Viðskiptaþvinganir gegn Ísrael Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 20. september 2024 09:03 Eftir heilt ár af linnulausum og grimmilegum hernaði Ísraels gagnvart Palestínumönnum getur alþjóðasamfélagið ekki setið hjá lengur. Brýnt er að ríki heims taki sig saman um aðgerðir sem setja raunverulegan þrýsting á ísraelsk stjórnvöld. Stórt skref í þá átt var stigið á miðvikudag þegar Ísland var í hópi 124 ríkja sem samþykkti ályktun um Palestínu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem þess er krafist að Ísrael endi ólöglegt hernám sitt á Gaza. Í ályktuninni var einnig hvatt til þess að ríki beiti refsiaðgerðum gegn Ísrael og raunar öllum sem styðja viðveru Ísraels á Gaza auk þess að stöðva vopnaflutning og vopnasölu til Ísraels. Markmið alþjóðlegra þvingunaraðgerða er að viðhalda friði og öryggi og/eða tryggja virðingu fyrir mannfrelsi og mannréttindum. Ályktun allsherjarþingsins er ekki lagalega bindandi en svo breiður stuðningur við hana endurspeglar álit alþjóðarsamfélagsins. Riyad Mansour, sendiherra Palestínu hjá Sameinuðu þjóðunum sagði að niðurstaða þingsins væri vendipunktur í baráttu Palestínumanna fyrir frelsi og réttlæti, skýr skilaboð alþjóðasamfélagsins um að hernám Ísraela verði að líða undir lok. Ísland framfylgir nú þegar þvingunaraðgerðum gagnvart 30 ríkjum, auk hryðjuverkasamtaka. Hérlendis eru þvingunaraðgerðir ákveðnar í samvinnu við alþjóðastofnanir, ríkjahópa eða samstarfsþjóðir samkvæmt lögum um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna. Síðastliðin ár hef ég árlega lagt fram tillögu þess efnis að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að grípa til nauðsynlegra ráðstafana annars vegar til að merkja uppruna vara sem framleiddar eru á hernumdum svæðum Palestínu með viðeigandi hætti og hins vegar til að gera Palestínumönnum kleift að nýta sér kosti fríverslunarsamnings EFTA og Palestínu. Sú tillaga er að sjálfsögðu enn góðra gjalda verð en í ljósi þeirra stanslausu voðaverka sem heimsbyggðin hefur orðið vitni að síðast tæpa árið er full ástæða til að ganga lengra. Í síðustu viku lagði ég því fram þingsályktunartillögu þar sem ríkisstjórn Íslands er falið að beita sér fyrir því að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði komið á gagnvart Ísrael vegna framgöngu Ísraelshers í Palestínu. Viðskipti milli Íslands og Ísraels eru óveruleg og einhliða viðskiptaþvinganir af Íslands hálfu hefðu einungis táknræn áhrif hérlendis en lítil sem engin áhrif á viðskiptahagsmuni Ísraels. Öðru máli gegnir ef helstu samstarfsríki, að frumkvæði Íslands, tækju sig saman um slíkar aðgerðir, hvort sem væri Norðurlandaþjóðirnar saman eða ríki Evrópska efnahagssvæðisins. Árið 2011 viðurkenndi Ísland Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Svíþjóð hefur sömuleiðis viðurkennt sjálfstæði Palestínu og nýlega hafa Noregur, Írland og Spánn einnig bæst í hópinn. Það er löngu tímabært að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði komið á gagnvart Ísrael. Það mætti hugsa sér að slíkt yrði t.d. gert í samráði og samtali við þess lönd. Afstaða Íslands í fyrrnefndri ályktun Allsherjarþingsins og því sem kemur þar fram gefur til kynna að ekkert sé því til fyrirstöðu að Alþingi samþykki þingsályktunartillögu mína. Ef 124 ríki gátu komið sér saman um að samþykkja þessa ályktun, þar á meðal Ísland, hlýtur Alþingi að geta komist að sömu niðurstöðu. Þjóðarmorðinu á Gaza verður að linna og við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að svo megi verða. Alþjóðlegar viðskiptaþvinganir geta gegnt veigamiklu hlutverki í því. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Vinstri græn Utanríkismál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir heilt ár af linnulausum og grimmilegum hernaði Ísraels gagnvart Palestínumönnum getur alþjóðasamfélagið ekki setið hjá lengur. Brýnt er að ríki heims taki sig saman um aðgerðir sem setja raunverulegan þrýsting á ísraelsk stjórnvöld. Stórt skref í þá átt var stigið á miðvikudag þegar Ísland var í hópi 124 ríkja sem samþykkti ályktun um Palestínu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem þess er krafist að Ísrael endi ólöglegt hernám sitt á Gaza. Í ályktuninni var einnig hvatt til þess að ríki beiti refsiaðgerðum gegn Ísrael og raunar öllum sem styðja viðveru Ísraels á Gaza auk þess að stöðva vopnaflutning og vopnasölu til Ísraels. Markmið alþjóðlegra þvingunaraðgerða er að viðhalda friði og öryggi og/eða tryggja virðingu fyrir mannfrelsi og mannréttindum. Ályktun allsherjarþingsins er ekki lagalega bindandi en svo breiður stuðningur við hana endurspeglar álit alþjóðarsamfélagsins. Riyad Mansour, sendiherra Palestínu hjá Sameinuðu þjóðunum sagði að niðurstaða þingsins væri vendipunktur í baráttu Palestínumanna fyrir frelsi og réttlæti, skýr skilaboð alþjóðasamfélagsins um að hernám Ísraela verði að líða undir lok. Ísland framfylgir nú þegar þvingunaraðgerðum gagnvart 30 ríkjum, auk hryðjuverkasamtaka. Hérlendis eru þvingunaraðgerðir ákveðnar í samvinnu við alþjóðastofnanir, ríkjahópa eða samstarfsþjóðir samkvæmt lögum um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna. Síðastliðin ár hef ég árlega lagt fram tillögu þess efnis að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að grípa til nauðsynlegra ráðstafana annars vegar til að merkja uppruna vara sem framleiddar eru á hernumdum svæðum Palestínu með viðeigandi hætti og hins vegar til að gera Palestínumönnum kleift að nýta sér kosti fríverslunarsamnings EFTA og Palestínu. Sú tillaga er að sjálfsögðu enn góðra gjalda verð en í ljósi þeirra stanslausu voðaverka sem heimsbyggðin hefur orðið vitni að síðast tæpa árið er full ástæða til að ganga lengra. Í síðustu viku lagði ég því fram þingsályktunartillögu þar sem ríkisstjórn Íslands er falið að beita sér fyrir því að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði komið á gagnvart Ísrael vegna framgöngu Ísraelshers í Palestínu. Viðskipti milli Íslands og Ísraels eru óveruleg og einhliða viðskiptaþvinganir af Íslands hálfu hefðu einungis táknræn áhrif hérlendis en lítil sem engin áhrif á viðskiptahagsmuni Ísraels. Öðru máli gegnir ef helstu samstarfsríki, að frumkvæði Íslands, tækju sig saman um slíkar aðgerðir, hvort sem væri Norðurlandaþjóðirnar saman eða ríki Evrópska efnahagssvæðisins. Árið 2011 viðurkenndi Ísland Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Svíþjóð hefur sömuleiðis viðurkennt sjálfstæði Palestínu og nýlega hafa Noregur, Írland og Spánn einnig bæst í hópinn. Það er löngu tímabært að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði komið á gagnvart Ísrael. Það mætti hugsa sér að slíkt yrði t.d. gert í samráði og samtali við þess lönd. Afstaða Íslands í fyrrnefndri ályktun Allsherjarþingsins og því sem kemur þar fram gefur til kynna að ekkert sé því til fyrirstöðu að Alþingi samþykki þingsályktunartillögu mína. Ef 124 ríki gátu komið sér saman um að samþykkja þessa ályktun, þar á meðal Ísland, hlýtur Alþingi að geta komist að sömu niðurstöðu. Þjóðarmorðinu á Gaza verður að linna og við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að svo megi verða. Alþjóðlegar viðskiptaþvinganir geta gegnt veigamiklu hlutverki í því. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun