Nýtt upphaf! Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 13. september 2024 07:02 „Hér er allt í fína lagi í þjóðfélaginu“, segir formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, en fylgið er hverfandi og því þurfum að leita rótanna og sveigja til hægri í pólitíkinni. „Við erum að gera góða hluti,“ segir sitjandi formaður VG, hefur þó áhyggjur af að fylgi flokksins sé horfið og því þurfi flokkurinn að sækja til upphafsins og fara til vinstri. „Þetta er allt að koma,“ segir formaður Framsóknarflokksins, eftir sjö ára stjórnarsetu en angrar hann samt að flokkurinn hafi misst annað hvert atkvæði frá síðustu kosningum og veit svo ekki alveg hvort hann vilji fara til hægri eða vinstri. Er það ekki einmitt DNA Framsóknarflokksins? Þessir þrír, oddvitar ríkisstjórnarflokkanna, Bjarni Ben, Guðmundur Ingi og Sigurður Ingi eru sumsé býsna brattir, en samt áhyggjurfullir; einn vill til hægri, annar til vinstri og sá þriðji hingað og þangað. En þegar þeir eru spurðir um ríkisstjórnarsamstarfið, þá eru allir sammála, þótt þeir stefni í ólíkar áttir. Allt upp í loft Þessi lýsing á veruleikanum á stjórnarheimilinu eru dýrkeypt fyrir lífskjör fólksins í landinu þar sem hégómans prjál er tekið umfram velfarnað fólksins. Þjóðin fylgist með því í beinni útsendingu hvort Bjarni Benediktsson lifir sem formaður Sjálfstæðisflokksins fram að flokksþingi í febrúar næstkomandi. Varaformaður hans segist vonast til þess að verða formaður í næstu kosningabaráttu, sem þýðir að hún vilji formanninn á braut. Enginn vill verða nýr formaður Vinstri grænna, sem á að kjósa eftir nokkrar vikur. Að minnsta kosti sýnir enginn áhuga á því og lýsir framboði. Framsóknarflokkurinn kvartar yfir því að Samfylkingin hafi tekið yfir mál Framsóknarflokksins! Hvaða mál eru það, sem hægt er að hnupla af Framsókn? Þau eru ekki sýnileg, en þó merkilegar ítrekaðar yfirlýsingar formanns og varaformanns Framsóknarflokksins um þessi efni, að það væri sennilega bara betra að kjósa Samfyllkinguna, því hún væri með öll málin sem Framsókn lætur sig dreyma um! Pólitík snýst um meginatriði Á sama tíma og þessi þriggja flokka ríkisstjórn er á síðustu metrunum og fullkomlega tengslalaus við veruleika daglegs lífs hjá stærstum hluta almennings sem er að reyna að láta enda ná saman í grasserandi verðbólgu og með okurvöxtum, þá hugsar ríkisstjórnin fyrst og síðast um það hvernig hangið verður í stólunum. Við jafnaðarfólk í Samfylkingunni erum ekki að hrópa á torgum og lofa gulli og grænum skógum. Við erum ekki hluti af þessu drama á stjórnarheimilinu og þeim innanmeinum sem þar er að finna. En við vinnum okkar heimavinnu á sama tíma; við byggjum til framtíðar með skýrri stefnu í heilbrigðismálum, orku- og atvinnumálum og nú varðandi endurreisn húsnæðiskerfisins. Þær tillögur eru ígrundaðar, þær eru raunsæjar og til þess færar að koma okkur Íslendingum upp úr skotgröfum þreytu og uppgjafar núverandi valdhafa. Við erum ekki flokkur yfirboða heldur markvissar uppbyggingar. Við viljum nýtt upphaf; skapandi samfélag fyrir fólkið, atvinnulífið og velferðina. Við stöndum fyrir hugsjónir og erum með skýrar leiðir að þeim markmiðum. Við gerum sem við segjum. Valið er okkar Kosningar munu koma. Fyrr en síðar. Við erum tilbúin. Undir forystu Kristrúnar Frostadóttur formanns flokksins, leggjum við okkar mál fram og segjum um leið: á grundvelli jafnaðarstefnunnar erum við tilbúin til verkanna. Valkostirnir eru skýrir. Áframhaldandi moðsuða eða nýtt upphaf til sóknar fyrir íslenskt launafólk, fyrir öflugt atvinnulíf, fyrir velferðarkerfi sem stendur undir nafni. Já, þetta er nefnilega allt að koma; en eftir kosningar með jafnaðarfólki í forystu! Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
„Hér er allt í fína lagi í þjóðfélaginu“, segir formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, en fylgið er hverfandi og því þurfum að leita rótanna og sveigja til hægri í pólitíkinni. „Við erum að gera góða hluti,“ segir sitjandi formaður VG, hefur þó áhyggjur af að fylgi flokksins sé horfið og því þurfi flokkurinn að sækja til upphafsins og fara til vinstri. „Þetta er allt að koma,“ segir formaður Framsóknarflokksins, eftir sjö ára stjórnarsetu en angrar hann samt að flokkurinn hafi misst annað hvert atkvæði frá síðustu kosningum og veit svo ekki alveg hvort hann vilji fara til hægri eða vinstri. Er það ekki einmitt DNA Framsóknarflokksins? Þessir þrír, oddvitar ríkisstjórnarflokkanna, Bjarni Ben, Guðmundur Ingi og Sigurður Ingi eru sumsé býsna brattir, en samt áhyggjurfullir; einn vill til hægri, annar til vinstri og sá þriðji hingað og þangað. En þegar þeir eru spurðir um ríkisstjórnarsamstarfið, þá eru allir sammála, þótt þeir stefni í ólíkar áttir. Allt upp í loft Þessi lýsing á veruleikanum á stjórnarheimilinu eru dýrkeypt fyrir lífskjör fólksins í landinu þar sem hégómans prjál er tekið umfram velfarnað fólksins. Þjóðin fylgist með því í beinni útsendingu hvort Bjarni Benediktsson lifir sem formaður Sjálfstæðisflokksins fram að flokksþingi í febrúar næstkomandi. Varaformaður hans segist vonast til þess að verða formaður í næstu kosningabaráttu, sem þýðir að hún vilji formanninn á braut. Enginn vill verða nýr formaður Vinstri grænna, sem á að kjósa eftir nokkrar vikur. Að minnsta kosti sýnir enginn áhuga á því og lýsir framboði. Framsóknarflokkurinn kvartar yfir því að Samfylkingin hafi tekið yfir mál Framsóknarflokksins! Hvaða mál eru það, sem hægt er að hnupla af Framsókn? Þau eru ekki sýnileg, en þó merkilegar ítrekaðar yfirlýsingar formanns og varaformanns Framsóknarflokksins um þessi efni, að það væri sennilega bara betra að kjósa Samfyllkinguna, því hún væri með öll málin sem Framsókn lætur sig dreyma um! Pólitík snýst um meginatriði Á sama tíma og þessi þriggja flokka ríkisstjórn er á síðustu metrunum og fullkomlega tengslalaus við veruleika daglegs lífs hjá stærstum hluta almennings sem er að reyna að láta enda ná saman í grasserandi verðbólgu og með okurvöxtum, þá hugsar ríkisstjórnin fyrst og síðast um það hvernig hangið verður í stólunum. Við jafnaðarfólk í Samfylkingunni erum ekki að hrópa á torgum og lofa gulli og grænum skógum. Við erum ekki hluti af þessu drama á stjórnarheimilinu og þeim innanmeinum sem þar er að finna. En við vinnum okkar heimavinnu á sama tíma; við byggjum til framtíðar með skýrri stefnu í heilbrigðismálum, orku- og atvinnumálum og nú varðandi endurreisn húsnæðiskerfisins. Þær tillögur eru ígrundaðar, þær eru raunsæjar og til þess færar að koma okkur Íslendingum upp úr skotgröfum þreytu og uppgjafar núverandi valdhafa. Við erum ekki flokkur yfirboða heldur markvissar uppbyggingar. Við viljum nýtt upphaf; skapandi samfélag fyrir fólkið, atvinnulífið og velferðina. Við stöndum fyrir hugsjónir og erum með skýrar leiðir að þeim markmiðum. Við gerum sem við segjum. Valið er okkar Kosningar munu koma. Fyrr en síðar. Við erum tilbúin. Undir forystu Kristrúnar Frostadóttur formanns flokksins, leggjum við okkar mál fram og segjum um leið: á grundvelli jafnaðarstefnunnar erum við tilbúin til verkanna. Valkostirnir eru skýrir. Áframhaldandi moðsuða eða nýtt upphaf til sóknar fyrir íslenskt launafólk, fyrir öflugt atvinnulíf, fyrir velferðarkerfi sem stendur undir nafni. Já, þetta er nefnilega allt að koma; en eftir kosningar með jafnaðarfólki í forystu! Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar