Gætu leyft Úkraínu að nota langdræg flugskeyti gegn Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2024 10:27 Antony Blinken (í forgrunni) og David Lammy (lengst til hægri) við komuna til Kænugarðs í dag. AP/Leon Neal Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Bretlands ræða nú við forseta Úkraínu um notkun langdrægra flugskeyta til þess að verjast árásum Rússa sem Úkraínumenn hafa kallað eftir. Biden Bandaríkjaforseti segir unnið að því að veita heimildina. Úkraínsk stjórnvöld hafa þrýst á bandaríska bandamenn sína að aflétta banni við að þeir skjóti bandarískum langdrægum flugskeytum inn í Rússland. Bandaríkjastjórn hefur verið treg til að heimila það af ótta við að átökin stigmagnist. Vladímír Pútín Rússlands hefur ítrekað haft í hótunum við vestræna bandamenn Úkraínu um að þeir skipti sér ekki af stríðinu. Sérstaklega vilja Úkraínumenn geta notað langdræg flugskeyti til þess að ráðast á flugvelli sem Rússar nota til þess að senda af stað svonefndar svifsprengjur sem er varpað úr flugvélum og hafa valdið miklum usla í Úkraínu. „Ef við fengjum að granda hernaðarskotmörkum eða vopnum sem óvinurinn undirbýr fyrir árásir á Úkraínu þá hjálpaði það okkur sannarlega að auka öryggi óbreyttra borgara, þjóðarinnar og barnanna okkar,“ sagði Denys Sjmjal, forsætisráðherra Úkraínu, í gær. Antony Blinken, utanríkisráðherra, er nú staddur til skraf og ráðagerða með Vlodýmýr Selenskíj Úkraínuforseta í Kænugarði. Með honum í för er David Lammy, breski utanríkisráðherrann. Blinken sagði að eitt af markmiðum ferðarinnar væri að heyra beint frá Úkraínumönnum hvert þeir stefndu og hvað Bandaríkin gætu gert til þess að styðja þá. Þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti var spurður af því hvort að hann ætlaði að aflétta takmörkunum á beitingu bandarískra langdrægra flugskeyta í gær svaraði hann því til að ríkisstjórn ynni nú að því, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á sama tíma sakar Bandaríkjastjórn klerkastjórnina í Íran um að sjá Rússum fyrir Fath-360, skammdrægum flugskeytum, sem þeir gætu tekið í notkun á allra næstu vikum. Lammy tók undir að það væri hættuleg stigmögnun átakanna. Íranir hafa ítrekað neitað því að þeir útvegi Rússum vopn til stríðsreksturs þeirra í Úkraínu. Rússar hafa beitt flugskeytum til þess að rústa orkuinnviðum Úkraínu. Þær árásir hafa færst í aukana á undanförnum vikum. Hernaður Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Sjá meira
Úkraínsk stjórnvöld hafa þrýst á bandaríska bandamenn sína að aflétta banni við að þeir skjóti bandarískum langdrægum flugskeytum inn í Rússland. Bandaríkjastjórn hefur verið treg til að heimila það af ótta við að átökin stigmagnist. Vladímír Pútín Rússlands hefur ítrekað haft í hótunum við vestræna bandamenn Úkraínu um að þeir skipti sér ekki af stríðinu. Sérstaklega vilja Úkraínumenn geta notað langdræg flugskeyti til þess að ráðast á flugvelli sem Rússar nota til þess að senda af stað svonefndar svifsprengjur sem er varpað úr flugvélum og hafa valdið miklum usla í Úkraínu. „Ef við fengjum að granda hernaðarskotmörkum eða vopnum sem óvinurinn undirbýr fyrir árásir á Úkraínu þá hjálpaði það okkur sannarlega að auka öryggi óbreyttra borgara, þjóðarinnar og barnanna okkar,“ sagði Denys Sjmjal, forsætisráðherra Úkraínu, í gær. Antony Blinken, utanríkisráðherra, er nú staddur til skraf og ráðagerða með Vlodýmýr Selenskíj Úkraínuforseta í Kænugarði. Með honum í för er David Lammy, breski utanríkisráðherrann. Blinken sagði að eitt af markmiðum ferðarinnar væri að heyra beint frá Úkraínumönnum hvert þeir stefndu og hvað Bandaríkin gætu gert til þess að styðja þá. Þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti var spurður af því hvort að hann ætlaði að aflétta takmörkunum á beitingu bandarískra langdrægra flugskeyta í gær svaraði hann því til að ríkisstjórn ynni nú að því, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á sama tíma sakar Bandaríkjastjórn klerkastjórnina í Íran um að sjá Rússum fyrir Fath-360, skammdrægum flugskeytum, sem þeir gætu tekið í notkun á allra næstu vikum. Lammy tók undir að það væri hættuleg stigmögnun átakanna. Íranir hafa ítrekað neitað því að þeir útvegi Rússum vopn til stríðsreksturs þeirra í Úkraínu. Rússar hafa beitt flugskeytum til þess að rústa orkuinnviðum Úkraínu. Þær árásir hafa færst í aukana á undanförnum vikum.
Hernaður Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Sjá meira