„Komin í hóp fullorðnu félaganna“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. ágúst 2024 14:20 Einar Örn Ólafsson, forstjóri félagsins, segir skráningu Play á aðalmarkað marka tímamót í sögu félagsins. Mynd/Kauphöll Íslands Viðskipti með hlutabréf í flugfélaginu Play á aðalmarkaði í Kauphöll hófust í morgun. Forstjóri félagsins segir skráningu þess á aðalmarkað vera þroskamerki fyrir félagið. Breytingar verða gerðar á leiðakerfi félagsins í haust sem fela meðal annars í sér fækkun ferða til Ameríku. Fram kom í afkomutilkynningu frá Play í febrúar að undirbúningur við að skrá félagið í Kauphöllina væri hafin. Ráðgert væri að yfirfærslan gæti átt sér stað á fyrri helmingi ársins. Það náðist ekki en skráning flugfélagsins Play á aðalmarkað Kauphallar varð að veruleika í morgun. Félagið hefur verið skráð á First North markaðinn en munurinn á First North og aðalmarkaði liggur meðal annars í regluverkinu, en meiri kröfur eru gerðar til félaga á Aðalmarkað. First North er ætlaður minni og meðalstórum fyrirtækjum en fyrirtæki á Aðalmarkaði þurfa að hafa að minnsta kosti þriggja ára rekstrarsögu og gerð er krafa um dreifðara eignarhald. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir skráningu á aðalmarkað marka tímamót í sögu félagsins. „Félagið hefur svo sem verið skráð á markað og löngum hagað sér eins og við værum kannski á stærri markaði en First North. En þetta er þó framfaraskref, það eru meiri kröfur gerðar til okkar á aðalmarkaðnum og við erum þá komin í hóp þessara fullorðnu félaga sem eru einmitt á aðalmarkaðnum og erum ekki lengur í þessum byrjunarfasa sem við höfum verið í síðustu þrjú árin. Þannig það má segja að þetta sé einhvers konar þroskamerki,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Skráningu á aðalmarkað fylgi auknar kröfur sem feli í sér aukna vernd fyrir hluthafa. Þá hefur hann væntingar um að þessi skráning verði til þess að fleiri fjárfestar komi að borðinu. „Mögulega eru einhverjir fjárfestar sem ekki hafa viljað eða getað verið með okkur þegar við höfum verið á þessum minni markaði sem að sjá ástæðu til að endurskoða það núna þegar við erum komin á aðalmarkað,“ segir Einar. Fækka ferðum vestur um haf Play tapaði rúmum milljarði króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs en Einar Örn segir stöðu flugfélagsins engu að síður trausta. Þegar hafi verið gripið til ýmissa aðgerða með það fyrir augum að draga úr rekstrarkostnaði. Meðal annars eru breytingar á leiðakerfi fyrirhugaðar í haust. „Félagið hefur auðvitað verið í vaxtarfasa síðustu árin og nú er komið að aðeins meiri stöðugleika hjá okkur og við erum alltaf að skoða hvaða leiðir ganga best og hvaða leiðir ganga verr hjá okkur. Núna undanfarið höfum við séð töluvert mikið framboð á Atlantshafinu þannig að það sem við höfum ákveðið að gera frá og með haustinu er að draga aðeins úr umsvifum okkar á Atlantshafinu en auka þá frekar umsvifin til sólarlanda eða í áttina að Miðjarðarhafinu. Það er áhersla sem við erum aðeins að breyta,“ segir Einar. „Svo erum við auðvitað alltaf að leita leiða til að draga úr kostnaði við rekstur félagsins og núna þegar hinn öri vöxtur er að nokkru leyti að baki þá hefur gefist talsvert ráðrúm til þess að rýna betur í reksturinn og við erum að ná alls konar kostnaðarliðum niður, færa þá til betri vegar,“ segir Einar. Play Kauphöllin Fréttir af flugi Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Fram kom í afkomutilkynningu frá Play í febrúar að undirbúningur við að skrá félagið í Kauphöllina væri hafin. Ráðgert væri að yfirfærslan gæti átt sér stað á fyrri helmingi ársins. Það náðist ekki en skráning flugfélagsins Play á aðalmarkað Kauphallar varð að veruleika í morgun. Félagið hefur verið skráð á First North markaðinn en munurinn á First North og aðalmarkaði liggur meðal annars í regluverkinu, en meiri kröfur eru gerðar til félaga á Aðalmarkað. First North er ætlaður minni og meðalstórum fyrirtækjum en fyrirtæki á Aðalmarkaði þurfa að hafa að minnsta kosti þriggja ára rekstrarsögu og gerð er krafa um dreifðara eignarhald. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir skráningu á aðalmarkað marka tímamót í sögu félagsins. „Félagið hefur svo sem verið skráð á markað og löngum hagað sér eins og við værum kannski á stærri markaði en First North. En þetta er þó framfaraskref, það eru meiri kröfur gerðar til okkar á aðalmarkaðnum og við erum þá komin í hóp þessara fullorðnu félaga sem eru einmitt á aðalmarkaðnum og erum ekki lengur í þessum byrjunarfasa sem við höfum verið í síðustu þrjú árin. Þannig það má segja að þetta sé einhvers konar þroskamerki,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Skráningu á aðalmarkað fylgi auknar kröfur sem feli í sér aukna vernd fyrir hluthafa. Þá hefur hann væntingar um að þessi skráning verði til þess að fleiri fjárfestar komi að borðinu. „Mögulega eru einhverjir fjárfestar sem ekki hafa viljað eða getað verið með okkur þegar við höfum verið á þessum minni markaði sem að sjá ástæðu til að endurskoða það núna þegar við erum komin á aðalmarkað,“ segir Einar. Fækka ferðum vestur um haf Play tapaði rúmum milljarði króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs en Einar Örn segir stöðu flugfélagsins engu að síður trausta. Þegar hafi verið gripið til ýmissa aðgerða með það fyrir augum að draga úr rekstrarkostnaði. Meðal annars eru breytingar á leiðakerfi fyrirhugaðar í haust. „Félagið hefur auðvitað verið í vaxtarfasa síðustu árin og nú er komið að aðeins meiri stöðugleika hjá okkur og við erum alltaf að skoða hvaða leiðir ganga best og hvaða leiðir ganga verr hjá okkur. Núna undanfarið höfum við séð töluvert mikið framboð á Atlantshafinu þannig að það sem við höfum ákveðið að gera frá og með haustinu er að draga aðeins úr umsvifum okkar á Atlantshafinu en auka þá frekar umsvifin til sólarlanda eða í áttina að Miðjarðarhafinu. Það er áhersla sem við erum aðeins að breyta,“ segir Einar. „Svo erum við auðvitað alltaf að leita leiða til að draga úr kostnaði við rekstur félagsins og núna þegar hinn öri vöxtur er að nokkru leyti að baki þá hefur gefist talsvert ráðrúm til þess að rýna betur í reksturinn og við erum að ná alls konar kostnaðarliðum niður, færa þá til betri vegar,“ segir Einar.
Play Kauphöllin Fréttir af flugi Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira