Best í heimi? Kristín Björnsdóttir skrifar 2. september 2024 14:00 Í skólastarfi er mikið um alls kyns álitamál. Reyndar svo mikið að á köflum getur það reynst yfirþyrmandi. Ýmsir aðilar takast opinberlega á um skólamálin með kröfur um árangur á fjölbreyttum sviðum. Stjórnmálamenn, fræðingar, spekúlantar og sjálfskipaðir sérfræðingar. Við viljum skora hátt á matslistum og í alþjóðlegum könnunum. Við viljum vera best. En hvernig getum við skorað hátt og orðið best? Hvernig getum við komist á þann stað að samræmdu mælingarnar séu okkur í hag? Hérlendis verður enginn fagmenntaður grunnskólakennari án þess að ganga í gegnum fimm ára háskólanám sem skilar meistaragráðu í fræðunum. Grunnskólakennarar eru vel menntaðir og þeir eru sérfræðingar í kennslu. Einhverra hluta vegna skila þessir vel menntuðu grunnskólakennarar sér ekki til starfa í grunnskólunum. Staðan er sú að grunnskólakennarar fást ekki til starfa og mörg dæmi eru um það að enginn sæki um auglýstar stöður kennara. Þessi alvarlega staða hefur bein áhrif á fagmennsku í skólastarfi og gæði þess. Til að bæta gráu ofan á svart þá er íslenskt námsefni úrelt að miklu leyti og hefur endurnýjun og útgáfu nýs efnis verið verulega ábótavant í mörg ár. Þá er vel við hæfi að velta upp þeirri spurningu hvort starfsaðstæður kennara geri þeim raunverulega kleift að bjóða nemendum upp á bestu mögulegu menntun og hífa okkur upp á fyrrnefndum matslistum og könnunum. Hvað heldur þú? Lesandi góður, þú þarft að gera upp við þig hvað þú vilt bjóða barninu þínu, barnabarninu eða börnum annarra upp á. Íslenskt samfélag þarf að sameinast í því að fjárfesta í kennurum og skapa þeim viðunandi starfsaðstæður til framtíðar. Þá fyrst eigum við möguleika á að verða best í heimi. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í skólastarfi er mikið um alls kyns álitamál. Reyndar svo mikið að á köflum getur það reynst yfirþyrmandi. Ýmsir aðilar takast opinberlega á um skólamálin með kröfur um árangur á fjölbreyttum sviðum. Stjórnmálamenn, fræðingar, spekúlantar og sjálfskipaðir sérfræðingar. Við viljum skora hátt á matslistum og í alþjóðlegum könnunum. Við viljum vera best. En hvernig getum við skorað hátt og orðið best? Hvernig getum við komist á þann stað að samræmdu mælingarnar séu okkur í hag? Hérlendis verður enginn fagmenntaður grunnskólakennari án þess að ganga í gegnum fimm ára háskólanám sem skilar meistaragráðu í fræðunum. Grunnskólakennarar eru vel menntaðir og þeir eru sérfræðingar í kennslu. Einhverra hluta vegna skila þessir vel menntuðu grunnskólakennarar sér ekki til starfa í grunnskólunum. Staðan er sú að grunnskólakennarar fást ekki til starfa og mörg dæmi eru um það að enginn sæki um auglýstar stöður kennara. Þessi alvarlega staða hefur bein áhrif á fagmennsku í skólastarfi og gæði þess. Til að bæta gráu ofan á svart þá er íslenskt námsefni úrelt að miklu leyti og hefur endurnýjun og útgáfu nýs efnis verið verulega ábótavant í mörg ár. Þá er vel við hæfi að velta upp þeirri spurningu hvort starfsaðstæður kennara geri þeim raunverulega kleift að bjóða nemendum upp á bestu mögulegu menntun og hífa okkur upp á fyrrnefndum matslistum og könnunum. Hvað heldur þú? Lesandi góður, þú þarft að gera upp við þig hvað þú vilt bjóða barninu þínu, barnabarninu eða börnum annarra upp á. Íslenskt samfélag þarf að sameinast í því að fjárfesta í kennurum og skapa þeim viðunandi starfsaðstæður til framtíðar. Þá fyrst eigum við möguleika á að verða best í heimi. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar