„Heimferða- og fylgdadeild“ Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 17. september 2024 16:32 Ég hafði aldrei heyrt minnst á Heimferða- og fylgdadeild Ríkislögreglustjóra fyrr en í gær og einu eldri dæmi sem ég finn á netinu eru í frétt frá því í júlí og annarri frá í ágúst. Á vef Lögreglunnar er vissulega síða með fyrirsögninni „Heimferða- og fylgdadeild“ og í upphafi textans á síðunni segir: „Heimferða- og fylgdadeild (áður Stoðdeild) ríkislögreglustjóra annast framkvæmd lögreglufylgda úr landi þeirra umsækjenda um alþjóðlega vernd sem hafa fengið endanlega synjun á umsókn sinni og hafa ekki annan rett til dvalar á Íslandi.“ Þetta er þó í eina skiptið sem heitið Heimferða- og fylgdadeild er notað í textanum – aftur á móti er eldra heitið stoðdeild notað tólf sinnum í honum, og slóð síðunnar endar ennþá á /stoddeild/. Heitið Stoðdeild segir vissulega ekki mikið en deildin var stofnuð 2016 og var orðin vel þekkt undir þessu nafni – hefur verið margoft í fréttum að undanförnu og flestum því væntanlega vel kunnugt hvert hlutverk hennar væri. Það virðist því vera eitthvað annað en ógagnsæi orðsins stoðdeild sem hefur rekið Ríkislögreglustjóra til að breyta heiti deildarinnar sem hefur greinilega verið gert nýlega í allnokkrum flýti – eða kannski væri nær að segja óðagoti. Hvergi kemur fram hver ástæðan hafi verið fyrir nafnbreytingunni – vitanlega má segja að Heimferða- og fylgdadeild sé mjög gagnsætt heiti á yfirborðinu, en gagnsætt heiti er því aðeins gagnlegt að það gefi ekki rangar eða villandi hugmyndir um merkinguna, eins og það gerir í þessu tilviki. Í mörgum tilvikum er nefnilega hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim til sín. Orðið fylgd er í Íslenskri orðabók skýrt ʻþað að fylgja, leiðsögn, samfylgdʼ en í þessu tilviki er oftast fremur um að ræða þvingaðan flutning undir eftirliti – nauðungarflutning – en vinsamlega samfylgd. Þar að auki er oftast ekki verið að senda fólk heim til sín enda á það yfirleitt ekkert heimili utan Íslands, heldur iðulega til lands þar sem það hefur af einhverjum ástæðum fengið tímabundið dvalarleyfi en á engar rætur eða tengsl – eins og í því máli sem nú er mest rætt um. Og jafnvel þótt fólk sé sent til upprunalands síns er það einmitt landið sem það flúði frá og lítur ekki á sem heimaland sitt lengur – og telur sig iðulega vera í hættu komi það þangað aftur. Nafnbreyting deildarinnar er því ekki í þágu gagnsæis heldur þvert á móti. Hins vegar leikur varla nokkur vafi á því að henni er ætlað að skapa jákvæðari ímynd af deildinni og verkefnum hennar í huga almennings – bæði fylgd og heimferð eru orð sem hafa á sér jákvæðan og notalegan blæ. Heimferða- og fylgdadeild bætist því í hóp veigrunarorða eða skrauthvarfa eins og rafvarnarvopn, afbrotavarnir, lokað búsetuúrræði og fleiri sem stungið hafa upp kollinum á undanförnum misserum og eru notuð í sama tilgangi. Óháð því hvaða skoðun fólk hefur á umsækjendum um alþjóðlega vernd og brottvísunum þeirra er hagræðing dómsmálayfirvalda á tungumálinu til að hafa áhrif á almenningsálitið stóralvarlegt mál og mikið áhyggjuefni. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Íslensk tunga Eiríkur Rögnvaldsson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Ég hafði aldrei heyrt minnst á Heimferða- og fylgdadeild Ríkislögreglustjóra fyrr en í gær og einu eldri dæmi sem ég finn á netinu eru í frétt frá því í júlí og annarri frá í ágúst. Á vef Lögreglunnar er vissulega síða með fyrirsögninni „Heimferða- og fylgdadeild“ og í upphafi textans á síðunni segir: „Heimferða- og fylgdadeild (áður Stoðdeild) ríkislögreglustjóra annast framkvæmd lögreglufylgda úr landi þeirra umsækjenda um alþjóðlega vernd sem hafa fengið endanlega synjun á umsókn sinni og hafa ekki annan rett til dvalar á Íslandi.“ Þetta er þó í eina skiptið sem heitið Heimferða- og fylgdadeild er notað í textanum – aftur á móti er eldra heitið stoðdeild notað tólf sinnum í honum, og slóð síðunnar endar ennþá á /stoddeild/. Heitið Stoðdeild segir vissulega ekki mikið en deildin var stofnuð 2016 og var orðin vel þekkt undir þessu nafni – hefur verið margoft í fréttum að undanförnu og flestum því væntanlega vel kunnugt hvert hlutverk hennar væri. Það virðist því vera eitthvað annað en ógagnsæi orðsins stoðdeild sem hefur rekið Ríkislögreglustjóra til að breyta heiti deildarinnar sem hefur greinilega verið gert nýlega í allnokkrum flýti – eða kannski væri nær að segja óðagoti. Hvergi kemur fram hver ástæðan hafi verið fyrir nafnbreytingunni – vitanlega má segja að Heimferða- og fylgdadeild sé mjög gagnsætt heiti á yfirborðinu, en gagnsætt heiti er því aðeins gagnlegt að það gefi ekki rangar eða villandi hugmyndir um merkinguna, eins og það gerir í þessu tilviki. Í mörgum tilvikum er nefnilega hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim til sín. Orðið fylgd er í Íslenskri orðabók skýrt ʻþað að fylgja, leiðsögn, samfylgdʼ en í þessu tilviki er oftast fremur um að ræða þvingaðan flutning undir eftirliti – nauðungarflutning – en vinsamlega samfylgd. Þar að auki er oftast ekki verið að senda fólk heim til sín enda á það yfirleitt ekkert heimili utan Íslands, heldur iðulega til lands þar sem það hefur af einhverjum ástæðum fengið tímabundið dvalarleyfi en á engar rætur eða tengsl – eins og í því máli sem nú er mest rætt um. Og jafnvel þótt fólk sé sent til upprunalands síns er það einmitt landið sem það flúði frá og lítur ekki á sem heimaland sitt lengur – og telur sig iðulega vera í hættu komi það þangað aftur. Nafnbreyting deildarinnar er því ekki í þágu gagnsæis heldur þvert á móti. Hins vegar leikur varla nokkur vafi á því að henni er ætlað að skapa jákvæðari ímynd af deildinni og verkefnum hennar í huga almennings – bæði fylgd og heimferð eru orð sem hafa á sér jákvæðan og notalegan blæ. Heimferða- og fylgdadeild bætist því í hóp veigrunarorða eða skrauthvarfa eins og rafvarnarvopn, afbrotavarnir, lokað búsetuúrræði og fleiri sem stungið hafa upp kollinum á undanförnum misserum og eru notuð í sama tilgangi. Óháð því hvaða skoðun fólk hefur á umsækjendum um alþjóðlega vernd og brottvísunum þeirra er hagræðing dómsmálayfirvalda á tungumálinu til að hafa áhrif á almenningsálitið stóralvarlegt mál og mikið áhyggjuefni. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun