ADHD og Sköpunargáfa: Leyndarmál Skapandi Framfara: Steindór Þórarinsson skrifar 18. ágúst 2024 18:31 Eftir að hafa lært um mitt ADHD og farið í gegnum tveggja ára sjálfsrannsókn, lestri og endurmati á mínu eigin lífi eftir mörguar áskoranir en líka sigrana, hef ég orðið var við tilhneigingu til að einblína á erfiðleikana sem fylgja ADHD. En það eru líka óneitanlega kostir sem fylgja þessari röskun, sérstaklega þegar kemur að sköpunarkrafti. Í þessari grein vil ég skoða hvernig ADHD og sköpunargáfa geta tengst og mögulega leiða til skapandi framfara. Sem einhver sem hefur starfað mikið með tónlistarfólki, sem matreiðslumaður og grafískur hönnuður, hef ég upplifað frá fyrstu hendi hvernig þessi eiginleiki hefur ómeðvitað hjálpað mér. Nú er ég í stakk búinn til að beisla þessa orku og sköpunarkraft til góðra verka. Svona þar sem mikið af fréttum og umræðu í samfélaginu er gríðarlega neikveitt alltaf, að þá langar mig að koma með eitthvað jákvætt inni í samtalið. „Creative powers are like a burst water pipe, they flow with a force that refuses to be confined,” Maya Angelou Óhefðbundin hugsun: Blessun í dulargervi Fólk með ADHD býr oft yfir sérstökum hæfileikum til að tengja hugmyndir á óvenjulegar og nýstárlegar leiðir. Þessi hæfileiki getur verið kraftmikill í listum, tónlist, ritstörfum og öðrum skapandi greinum einnig hjálpar þetta frumkvöðlum að finna lausnir og hugsa útfyrir kassann, þar sem óhefðbundnar nálganir og nýjar hugmyndir eru eftirsóknarverðar. Þekkt dæmi um skapandi einstaklinga með ADHD eru m.a. Billie Eilish, Emma Watson, Justin Timberlake og Dave Grhol, sem öll hafa talað opinskátt um sitt ADHD og hvernig þau nýta sér þennan eiginleika í sínu starfi. Hvernig ADHD styður við sköpunargáfu Sköpunarkraftur krefst frelsis til að leika sér með hugmyndir sem er eitthvað sem fólk með ADHD gerir náttúrulega. Tenging hugmynda á frjálslegan hátt, sem er einkennandi fyrir ADHD, gerir það að verkum að einstaklingar geta oft komið fram með nýjar og óvenjulegar lausnir á flóknum vandamálum. Þessi eiginleiki getur verið gríðarlega gagnlegur í skapandi ferlum, þar sem hröð framleiðsla og snögg þróun hugmynda geta skipt sköpum. „Fólk með ADHD býr yfir sérstökum sköpunargáfum vegna þess hvernig þeirra hugur hoppar frá einu til annars. Þar liggja falin tækifæri til að sjá heiminn öðruvísi," ADHD Pabbi Skapandi aðferðir: Nýta styrkleika ADHDFjölmargir aðferðafræðingar og sérfræðingar hafa þróað aðferðir til að hjálpa einstaklingum með ADHD að beisla sinn sköpunarkraft. Megináherslan er á að þróa meðvitund um eigin hugsunarhátt og aðferðir, stýra orku á uppbyggilegan hátt og finna leiðir til að viðhalda sköpunargleði. Til dæmis, með því að beita skapandi markþjálfun er hægt að hjálpa skjólstæðingum að læra að nýta orku sína og skapandi hæfileika á árangursríkan hátt. „Discovery consists of seeing what everybody has seen and thinking what nobody has thought, " Albert Szent-Györgyi Dæmi um Sköpunarkraft með ADHD Skapandi einstaklingar með ADHD eru oft í fararbroddi nýsköpunar. Skáldið og leikarinn Howie Mandel, sem hefur ADHD, hefur nýtt sér sína einstöku hæfileika til að skapa einstakar og eftirminnilegar framkomur á sviði og í sjónvarpi. Hans geta til að flæða á milli hugmynda og aðlaga sig hratt að nýjum aðstæðum hefur hjálpað honum að vera framarlega í skemmtanaiðnaðinum.„The true sign of intelligence is not knowledge but imagination," Albert Einstein. ADHD Þarf ekki að vera fylgifiskur sem heftir það getur verið kraftmikill drifkraftur sköpunar og nýsköpunar. Með réttri þekkingu og stuðningi geta einstaklingar með ADHD nýtt sér þessa eiginleika til að ná frábærum árangri í listum, tónlist og öðrum skapandi sviðum. Höfundur er markaðsráðgjafi & ICF viðurkenndur markþjálfi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa lært um mitt ADHD og farið í gegnum tveggja ára sjálfsrannsókn, lestri og endurmati á mínu eigin lífi eftir mörguar áskoranir en líka sigrana, hef ég orðið var við tilhneigingu til að einblína á erfiðleikana sem fylgja ADHD. En það eru líka óneitanlega kostir sem fylgja þessari röskun, sérstaklega þegar kemur að sköpunarkrafti. Í þessari grein vil ég skoða hvernig ADHD og sköpunargáfa geta tengst og mögulega leiða til skapandi framfara. Sem einhver sem hefur starfað mikið með tónlistarfólki, sem matreiðslumaður og grafískur hönnuður, hef ég upplifað frá fyrstu hendi hvernig þessi eiginleiki hefur ómeðvitað hjálpað mér. Nú er ég í stakk búinn til að beisla þessa orku og sköpunarkraft til góðra verka. Svona þar sem mikið af fréttum og umræðu í samfélaginu er gríðarlega neikveitt alltaf, að þá langar mig að koma með eitthvað jákvætt inni í samtalið. „Creative powers are like a burst water pipe, they flow with a force that refuses to be confined,” Maya Angelou Óhefðbundin hugsun: Blessun í dulargervi Fólk með ADHD býr oft yfir sérstökum hæfileikum til að tengja hugmyndir á óvenjulegar og nýstárlegar leiðir. Þessi hæfileiki getur verið kraftmikill í listum, tónlist, ritstörfum og öðrum skapandi greinum einnig hjálpar þetta frumkvöðlum að finna lausnir og hugsa útfyrir kassann, þar sem óhefðbundnar nálganir og nýjar hugmyndir eru eftirsóknarverðar. Þekkt dæmi um skapandi einstaklinga með ADHD eru m.a. Billie Eilish, Emma Watson, Justin Timberlake og Dave Grhol, sem öll hafa talað opinskátt um sitt ADHD og hvernig þau nýta sér þennan eiginleika í sínu starfi. Hvernig ADHD styður við sköpunargáfu Sköpunarkraftur krefst frelsis til að leika sér með hugmyndir sem er eitthvað sem fólk með ADHD gerir náttúrulega. Tenging hugmynda á frjálslegan hátt, sem er einkennandi fyrir ADHD, gerir það að verkum að einstaklingar geta oft komið fram með nýjar og óvenjulegar lausnir á flóknum vandamálum. Þessi eiginleiki getur verið gríðarlega gagnlegur í skapandi ferlum, þar sem hröð framleiðsla og snögg þróun hugmynda geta skipt sköpum. „Fólk með ADHD býr yfir sérstökum sköpunargáfum vegna þess hvernig þeirra hugur hoppar frá einu til annars. Þar liggja falin tækifæri til að sjá heiminn öðruvísi," ADHD Pabbi Skapandi aðferðir: Nýta styrkleika ADHDFjölmargir aðferðafræðingar og sérfræðingar hafa þróað aðferðir til að hjálpa einstaklingum með ADHD að beisla sinn sköpunarkraft. Megináherslan er á að þróa meðvitund um eigin hugsunarhátt og aðferðir, stýra orku á uppbyggilegan hátt og finna leiðir til að viðhalda sköpunargleði. Til dæmis, með því að beita skapandi markþjálfun er hægt að hjálpa skjólstæðingum að læra að nýta orku sína og skapandi hæfileika á árangursríkan hátt. „Discovery consists of seeing what everybody has seen and thinking what nobody has thought, " Albert Szent-Györgyi Dæmi um Sköpunarkraft með ADHD Skapandi einstaklingar með ADHD eru oft í fararbroddi nýsköpunar. Skáldið og leikarinn Howie Mandel, sem hefur ADHD, hefur nýtt sér sína einstöku hæfileika til að skapa einstakar og eftirminnilegar framkomur á sviði og í sjónvarpi. Hans geta til að flæða á milli hugmynda og aðlaga sig hratt að nýjum aðstæðum hefur hjálpað honum að vera framarlega í skemmtanaiðnaðinum.„The true sign of intelligence is not knowledge but imagination," Albert Einstein. ADHD Þarf ekki að vera fylgifiskur sem heftir það getur verið kraftmikill drifkraftur sköpunar og nýsköpunar. Með réttri þekkingu og stuðningi geta einstaklingar með ADHD nýtt sér þessa eiginleika til að ná frábærum árangri í listum, tónlist og öðrum skapandi sviðum. Höfundur er markaðsráðgjafi & ICF viðurkenndur markþjálfi
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar