Næringarríkur matur er barnabensín Sæþór Benjamín Randalsson skrifar 4. september 2024 11:02 Við höfum séð svo margar greinar um börnin okkar undanfarið. Sumar harma lélegar niðurstöður úr PISA-könnunum, aðrar snúast um aukið ofbeldi, þar með taldar banvænar hnífaárásir. Enn aðrar snúast um að drengir falli aftur úr á tilteknum sviðum. Það er augljóst að íslenskt samfélag hefur áhyggjur af börnunum sínum og þeim aðstæðum sem þau eru alin upp við. Líkami barna getur ekki þróast, líkamlega eða andlega án viðeigandi næringar. Hún er bókstaflega eldsneytið fyrir huga þeirra og líkama. Jafnvel til skamms tíma mun svangt barn ekki geta haldið athygli meðan á kennslu stendur og mun þess í stað stunda andfélagslega hegðun sem truflar bæði kennarann og aðra nemendur. Slíkt skemmir námsumhverfið fyrir alla. Matur sem er matreiddur á öðrum stað er lakari en matur úr eldhúsi á staðnum. Það þarf að flytja hann, sem skapar aukna umferð, slit á vegum og mengun frá farartækjunum - útblástur frá bensínbílum, bremsuryk og dekkjaagnir myndast, jafnvel þótt bifreiðirnar séu rafknúnar. Hita þarf matinn aftur, sem dregur úr næringarinnihaldi og gerir matinn ólystugri, sem svo aftur gerir börnin ólíklegri til að borða hann. Í óformlegri könnunum sem ég hef séð segja foreldrar sem fá tilbúinn mat frá utanaðkomandi söluaðilum að börnum þeirra líki ekki maturinn og vilji ekki borða hann, öfugt á við þá foreldra barna í skólum sem elda matinn á staðnum, og lýsa síðarnefnd foreldri yfir yfirburðum þesskonar fyrirkomulags. Hvaðan svosem maturinn kemur þá er sami hópur starfsmanna ráðinn til að útbúa matinn. Þegar um útvistun er að ræða fær starfsfólkið lægri laun og hafa lægri kjör í samningum sínum. Þrátt fyrir þetta eru máltíðirnar ekki ódýrari á hvern skammt, því nú er um einkafyrirtæki að ræða sem krefst launa stjórnenda, arðs eigenda fyrir utan flutningskostnað. Það virkar sem leið til að lækka laun verkamannsins á sama tíma og það færir opinbert fé í hendur einkaaðila á meðan gosðsögnin um skilvirkni þessarar aðferðarfræði er básúnuð - klassísk útvistun nýfrjálshyggjunnar. Skólakokkar á staðnum sjá börnin sem þeir elda fyrir, vita beint um ofnæmi kennara og nemenda eða takmörkun á mataræði og þessi beina tenging eykur fjárfestingu beggja aðila. Þetta bætir við óáþreifanlegum gæðum. Matargerð utan staðarins fær ekkert af þeirri tilfinningu, verandi aðskilin með bæði fjarlægð og veggjum, aldrei sjáandi andlit þeirra sem munu neyta matarins. Sósíalistaflokkurinn hefur kynnt nýja ályktun á vettvangi Reykjavíkurborgar. Hún hljóðar svo: Að tryggja næringargildi gjaldfrjálsra skólamáltíða Borgarstjórn samþykkir að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að dregið verði úr næringargildi skólamáltíða og verði það m.a. gert með því að tryggja að skólar með eldhús geti eldað matinn á staðnum. Greinargerð Það er þekkt staðreynd að matur tapar næringargildi sínu, bragði og áferð þegar hann er ofsoðinn, við endurupphitun eða þegar honum er haldið heitum klukkutímum saman og fluttur langar vegalengdir. Til að tryggja gæði matar og næringarinnihald ætti ávallt að elda matinn á staðnum sé þess nokkur kostur og margir skólar hafa nú þegar aðstöðu til þess. Með því að tryggja öllum börnum bestu mögulegu næringu erum við að tryggja þeim ákveðið öryggi, betri námsárangur og meiri möguleika á bjartari framtíð. Við skulum taka á sameiginlegum áhyggjum okkar um börnin okkar og námsumhverfi þeirra. Það er ekki skyndilausn. Við þessar aðstæður bjóðast engar skyndilausnir. Sem dæmi hefyr skólamatur í Bandaríkjunum sigið í gæðum smátt og smátt í gegnum árin. Sú þróun náði hámarki þegar kröfunni um máltíðir var alfarið rutt úr vegi á alríkisstigi undir Joe Biden forseta og Kamölu Harris, varaforseta. Ofbeldi og lítil lestrarfærni bandarísks samfélags haldast hönd í hönd. Við erum nýbúin að fá ókeypis hádegisverð fyrir íslensk börn þökk sé verkalýðsátaki. Við skulum krefjast þess að hádegismaturinn sé í hæsta gæðaflokki og útbúinn á staðnum, ekki fjöldaframleitt mauk sem einkaaðilar græða á án ábyrgðar. Tökum það alvarlega sem hópur og höfum samband við hvern þann stjórnmálaflokk sem við styðjum, sérstaklega núna þegar þau ræsa upp kosningabaráttu sína og halda opna fundi. Nefnið þessi atriði þegar „önnur mál“ eru til umræðu varðandi skólamáltíðir. Hringið eða skifið þingmanni ykkar til að gera slíkt hið sama. Færið efnið á netið og veltið upp þessum atriðum. Þetta eru leiðirnar sem við ættum að nýta af alvöru til þess að bæta samfélagið fyrir börnin okkar. Enda er næringarríkur matur barnabensín. Höfundur starfaði sem matráður á fósturheimilinu í Reykjavík í fimm ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Við höfum séð svo margar greinar um börnin okkar undanfarið. Sumar harma lélegar niðurstöður úr PISA-könnunum, aðrar snúast um aukið ofbeldi, þar með taldar banvænar hnífaárásir. Enn aðrar snúast um að drengir falli aftur úr á tilteknum sviðum. Það er augljóst að íslenskt samfélag hefur áhyggjur af börnunum sínum og þeim aðstæðum sem þau eru alin upp við. Líkami barna getur ekki þróast, líkamlega eða andlega án viðeigandi næringar. Hún er bókstaflega eldsneytið fyrir huga þeirra og líkama. Jafnvel til skamms tíma mun svangt barn ekki geta haldið athygli meðan á kennslu stendur og mun þess í stað stunda andfélagslega hegðun sem truflar bæði kennarann og aðra nemendur. Slíkt skemmir námsumhverfið fyrir alla. Matur sem er matreiddur á öðrum stað er lakari en matur úr eldhúsi á staðnum. Það þarf að flytja hann, sem skapar aukna umferð, slit á vegum og mengun frá farartækjunum - útblástur frá bensínbílum, bremsuryk og dekkjaagnir myndast, jafnvel þótt bifreiðirnar séu rafknúnar. Hita þarf matinn aftur, sem dregur úr næringarinnihaldi og gerir matinn ólystugri, sem svo aftur gerir börnin ólíklegri til að borða hann. Í óformlegri könnunum sem ég hef séð segja foreldrar sem fá tilbúinn mat frá utanaðkomandi söluaðilum að börnum þeirra líki ekki maturinn og vilji ekki borða hann, öfugt á við þá foreldra barna í skólum sem elda matinn á staðnum, og lýsa síðarnefnd foreldri yfir yfirburðum þesskonar fyrirkomulags. Hvaðan svosem maturinn kemur þá er sami hópur starfsmanna ráðinn til að útbúa matinn. Þegar um útvistun er að ræða fær starfsfólkið lægri laun og hafa lægri kjör í samningum sínum. Þrátt fyrir þetta eru máltíðirnar ekki ódýrari á hvern skammt, því nú er um einkafyrirtæki að ræða sem krefst launa stjórnenda, arðs eigenda fyrir utan flutningskostnað. Það virkar sem leið til að lækka laun verkamannsins á sama tíma og það færir opinbert fé í hendur einkaaðila á meðan gosðsögnin um skilvirkni þessarar aðferðarfræði er básúnuð - klassísk útvistun nýfrjálshyggjunnar. Skólakokkar á staðnum sjá börnin sem þeir elda fyrir, vita beint um ofnæmi kennara og nemenda eða takmörkun á mataræði og þessi beina tenging eykur fjárfestingu beggja aðila. Þetta bætir við óáþreifanlegum gæðum. Matargerð utan staðarins fær ekkert af þeirri tilfinningu, verandi aðskilin með bæði fjarlægð og veggjum, aldrei sjáandi andlit þeirra sem munu neyta matarins. Sósíalistaflokkurinn hefur kynnt nýja ályktun á vettvangi Reykjavíkurborgar. Hún hljóðar svo: Að tryggja næringargildi gjaldfrjálsra skólamáltíða Borgarstjórn samþykkir að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að dregið verði úr næringargildi skólamáltíða og verði það m.a. gert með því að tryggja að skólar með eldhús geti eldað matinn á staðnum. Greinargerð Það er þekkt staðreynd að matur tapar næringargildi sínu, bragði og áferð þegar hann er ofsoðinn, við endurupphitun eða þegar honum er haldið heitum klukkutímum saman og fluttur langar vegalengdir. Til að tryggja gæði matar og næringarinnihald ætti ávallt að elda matinn á staðnum sé þess nokkur kostur og margir skólar hafa nú þegar aðstöðu til þess. Með því að tryggja öllum börnum bestu mögulegu næringu erum við að tryggja þeim ákveðið öryggi, betri námsárangur og meiri möguleika á bjartari framtíð. Við skulum taka á sameiginlegum áhyggjum okkar um börnin okkar og námsumhverfi þeirra. Það er ekki skyndilausn. Við þessar aðstæður bjóðast engar skyndilausnir. Sem dæmi hefyr skólamatur í Bandaríkjunum sigið í gæðum smátt og smátt í gegnum árin. Sú þróun náði hámarki þegar kröfunni um máltíðir var alfarið rutt úr vegi á alríkisstigi undir Joe Biden forseta og Kamölu Harris, varaforseta. Ofbeldi og lítil lestrarfærni bandarísks samfélags haldast hönd í hönd. Við erum nýbúin að fá ókeypis hádegisverð fyrir íslensk börn þökk sé verkalýðsátaki. Við skulum krefjast þess að hádegismaturinn sé í hæsta gæðaflokki og útbúinn á staðnum, ekki fjöldaframleitt mauk sem einkaaðilar græða á án ábyrgðar. Tökum það alvarlega sem hópur og höfum samband við hvern þann stjórnmálaflokk sem við styðjum, sérstaklega núna þegar þau ræsa upp kosningabaráttu sína og halda opna fundi. Nefnið þessi atriði þegar „önnur mál“ eru til umræðu varðandi skólamáltíðir. Hringið eða skifið þingmanni ykkar til að gera slíkt hið sama. Færið efnið á netið og veltið upp þessum atriðum. Þetta eru leiðirnar sem við ættum að nýta af alvöru til þess að bæta samfélagið fyrir börnin okkar. Enda er næringarríkur matur barnabensín. Höfundur starfaði sem matráður á fósturheimilinu í Reykjavík í fimm ár.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun