Hafa fengið skotflaugar frá Íran Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2024 12:27 Shahed-dróni frá Íran skotinn niður yfir Úkraínu. Útlit er fyrir að Rússar hafi nú einnig fengið skotflaugar frá Íran. AP/Evgeniy Maloletka Klerkastjórn Íran hefur sent skammdrægar skotflaugar til Rússlands, sem nota á til árása í Úkraínu. Fregnir af þessum sendingum hafa verið á kreiki undanfarna daga en ráðamenn í Evrópu og Bandaríkjunum segja að vopnasendingarnar hafi verið í undirbúningi um langt skeið. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að líklega muni Rússar byrja að nota þessar eldflaugar innan nokkurra vikna. Ekki liggur fyrir hversu margar skotflaugar um er að ræða en fregnir hafa borist af því að þær séu fleiri en tvö hundruð og af gerðinni Fath-360. Áður hafa Rússar fengið Shahed-sjálfsprengidróna frá Íran, auk annarra hergagna og skotfæra. Þeir hafa einnig fengið stýri- og skotflaugar og mikið magn sprengikúla fyrir stórskotalið frá Norður-Kóreu. Þessi hergögn hafa verið mikið notuð í Úkraínu. Erfitt er að skjóta niður skotflaugar, sem á ensku kallast „ballistic missiles“ en þær fljúga hátt til himins, upp í gufuhvolfið, og falla sprengjur þeirra svo til jarðar á miklum hraða. Þá geta eldflaugarnar lent án mikils fyrirvara á jörðu niðri. Kaup Rússa á vopnum frá Norður-Kóreu eru brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem Rússar hafa neitunarvald. Sjá einnig: Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Ráðamenn í Úkraínu hafa um nokkuð skeið kallað eftir því að bakhjarlar þeirra á Vesturlöndum felli niður takmarkanir sem settar hafa verið á úkraínska hermenn. Þeim hefur að mestu verið meinað að nota vestræn vopn og eldflaugar á skotmörk innan landamæra Rússlands. Úkraínumenn segja nú enn brýnna að þessar takmarkanir verði felldar niður, svo Úkraínumenn geti gert árásir á vopnabúr Rússa og skotfærageymslur þar sem eldflaugar eru geymdar, svo Rússar geti ekki skotið þeim á borgir og bæi Úkraínu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Íranar neita Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, var í gær spurður út í mögulegar eldflaugasendingar frá Íran til Rússlands. Hann sagði Íran mikilvægt bandalagsríki Rússlands og að samband ríkjanna og viðskipti þeirra á milli væru í sífelldri þróun. Talsmaður utanríkisráðuneytis Írans þvertók í gær fyrir að þessar sendingar hefðu átt sér stað. Þessar fregnir væru pólitískar í eðli sínu og þeim væri ætlað að koma höggi á Íran. Rússland Íran Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að líklega muni Rússar byrja að nota þessar eldflaugar innan nokkurra vikna. Ekki liggur fyrir hversu margar skotflaugar um er að ræða en fregnir hafa borist af því að þær séu fleiri en tvö hundruð og af gerðinni Fath-360. Áður hafa Rússar fengið Shahed-sjálfsprengidróna frá Íran, auk annarra hergagna og skotfæra. Þeir hafa einnig fengið stýri- og skotflaugar og mikið magn sprengikúla fyrir stórskotalið frá Norður-Kóreu. Þessi hergögn hafa verið mikið notuð í Úkraínu. Erfitt er að skjóta niður skotflaugar, sem á ensku kallast „ballistic missiles“ en þær fljúga hátt til himins, upp í gufuhvolfið, og falla sprengjur þeirra svo til jarðar á miklum hraða. Þá geta eldflaugarnar lent án mikils fyrirvara á jörðu niðri. Kaup Rússa á vopnum frá Norður-Kóreu eru brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem Rússar hafa neitunarvald. Sjá einnig: Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Ráðamenn í Úkraínu hafa um nokkuð skeið kallað eftir því að bakhjarlar þeirra á Vesturlöndum felli niður takmarkanir sem settar hafa verið á úkraínska hermenn. Þeim hefur að mestu verið meinað að nota vestræn vopn og eldflaugar á skotmörk innan landamæra Rússlands. Úkraínumenn segja nú enn brýnna að þessar takmarkanir verði felldar niður, svo Úkraínumenn geti gert árásir á vopnabúr Rússa og skotfærageymslur þar sem eldflaugar eru geymdar, svo Rússar geti ekki skotið þeim á borgir og bæi Úkraínu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Íranar neita Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, var í gær spurður út í mögulegar eldflaugasendingar frá Íran til Rússlands. Hann sagði Íran mikilvægt bandalagsríki Rússlands og að samband ríkjanna og viðskipti þeirra á milli væru í sífelldri þróun. Talsmaður utanríkisráðuneytis Írans þvertók í gær fyrir að þessar sendingar hefðu átt sér stað. Þessar fregnir væru pólitískar í eðli sínu og þeim væri ætlað að koma höggi á Íran.
Rússland Íran Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira