróf til að tryggja jafnræði meðal umsækjenda um skólavist. Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Um helgina var greint frá sjónarmiðum Viðskiptaráðs Íslands um fyrirhugaðar breytingar á lögum um grunnskóla. Þar kom fram að ráðið vildi að samræmd próf yrðu tekin upp að nýju og látin gilda inn í framhaldsskóla. Einnig sagði ráðið að Kennarasambandið hefði leitt málaflokkinn í öngstræti. Anton Már Gylfason, stjórnarmaður í Kennarasambandinu sagði í viðtali við fréttastofu að hugmyndir Viðskiptaráðs byggðu á gamaldags hugmyndum. Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, sagðist í viðtali við Rúv vera ósammála umsögn ráðsins og furðaði sig á stöðumatsprófi sem lagt hefur verið fyrir nýnema Verzlunarskólans undanfarin ár. Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra sagði málflutning Viðskiptaráðs, um starfsfólk menntakerfisins óásættanlegan og hjákátlegan. Einnig sagði Ásmundur að innleiðing nýs samræmds matsækis væri þegar hafin og hún hefði verið unnin í nánu samstarfi við fólk sem ynni með börnum. Í færslu sem birtist í dag fagnaði Viðskiptaráð umræðu um umsögnina en lýsti yfir vonbrigðum með viðbrögð menntamálaráðherra og formanns KÍ. Vegna ummæla þeirra vill ráðið koma þremur atriðum á framfæri. Segjast ekki krefjast eins samræmds prófs Viðskiptaráð segir ólíkt því sem formaður KÍ segi hafi ráðið hvergi talað fyrir einu prófi í samræmdu námsmati. Ráðið sé fylgjandi því að námsmat sé þróað og bætt í takti við það sem best tíðkast í skólastarfi, það geti til dæmis verið í formi fleiri og styttri prófa. „Tillögur Viðskiptaráðs um áframhaldandi samræmd próf byggja á sjónarmiðum um jafnræði grunnskólabarna óháð búsetu og umbótum í skólastarfi. Það eru tímalaus gildi sem verða aldrei úrelt,“ segir í færslunni. Misræmi í einkunnagjöf og einkunnaverðbólga Þá segir ráðið að afstaða formanns KÍ um að misræmis gæti ekki í einkunnagjöf grunnskóla stangist á við niðurstöður rannsókna menntamálayfirvalda. Ráðið vísar í tvær rannsóknir Menntamálastofnunar sér til stuðnings. Rannsókn Menntamálastofnunar á misræmi í einkunnagjöf grunnskóla frá árinu 2022 hafi leitt í ljós að 35 prósent nemenda búi við að skólaeinkunn þeirra sé „líklega umtalsvert lægri eða hærri en hefði verið í öðrum skóla.“ Í annarri rannsókn stofnunarinnar segir að breytingar á einkunnakvarða frá númerum yfir í bókstafi hafi ekki náð að vinda ofan af síhækkandi meðaleinkunnum. Ráðið segir misræmi í einkunnagjöf og einkunnaverðbólga alvarlegan vanda í íslensku grunnskólakerfi og að fyrsta skrefið í lausn á vandanum sé að viðurkenna tilvist hans. „Vonandi stígur formaður Kennarasamband Íslands það skref fyrr en síðar,“ segir svo í færslunni Tillögur ráðsins myndu bæta starfsumhverfi Viðskiptaráð hafnar því að tillögur ráðsins feli í sér gagnrýni á störf kennara og annars starfsfólks menntakerfisins. Þá lýsir ráðið yfir vonbrigðum með tilraun ráðherra til að skauta umræðu um menntun. Ráðið segir að ákall um að árangur af grunnskólastarfi sé mældur með samræmdum hætti feli ekki í sér gagnrýni á störf kennara. Tillögur ráðsins myndu þvert á móti bæta starfsumhverfi kennara, auka traust og gagnsæi í skólastarfi og draga úr þrýstingi af hálfu foreldra þegar kemur að einkunnagjöf. Að lokum leggur ráðið fram þrjár tillögur sem muni tryggja mælingar á árangri grunnskólakerfisins, veita grunnskólum aðhald og umbótaverkfæri og tryggja börnum jafnræði til náms að nýju. Þær eru: Hætt verði við áform um endanlegt afnám samræmdra prófa. Niðurstöður samræmdra prófa og PISA-mælinga verði birtar opinberlega niður á einstaka skóla til að tryggja jafnræði og umbætur þegar kemur að námsárangri. Framhaldsskólum verði frjálst að nota samræmd próf eða inntökupróf til að tryggja jafnræði meðal umsækjenda um skólavist.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira