Drap 81 dýr á þremur tímum Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. september 2024 15:23 Lögregla fann riffla, haglabyssur og skammbyssur á vettvangi. Eftir að hafa leitað í húsbíl Vicente Arroyo fundust sjö skotvopn til viðbótar, þar á meðal ólöglegur AK-47 og um 2.000 skothylki og byssukúlur. AP Maður sem grunaður er um að hafa drepið 81 dýr í Norður-Kaliforníu, þar á meðal smáhesta, geitur, hænur og páfagauka, segist alsaklaus. Meðal fórnarlamba hans voru smáhestarnir Lucky, Princess og Estrella auk fjölda annarra. Hinn 39 ára Vicente Arroyo mætti í dómsal á fimmtudag eftir að lögregla Monterey-sýslu handtók hann á þriðjudagsmorgun vegna gruns um að hafa skotið dýrin í stíum, hesthúsum og búrum á lóð í þorpinu Prunedale í Kaliforníu. Samkvæmt dómskjölum er Arroyo ákærður fyrir að drepa fjórtán geitur, níu hænur, sjö endur, fimm kanínur, hamstur, 33 páfagauka og þrjá smáhesta sem hétu Lucky, Estrella og Princess. Að sögn lögreglu lifðu einhver dýranna af skotárásina en vegna alvarleika áverka þeirra þurfti samt að lóga þeim. Efast um að Arroyo sé heill á geði Arroyo bjó í húsbíl á vínekru við hliðina á lóðinni þar sem dýrin voru geymd. Ekki er enn vitað hvers vegna hann ákvað að drepa dýrin. William Pernik, lögfræðingur Arroyo, sagði að eftir að hafa rætt við skjólstæðing sinn og fjölskyldu hans hafi hann beðið dómarann um að framkvæmt yrði mat á geðheilbrigði Arroyo. „Við erum að eiga við einstakling sem hefur hlotið mjög alvarlegar ákærur og virðist ekki vera í réttu hugarástandi til að skilja málshöfðunina gegn sér,“ sagði Pernik í samtali við AP. Hann greindi einnig frá því að fjölskylda Arroyo hefði leitað til nokkurra geðheilbrigðisstofnana til að koma honum í hendur sérfræðinga en allt kom fyrir ekki. Dómarinn varð við beiðni lögfræðingsins um að framkvæmt yrði mat á Arroyo. „Hryllilegasta dýraníðsmál sem við höfum séð“ Lögregluyfirvöld í Monterey sögðust hafa fengið fjölda neyðarlínuhringinga upp úr þrjú aðfaranótt þriðjudags um að verið væri að hleypa af skotum í þorpinu Prunedal sem er þrettán kílómetra frá borginni Salinas. Eftir að lögregla mætti á svæðið var SWAT-teymi Monterey-sýslu kallað til og var Arroyo handtekinn í kjölfarið án nokkurrar mótspyrnu. Mynd af skothylkjum og byssukúlum sem fundust í húsbíl Arroyo.AP Lögregla fann átta skotvopn, þar á meðal riffla, haglabyssur og skammbyssur, á vettvangi og eftir að hafa leitað í húsbíl Arroyo þá fundust sjö skotvopn til viðbótar, þar á meðal ólöglegur AK-47 og um 2.000 skothylki og byssukúlur. Arroyo hefur verið ákærður í mörgum ákæruliðum, þar á meðal fyrir dýraníð, fyrir að hleypa af byssu af vítaverðu gáleysi, skemmdarverk og glæpsamlegar hótanir. „Þetta er augljóslega hryllilegasta dýraníðsmál sem við höfum séð í þessari sýslu. Ég er viss um það,“ sagði Berkley Bannon umdæmissaksóknari við fjölmiðla á fimmtudag. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dýr Hestar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Hinn 39 ára Vicente Arroyo mætti í dómsal á fimmtudag eftir að lögregla Monterey-sýslu handtók hann á þriðjudagsmorgun vegna gruns um að hafa skotið dýrin í stíum, hesthúsum og búrum á lóð í þorpinu Prunedale í Kaliforníu. Samkvæmt dómskjölum er Arroyo ákærður fyrir að drepa fjórtán geitur, níu hænur, sjö endur, fimm kanínur, hamstur, 33 páfagauka og þrjá smáhesta sem hétu Lucky, Estrella og Princess. Að sögn lögreglu lifðu einhver dýranna af skotárásina en vegna alvarleika áverka þeirra þurfti samt að lóga þeim. Efast um að Arroyo sé heill á geði Arroyo bjó í húsbíl á vínekru við hliðina á lóðinni þar sem dýrin voru geymd. Ekki er enn vitað hvers vegna hann ákvað að drepa dýrin. William Pernik, lögfræðingur Arroyo, sagði að eftir að hafa rætt við skjólstæðing sinn og fjölskyldu hans hafi hann beðið dómarann um að framkvæmt yrði mat á geðheilbrigði Arroyo. „Við erum að eiga við einstakling sem hefur hlotið mjög alvarlegar ákærur og virðist ekki vera í réttu hugarástandi til að skilja málshöfðunina gegn sér,“ sagði Pernik í samtali við AP. Hann greindi einnig frá því að fjölskylda Arroyo hefði leitað til nokkurra geðheilbrigðisstofnana til að koma honum í hendur sérfræðinga en allt kom fyrir ekki. Dómarinn varð við beiðni lögfræðingsins um að framkvæmt yrði mat á Arroyo. „Hryllilegasta dýraníðsmál sem við höfum séð“ Lögregluyfirvöld í Monterey sögðust hafa fengið fjölda neyðarlínuhringinga upp úr þrjú aðfaranótt þriðjudags um að verið væri að hleypa af skotum í þorpinu Prunedal sem er þrettán kílómetra frá borginni Salinas. Eftir að lögregla mætti á svæðið var SWAT-teymi Monterey-sýslu kallað til og var Arroyo handtekinn í kjölfarið án nokkurrar mótspyrnu. Mynd af skothylkjum og byssukúlum sem fundust í húsbíl Arroyo.AP Lögregla fann átta skotvopn, þar á meðal riffla, haglabyssur og skammbyssur, á vettvangi og eftir að hafa leitað í húsbíl Arroyo þá fundust sjö skotvopn til viðbótar, þar á meðal ólöglegur AK-47 og um 2.000 skothylki og byssukúlur. Arroyo hefur verið ákærður í mörgum ákæruliðum, þar á meðal fyrir dýraníð, fyrir að hleypa af byssu af vítaverðu gáleysi, skemmdarverk og glæpsamlegar hótanir. „Þetta er augljóslega hryllilegasta dýraníðsmál sem við höfum séð í þessari sýslu. Ég er viss um það,“ sagði Berkley Bannon umdæmissaksóknari við fjölmiðla á fimmtudag.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dýr Hestar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent