Kópavogsmódelið er ekki rétta leiðin Tatjana Latinovic skrifar 3. september 2024 10:03 Dagvistunarmál eru samofin kynjajafnréttisbaráttu. Atvinnuþátttaka kvenna er grundvöllur fyrir fjárhagslegu sjálfstæði þeirra og er einnig forsenda vaxandi hagvaxtar á Norðurlöndum skv. OECD. Góð dagvistunarúrræði á verði sem venjulegt fólk ræður við er forsenda þess að konur taki í raunverulegu mæli þátt í atvinnulífinu. Uppbygging leikskólakerfis á Íslandi hófst á áttunda áratugnum með tvíþætt markmið – að veita börnum bestu mögulegu uppvaxtarskilyrði og að tryggja báðum foreldrum möguleika til þátttöku á vinnumarkaði. Það er þess vegna sem dagvistunarúrræði eru mikilvægt jafnréttistól og allar breytingar á þeim ber því að skoða sérstaklega vel með tilliti til mismunandi áhrifa á kynin. Kópavogsmódelið Kópavogsbær gerði viðamiklar breytingar í leikskólamálum sl. haust sem snúast aðallega um það að draga úr vistunartíma barna með gjaldskrárhækkunum og auknum lokunum. Þetta er að sögn til að bregðast við ófremdarástandi á leikskólum bæjarins þar sem mannekla og erfið starfsskilyrði hafa torveldað faglegt leikskólastarf. Stjórn Kvenréttindafélags Íslands styður kjarabaráttu leikskólakennara en telur að til séu aðrar leiðir til að gera leikskóla að eftirsóknarverðum vinnustað en að skerða þjónustu og þannig velta vandanum yfir á foreldra ungra barna. Eftir breytingar samkvæmt hinu svokallaða Kópavogsmódeli hefur formlegum lokunardögum í leikskólaum í Kópavogi fjölgað í 37 daga á ári og fyrir 6,5 klst. vistun þarf nú að greiða sama gjald og fyrir 8,25 klst. í Reykjavík. Fyrir fólk í fullri vinnu með 27 daga sumarfrí og 7,5 klst. vinnudag er ljóst að foreldrar neyðast til að taka að sér hlutastörf, draga úr vinnuframlagi sínu á annan hátt, eða greiða mun hærri gjöld. Jafnréttisvinkilinn vantar Það er því að mati Kvenréttindafélagsins verið að grafa undir ofangreindu sambandi milli dagvistunar og kynjajafnréttis, enda þurfa foreldrar í stöðu þessari ennþá að brúa umönnunarbilið, þó að barnið sé komið á leikskóla. Í skýrslu starfshóps sem breytingar á leikskólamálum í Kópavogi byggir á er ekki minnst einu orði á mæður, konur eða jafnrétti og því ljóst að þær viðamiklu breytingar voru gerðar án þess að rýna þær út frá kynjasjónarmiðum. Íslenskar rannsóknir sýna að konur taka meiri umönnunarbyrði á sig en karlar. Því er raunveruleg hætta á að Kópavogsmódelið leiði til þess að konur minnki aðkomu sína enn frekar að vinnumarkaðnum. Þetta endurspeglast í ályktun miðstjórnar ASÍ frá 2023 þar sem skýrt er tekið fram að breytingar eins og Kópavogsmódelið byggir á hafi neikvæð áhrif á stöðu kynjanna og að með aðgerðunum varpi sveitafélög mannekluvanda leikskóla yfir á foreldra, þá einkum mæður. Þá hefur Kópavogsbær tekið upp heimgreiðslur til þess að brúa umönnunarbilið en þær greiðslur koma verst niður á börnum með innflytjendabakgrunn og mæðrum þeirra. Með þeim er beinlínis verið að búa til hvata til að halda konum frá vinnumarkaði, með tilheyrandi tekjutapi út lífið. „Kópavogsmódelið“ er ekki rétta leiðin Á meðan ekki eru gerðar neinar tilraunir til að jafna byrði sem Kópavogsbær leggur á foreldra með tilliti til kyns, er ljóst að gjaldskrárhækkanir og skerðing á þjónustu leikskóla í Kópavogi sem og heimgreiðslur munu til langs tíma bitna verst á mæðrum og hamla möguleikum þeirra í atvinnulífinu. Fjarvera mæðra af vinnumarkaði dregur úr tekjum, starfsþróunarmöguleikum og lífeyrisréttindum þeirra. Því hafa breytingarnar sem Kópavogsmódelið hefur í för með sér neikvæð áhrif á jafnrétti til langs tíma. Augljóst er að þörf er á samstilltu átaki í dagvistunarmálum og Kópavogsbær er ekki eina sveitarfélagið sem glímir við mönnunarvanda í leikskólum. Svarið er ekki að draga úr þjónustu og velta kostnaði yfir á foreldra, með tilheyrandi auknu álagi á barnafjölskyldur og sér í lagi mæður. Íslensk stjórnvöld þurfa að fara í átak að leiðrétta kjör og bæta starfsumhverfi leikskólastarfsfólks, skapa nýjum foreldrum góð lífsskilyrði og sjá til þess að Ísland haldi áfram að þróast sem jafnréttissamfélag. Kópavogsmódelið er ekki rétta leiðin. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands og skrifar fyrir hönd stjórnar þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tatjana Latinovic Jafnréttismál Kópavogur Leikskólar Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Dagvistunarmál eru samofin kynjajafnréttisbaráttu. Atvinnuþátttaka kvenna er grundvöllur fyrir fjárhagslegu sjálfstæði þeirra og er einnig forsenda vaxandi hagvaxtar á Norðurlöndum skv. OECD. Góð dagvistunarúrræði á verði sem venjulegt fólk ræður við er forsenda þess að konur taki í raunverulegu mæli þátt í atvinnulífinu. Uppbygging leikskólakerfis á Íslandi hófst á áttunda áratugnum með tvíþætt markmið – að veita börnum bestu mögulegu uppvaxtarskilyrði og að tryggja báðum foreldrum möguleika til þátttöku á vinnumarkaði. Það er þess vegna sem dagvistunarúrræði eru mikilvægt jafnréttistól og allar breytingar á þeim ber því að skoða sérstaklega vel með tilliti til mismunandi áhrifa á kynin. Kópavogsmódelið Kópavogsbær gerði viðamiklar breytingar í leikskólamálum sl. haust sem snúast aðallega um það að draga úr vistunartíma barna með gjaldskrárhækkunum og auknum lokunum. Þetta er að sögn til að bregðast við ófremdarástandi á leikskólum bæjarins þar sem mannekla og erfið starfsskilyrði hafa torveldað faglegt leikskólastarf. Stjórn Kvenréttindafélags Íslands styður kjarabaráttu leikskólakennara en telur að til séu aðrar leiðir til að gera leikskóla að eftirsóknarverðum vinnustað en að skerða þjónustu og þannig velta vandanum yfir á foreldra ungra barna. Eftir breytingar samkvæmt hinu svokallaða Kópavogsmódeli hefur formlegum lokunardögum í leikskólaum í Kópavogi fjölgað í 37 daga á ári og fyrir 6,5 klst. vistun þarf nú að greiða sama gjald og fyrir 8,25 klst. í Reykjavík. Fyrir fólk í fullri vinnu með 27 daga sumarfrí og 7,5 klst. vinnudag er ljóst að foreldrar neyðast til að taka að sér hlutastörf, draga úr vinnuframlagi sínu á annan hátt, eða greiða mun hærri gjöld. Jafnréttisvinkilinn vantar Það er því að mati Kvenréttindafélagsins verið að grafa undir ofangreindu sambandi milli dagvistunar og kynjajafnréttis, enda þurfa foreldrar í stöðu þessari ennþá að brúa umönnunarbilið, þó að barnið sé komið á leikskóla. Í skýrslu starfshóps sem breytingar á leikskólamálum í Kópavogi byggir á er ekki minnst einu orði á mæður, konur eða jafnrétti og því ljóst að þær viðamiklu breytingar voru gerðar án þess að rýna þær út frá kynjasjónarmiðum. Íslenskar rannsóknir sýna að konur taka meiri umönnunarbyrði á sig en karlar. Því er raunveruleg hætta á að Kópavogsmódelið leiði til þess að konur minnki aðkomu sína enn frekar að vinnumarkaðnum. Þetta endurspeglast í ályktun miðstjórnar ASÍ frá 2023 þar sem skýrt er tekið fram að breytingar eins og Kópavogsmódelið byggir á hafi neikvæð áhrif á stöðu kynjanna og að með aðgerðunum varpi sveitafélög mannekluvanda leikskóla yfir á foreldra, þá einkum mæður. Þá hefur Kópavogsbær tekið upp heimgreiðslur til þess að brúa umönnunarbilið en þær greiðslur koma verst niður á börnum með innflytjendabakgrunn og mæðrum þeirra. Með þeim er beinlínis verið að búa til hvata til að halda konum frá vinnumarkaði, með tilheyrandi tekjutapi út lífið. „Kópavogsmódelið“ er ekki rétta leiðin Á meðan ekki eru gerðar neinar tilraunir til að jafna byrði sem Kópavogsbær leggur á foreldra með tilliti til kyns, er ljóst að gjaldskrárhækkanir og skerðing á þjónustu leikskóla í Kópavogi sem og heimgreiðslur munu til langs tíma bitna verst á mæðrum og hamla möguleikum þeirra í atvinnulífinu. Fjarvera mæðra af vinnumarkaði dregur úr tekjum, starfsþróunarmöguleikum og lífeyrisréttindum þeirra. Því hafa breytingarnar sem Kópavogsmódelið hefur í för með sér neikvæð áhrif á jafnrétti til langs tíma. Augljóst er að þörf er á samstilltu átaki í dagvistunarmálum og Kópavogsbær er ekki eina sveitarfélagið sem glímir við mönnunarvanda í leikskólum. Svarið er ekki að draga úr þjónustu og velta kostnaði yfir á foreldra, með tilheyrandi auknu álagi á barnafjölskyldur og sér í lagi mæður. Íslensk stjórnvöld þurfa að fara í átak að leiðrétta kjör og bæta starfsumhverfi leikskólastarfsfólks, skapa nýjum foreldrum góð lífsskilyrði og sjá til þess að Ísland haldi áfram að þróast sem jafnréttissamfélag. Kópavogsmódelið er ekki rétta leiðin. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands og skrifar fyrir hönd stjórnar þess.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar