Hvað eiga lýðræði og hátíðarhöld sameiginlegt Bryndís Haraldsdóttir skrifar 19. ágúst 2024 11:01 Á Norðurlöndunum er löng hefð fyrir lýðræðishátíðum, sumarviðburðum þar sem fjöldi fólks kemur saman á fallegum stöðum utan höfuðborganna til að ræða mikilvæg málefni. Elst þessara hátíða er Almedals-vikan sem haldin er á eyjunni Gotlandi í Svíþjóð en hin löndin hafa öll fylgt í kjölfarið. Félagar mínir í pólitíkinni í norrænu löndunum geta ekki látið þessa viðburði fram hjá sér fara, þeir segja að það sé nánast skyldumæting, en það er skemmtileg og góð skylda. Fræðimenn af ýmsum sviðum mæta, frjáls félagasamtök eru áberandi svo og fulltrúar atvinnulífsins, verkalýðsfélaga og fjölmiðla svo og almenningur. Mörg félög, fyrirtæki og stofnanir leggja mikið upp úr því að kynna sig og sínar áherslur á hátíðunum. Haldinn er fjöldi málstofa um margvísleg málefni þar sem reynt er að halda uppi áhugaverðu samtali þar sem öll sjónarmið fá að koma fram. Lögð er áhersla á að áhorfendur geti spurt eða lagt eitthvað inn í samtalið. Rætt er um öryggismál, menntamál, heilbrigðismál, umhverfismál og margt fleira. Norðurlandaráð og norræn samvinna áberandi á lýðræðishátíðum Í hlutverki mínu sem forseti Norðurlandaráðs skrapp ég til Noregs í síðustu viku til að sækja norsku lýðræðisvikuna sem haldin er í borginni Arendal. Norrænt samstarf er áberandi á þessari sem og öðrum norrænum lýðræðishátíðum. Í norræna tjaldinu er haldinn fjöldi viðburða þar sem rætt er um norrænt samstarf á hinum ýmsu sviðum. Ég tók þátt í nokkrum málstofum þar og ræddi þá áherslur okkar á formennskuári Íslands í Norðurlandaráði. Meginþema formennskuáætlunar okkar er friður og öryggi á norðurslóðum. Ég tók líka þátt í málstofum á vegum annara þar sem meðal annars var rætt um sjálfbær fæðukerfi, öryggis- og varnarmál og stöðuna í Úkraínu. Fyrr í sumar heimsótti ég sams konar hátíð í Lettlandi, en Eystrasaltsríkin hafa öll tekið upp þessa norrænu hefð. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar og varaforseti Norðurlandaráðs, heimsótti jafnframt dönsku lýðræðishátíðina á Borgundarhólm í júní. Norræna gullið Norrænu ríkin eru í fremstu röð í heiminum á mörgum sviðum. Lýðræði er yfirleitt talið heilbrigt og öruggt í þessum ríkjum en það er því miður ekki staðan alstaðar í heiminum í dag. Eitt af því sem einkennir Norðurlöndin er almennt traust í samfélaginu og vilja margir meina að einmitt það sé grunnur að öflugu og virku lýðræði. Þetta traust hefur verið nefnt „norræna gullið“. Við þurfum að standa vörð um þessa verðmætu eign okkar vegna þess að því miður eru víða öfl sem vilja skemma dýrgripi á borð við samfélagslegt traust, lýðræði og réttarríkið. Atburðir síðustu missera hafa minnt okkur á að við þurfum stöðugt að vera vakandi fyrir þessum öflum. Stríðsátök, falsfréttir og sundrung ógna lýðræðinu. En til að byggja upp traust og viðhalda trausti þarf samtal og virðingu fyrir sjónarmiðum annara. Lýðræðishátíðir fanga einmitt þetta. Á Íslandi hafa verið gerðar tilraunir til að innleiða slíkar hátíðir en því miður höfum við ekki náð sama árangri og nágrannar okkar á Norðurlöndum. Ég tel okkur geta lært af þeim og að full ástæða sé til að leggja meira upp úr slíkum samkomum til ná utan um öflugt og gott samtal um hin ýmsu samfélagsmál. Eitt af því sem einkennir allar þessar norrænu hátíðir er að þær eru ekki haldnar í höfuðborgunum, þær taka yfir nokkra daga og samtalið er bæði formlegt og óformlegt, á alvarlegu nótunum og á gamansömum nótum, en alltaf er undirliggjandi djúp virðing fyrir skoðunum og sjónarmiðum annarra og fyrir lýðræðinu. Höfundur er forseti Norðurlandaráðs og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Á Norðurlöndunum er löng hefð fyrir lýðræðishátíðum, sumarviðburðum þar sem fjöldi fólks kemur saman á fallegum stöðum utan höfuðborganna til að ræða mikilvæg málefni. Elst þessara hátíða er Almedals-vikan sem haldin er á eyjunni Gotlandi í Svíþjóð en hin löndin hafa öll fylgt í kjölfarið. Félagar mínir í pólitíkinni í norrænu löndunum geta ekki látið þessa viðburði fram hjá sér fara, þeir segja að það sé nánast skyldumæting, en það er skemmtileg og góð skylda. Fræðimenn af ýmsum sviðum mæta, frjáls félagasamtök eru áberandi svo og fulltrúar atvinnulífsins, verkalýðsfélaga og fjölmiðla svo og almenningur. Mörg félög, fyrirtæki og stofnanir leggja mikið upp úr því að kynna sig og sínar áherslur á hátíðunum. Haldinn er fjöldi málstofa um margvísleg málefni þar sem reynt er að halda uppi áhugaverðu samtali þar sem öll sjónarmið fá að koma fram. Lögð er áhersla á að áhorfendur geti spurt eða lagt eitthvað inn í samtalið. Rætt er um öryggismál, menntamál, heilbrigðismál, umhverfismál og margt fleira. Norðurlandaráð og norræn samvinna áberandi á lýðræðishátíðum Í hlutverki mínu sem forseti Norðurlandaráðs skrapp ég til Noregs í síðustu viku til að sækja norsku lýðræðisvikuna sem haldin er í borginni Arendal. Norrænt samstarf er áberandi á þessari sem og öðrum norrænum lýðræðishátíðum. Í norræna tjaldinu er haldinn fjöldi viðburða þar sem rætt er um norrænt samstarf á hinum ýmsu sviðum. Ég tók þátt í nokkrum málstofum þar og ræddi þá áherslur okkar á formennskuári Íslands í Norðurlandaráði. Meginþema formennskuáætlunar okkar er friður og öryggi á norðurslóðum. Ég tók líka þátt í málstofum á vegum annara þar sem meðal annars var rætt um sjálfbær fæðukerfi, öryggis- og varnarmál og stöðuna í Úkraínu. Fyrr í sumar heimsótti ég sams konar hátíð í Lettlandi, en Eystrasaltsríkin hafa öll tekið upp þessa norrænu hefð. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar og varaforseti Norðurlandaráðs, heimsótti jafnframt dönsku lýðræðishátíðina á Borgundarhólm í júní. Norræna gullið Norrænu ríkin eru í fremstu röð í heiminum á mörgum sviðum. Lýðræði er yfirleitt talið heilbrigt og öruggt í þessum ríkjum en það er því miður ekki staðan alstaðar í heiminum í dag. Eitt af því sem einkennir Norðurlöndin er almennt traust í samfélaginu og vilja margir meina að einmitt það sé grunnur að öflugu og virku lýðræði. Þetta traust hefur verið nefnt „norræna gullið“. Við þurfum að standa vörð um þessa verðmætu eign okkar vegna þess að því miður eru víða öfl sem vilja skemma dýrgripi á borð við samfélagslegt traust, lýðræði og réttarríkið. Atburðir síðustu missera hafa minnt okkur á að við þurfum stöðugt að vera vakandi fyrir þessum öflum. Stríðsátök, falsfréttir og sundrung ógna lýðræðinu. En til að byggja upp traust og viðhalda trausti þarf samtal og virðingu fyrir sjónarmiðum annara. Lýðræðishátíðir fanga einmitt þetta. Á Íslandi hafa verið gerðar tilraunir til að innleiða slíkar hátíðir en því miður höfum við ekki náð sama árangri og nágrannar okkar á Norðurlöndum. Ég tel okkur geta lært af þeim og að full ástæða sé til að leggja meira upp úr slíkum samkomum til ná utan um öflugt og gott samtal um hin ýmsu samfélagsmál. Eitt af því sem einkennir allar þessar norrænu hátíðir er að þær eru ekki haldnar í höfuðborgunum, þær taka yfir nokkra daga og samtalið er bæði formlegt og óformlegt, á alvarlegu nótunum og á gamansömum nótum, en alltaf er undirliggjandi djúp virðing fyrir skoðunum og sjónarmiðum annarra og fyrir lýðræðinu. Höfundur er forseti Norðurlandaráðs og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun