Í orði en ekki á borði - stuðningur Íslands við Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar 24. september 2024 11:01 Rússum hefur orðið ágengt undanfarið í ólöglegri styrjöld sinni gegn Úkraínu og horfur eru heldur neikvæðar. Stuðningur Vesturlanda er áfram gríðarmikilvægur. Pólitískur stuðningur Íslands hefur verið aðdáunarverður, en því miður hefur stuðningur Íslands í verki ekki verið jafn kröftugur, og ekki í samræmi við yfirlýsingar stjórnvalda. Horfur í Stríðinu Nú eru liðin rúm 10 ár síðan að Rússland hóf ólöglegan hernað gegn sjálfstæðri Úkraínu og rúm tvö og hálft ár síðan að allsherjarinnrás hófst. Erfitt er að ráða í þróun stríðsins, enda allar upplýsingar takmarkaðar og á reiki. Þó er ljóst að Rússum hefur orðið töluvert ágengt í Donetskhéraði, þar sem þeir hafa sótt fram í allt sumar og ógna nú lykilborgum. Úkraínski herinn greip til djarfrar sóknar inn í Kúrskhérað í Rússlandi í ágústbyrjun sem hefur gengið vonum framar. Sú aðgerð hefur þó ekki náð meginmarkmiði sínu, sem var að draga lið og kraft úr framsókn Rússa í Donetsk. Horfur eru því eins og stendur fremur neikvæðar á vígvellinum. Á sama tíma hafa Rússar haldið áfram linnulausum stýri-, eldflauga- og drónaárásum á úkraínskar borgir, samgöngur og orkuinnviði. Sú atlaga virðiðst vera að eflast og Rússar virðast miða að því að lama orku- og húshitunarkerfi landsins áður en vetur brestur á. Úkraína á því enn í vök að verjast gegn ofurefli Rússa sem njóta liðsmunar og hafa mikla yfirburði stórskotaliðsvopna, auk þess sem vopnasendingar frá Norður Kóreu og Íran leika lykihlutverk. Samstaða Vesturlanda og NATO Stuðningur Vesturlanda hefur til þessa skipt sköpum fyrir varnir Úkraínu og erfitt er að sjá fyrir að án hans hefði niðurstaðan verið önnur en ósigur stjórnvalda í Kyiv og í framhaldi skæruhernaður gegn hernámsliði Rússa. Þó má segja að stuðningurinn hafi verið nægur til þess að koma í veg fyrir ósigur en ekki nægilegur til þess að tryggja sigur. Þannig hafa lykilríki dregið lappirnar varðandi afhendingu tiltekinna vopna og dregið fjölmargar rauðar línur til þess að takmarka stuðninginn. Fyrst þurfi Úkraína að þrýsta mánuðum saman á að fá loftvarnarkerfi, stórskotaliðsvopn og skotfæri, skotfæri sem hafa enn ekki borist í samræmi við loforð ESB og annarra. Því næst tók langan tíma að fá afhenta brynvagna og skriðdreka, sem hafa aðeins borist í takmörkuðu upplagi. Vesturlönd hikuðu til langs tíma við að afhenda Úkraínu orrustuþotur og hafa viðhaldið skorðum sem voru settar varðandi beitingu vestrænna vopna innan rússnesku landamæranna. Vesturlönd, sem hafa í orðræðu sinni réttilega bent á að hernaður Rússa er ólöglegur samkvæmt Stofnsáttmála SÞ, bera þannig ábyrgð á því hvernig þróun stríðsins hefur orðið og hver árangur Rússa hefur verið þrátt fyrir hetjulegar varnir úkraínska hersins. Stuðningur Íslands Ísland hefur frá upphafi innrásarinnar skipað sér á bekk með helstu bandalagsríkjum og tekið einarða afstöðu gegn hernaði Rússa. Ísland tekur þannig fullan þátt í víðtækum þvingunaraðgerðum gagnvart Rússlandi. Stuðningur stjórnvalda hefur m.a. falist í framlögum til mannúðarstarfs, neyðarviðbrögðum og efnahagsaðstoð til viðbótar við móttöku flóttafólks og varnartengdan stuðning. Hið síðastnefnda er gott dæmi um hvernig Ísland vill axl ábyrgð til jafns við aðrar NATO þjóðir og veitir Úkraínu þann stuðning sem þarlend stjórnvöld óska. Þetta er mikilvægt, vegna þess að í því er fólgin eindregin afstaða að þegar innrásarher fremur óteljandi stríðsglæpi og ógnar fullveldi ríkis dugar ekki að senda lopapeysur og plástra. Sérstök stefna um stuðning við Úkraínu var samþykkt á Alþingi í apríl og í maí 2024 undirritaði forsætisráðherra tvíhliða samning landanna um öryggissamstarf og langtímastuðning. Stefnan og tvíhliða samningurinn tryggja að lágmarki fjóra milljarða á ári í beinan stuðning við Úkraínu, þar á meðal áframhaldandi varnartengd framlög. Það er þó svo að stuðningur Íslands er dvergvaxinn í öllum alþjóðlegum samanburði. Enn frekar í ljósi þess að Ísland nýtur þess umfram öll viðmiðunarríki, s.s. aðildarríki NATO, að útgjöld hérlend til varnarmála eru vart mælanleg - um núll komma eitt prósent af þjóðarframleiðslu. Við höfum frá lýðveldisstofnun fyrst og fremst verið þiggjendur erlendra varna, fljúgum farmiðalaus á fyrsta farrými öryggistryggingar NATO og Bandaríkjanna á kostnað erlendra skattgreiðenda. Yfirlýsing um fjögurra milljarða stuðning til Úkraínu á ári (að lágmarki) er því ekki tilefni til þess að berja sér á brjóst á alþjóðavettvangi. Framlög Íslands hafa numið 0.18 prósent af þjóðarframleiðslu. Þar erum við í 33. sæti samanburðarríkja og í engu samræmi við framlög hinna Norðurlandanna (Danir 1.8%, Finnland 0.9%, Svíþjóð 0.8%, og Noregur 0.5%) sem öll hafa aukið útgjöld til eigin varnarmála verulega í samræmi við skuldbindingar sínar innan NATO. Þetta er í engu samræmi við Úkraínustefnu stjórnvalda sem Alþingi samþykkti í apríl sl. sem áréttaði að stuðningur Íslands skuli vera “hlutfallslega sambærileg[ur] að umfangi við það sem önnur Norðurlönd leggja af mörkum.” [ sjá líka https://www.althingi.is/altext/153/s/1868.html ] Mikilvægt er að formlegar skuldbindingar um stuðning við Úkraínu skili sér í fjárlög á haustþingi svo að fari saman loforð og efndir. Árið 2023 nam heildarstuðningur Íslands rúmlega 3,5 milljörðum, en engu að síður var fjárheimild fjárlaga fyrir 2024 einungis 1750 milljónir. Það vekur upp spurningar að í kjöflar samþykktrar stefnu um stuðning við Úkraínu, gerð tvíhliða samnings við Úkraínu um stuðning og samþykkt skuldbindingar um varnarstuðning við Úkraínu á leiðtogafundi NATO í júlí, sem einn og sér felur í sér stuðning að lágmarki á bilinu 3,5 til 4 milljarða á ári, hefur Alþingi ekki gripið til neinna ráðstafanna til að tryggja fjármögnun stuðningsins. Orð skulu standa Bæði forsætis- og utanríkisráðherra sitja á næstu vikum fundi þar sem stuðningur við Úkraínu verður í miklum fókus. Ráðherrarnir sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og Úkraína er fastur liður á dagskrá NATO-funda og funda Norðurlandanna. Það er því siðferðileg og ásýndarleg áskorun að Alþingi og Ríkisstjórn Íslands raungeri stuðning landsins í samræmi við yfirlýsingar og loforð sem fyrst. Ísland er auðug þjóð í alþjóðlegum samanburði og vegna smæðar landsins og landfræðilegrar legu er sérstaklega mikið í húfi fyrir okkur að Stofnsáttmáli SÞ og alþjóðalög séu virt. Án herverndar Bandaríkjanna og bandalagsríkja væri öryggi landsins stofnað í hættu. Okkar framlög til varnarmála, þrátt fyrir vaxandi faglega nálgun, auk yfirlýsinga um mikilvægi þeirra og umfang, standast enga skoðun og það er lykilverkefni stjórnvalda að tryggja langtíma öryggishagsmuni Íslands. Það þýðir trúverðug útgjöld til varnarmála til samræmis við markmið Atlantshafsbandalagsins, sem Ísland hefur stutt, auk stuðnings við öryggisverkefni sem okkur varða, s.s. til handa Úkraínu sem færir nú miklar fórnir fyrir hönd okkar allra í vörn gegn árásarstríði Rússa. Höfundur er hernaðarsagnfræðingur of fyrrverandi starfsmaður íslensku utanríkisþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Rússum hefur orðið ágengt undanfarið í ólöglegri styrjöld sinni gegn Úkraínu og horfur eru heldur neikvæðar. Stuðningur Vesturlanda er áfram gríðarmikilvægur. Pólitískur stuðningur Íslands hefur verið aðdáunarverður, en því miður hefur stuðningur Íslands í verki ekki verið jafn kröftugur, og ekki í samræmi við yfirlýsingar stjórnvalda. Horfur í Stríðinu Nú eru liðin rúm 10 ár síðan að Rússland hóf ólöglegan hernað gegn sjálfstæðri Úkraínu og rúm tvö og hálft ár síðan að allsherjarinnrás hófst. Erfitt er að ráða í þróun stríðsins, enda allar upplýsingar takmarkaðar og á reiki. Þó er ljóst að Rússum hefur orðið töluvert ágengt í Donetskhéraði, þar sem þeir hafa sótt fram í allt sumar og ógna nú lykilborgum. Úkraínski herinn greip til djarfrar sóknar inn í Kúrskhérað í Rússlandi í ágústbyrjun sem hefur gengið vonum framar. Sú aðgerð hefur þó ekki náð meginmarkmiði sínu, sem var að draga lið og kraft úr framsókn Rússa í Donetsk. Horfur eru því eins og stendur fremur neikvæðar á vígvellinum. Á sama tíma hafa Rússar haldið áfram linnulausum stýri-, eldflauga- og drónaárásum á úkraínskar borgir, samgöngur og orkuinnviði. Sú atlaga virðiðst vera að eflast og Rússar virðast miða að því að lama orku- og húshitunarkerfi landsins áður en vetur brestur á. Úkraína á því enn í vök að verjast gegn ofurefli Rússa sem njóta liðsmunar og hafa mikla yfirburði stórskotaliðsvopna, auk þess sem vopnasendingar frá Norður Kóreu og Íran leika lykihlutverk. Samstaða Vesturlanda og NATO Stuðningur Vesturlanda hefur til þessa skipt sköpum fyrir varnir Úkraínu og erfitt er að sjá fyrir að án hans hefði niðurstaðan verið önnur en ósigur stjórnvalda í Kyiv og í framhaldi skæruhernaður gegn hernámsliði Rússa. Þó má segja að stuðningurinn hafi verið nægur til þess að koma í veg fyrir ósigur en ekki nægilegur til þess að tryggja sigur. Þannig hafa lykilríki dregið lappirnar varðandi afhendingu tiltekinna vopna og dregið fjölmargar rauðar línur til þess að takmarka stuðninginn. Fyrst þurfi Úkraína að þrýsta mánuðum saman á að fá loftvarnarkerfi, stórskotaliðsvopn og skotfæri, skotfæri sem hafa enn ekki borist í samræmi við loforð ESB og annarra. Því næst tók langan tíma að fá afhenta brynvagna og skriðdreka, sem hafa aðeins borist í takmörkuðu upplagi. Vesturlönd hikuðu til langs tíma við að afhenda Úkraínu orrustuþotur og hafa viðhaldið skorðum sem voru settar varðandi beitingu vestrænna vopna innan rússnesku landamæranna. Vesturlönd, sem hafa í orðræðu sinni réttilega bent á að hernaður Rússa er ólöglegur samkvæmt Stofnsáttmála SÞ, bera þannig ábyrgð á því hvernig þróun stríðsins hefur orðið og hver árangur Rússa hefur verið þrátt fyrir hetjulegar varnir úkraínska hersins. Stuðningur Íslands Ísland hefur frá upphafi innrásarinnar skipað sér á bekk með helstu bandalagsríkjum og tekið einarða afstöðu gegn hernaði Rússa. Ísland tekur þannig fullan þátt í víðtækum þvingunaraðgerðum gagnvart Rússlandi. Stuðningur stjórnvalda hefur m.a. falist í framlögum til mannúðarstarfs, neyðarviðbrögðum og efnahagsaðstoð til viðbótar við móttöku flóttafólks og varnartengdan stuðning. Hið síðastnefnda er gott dæmi um hvernig Ísland vill axl ábyrgð til jafns við aðrar NATO þjóðir og veitir Úkraínu þann stuðning sem þarlend stjórnvöld óska. Þetta er mikilvægt, vegna þess að í því er fólgin eindregin afstaða að þegar innrásarher fremur óteljandi stríðsglæpi og ógnar fullveldi ríkis dugar ekki að senda lopapeysur og plástra. Sérstök stefna um stuðning við Úkraínu var samþykkt á Alþingi í apríl og í maí 2024 undirritaði forsætisráðherra tvíhliða samning landanna um öryggissamstarf og langtímastuðning. Stefnan og tvíhliða samningurinn tryggja að lágmarki fjóra milljarða á ári í beinan stuðning við Úkraínu, þar á meðal áframhaldandi varnartengd framlög. Það er þó svo að stuðningur Íslands er dvergvaxinn í öllum alþjóðlegum samanburði. Enn frekar í ljósi þess að Ísland nýtur þess umfram öll viðmiðunarríki, s.s. aðildarríki NATO, að útgjöld hérlend til varnarmála eru vart mælanleg - um núll komma eitt prósent af þjóðarframleiðslu. Við höfum frá lýðveldisstofnun fyrst og fremst verið þiggjendur erlendra varna, fljúgum farmiðalaus á fyrsta farrými öryggistryggingar NATO og Bandaríkjanna á kostnað erlendra skattgreiðenda. Yfirlýsing um fjögurra milljarða stuðning til Úkraínu á ári (að lágmarki) er því ekki tilefni til þess að berja sér á brjóst á alþjóðavettvangi. Framlög Íslands hafa numið 0.18 prósent af þjóðarframleiðslu. Þar erum við í 33. sæti samanburðarríkja og í engu samræmi við framlög hinna Norðurlandanna (Danir 1.8%, Finnland 0.9%, Svíþjóð 0.8%, og Noregur 0.5%) sem öll hafa aukið útgjöld til eigin varnarmála verulega í samræmi við skuldbindingar sínar innan NATO. Þetta er í engu samræmi við Úkraínustefnu stjórnvalda sem Alþingi samþykkti í apríl sl. sem áréttaði að stuðningur Íslands skuli vera “hlutfallslega sambærileg[ur] að umfangi við það sem önnur Norðurlönd leggja af mörkum.” [ sjá líka https://www.althingi.is/altext/153/s/1868.html ] Mikilvægt er að formlegar skuldbindingar um stuðning við Úkraínu skili sér í fjárlög á haustþingi svo að fari saman loforð og efndir. Árið 2023 nam heildarstuðningur Íslands rúmlega 3,5 milljörðum, en engu að síður var fjárheimild fjárlaga fyrir 2024 einungis 1750 milljónir. Það vekur upp spurningar að í kjöflar samþykktrar stefnu um stuðning við Úkraínu, gerð tvíhliða samnings við Úkraínu um stuðning og samþykkt skuldbindingar um varnarstuðning við Úkraínu á leiðtogafundi NATO í júlí, sem einn og sér felur í sér stuðning að lágmarki á bilinu 3,5 til 4 milljarða á ári, hefur Alþingi ekki gripið til neinna ráðstafanna til að tryggja fjármögnun stuðningsins. Orð skulu standa Bæði forsætis- og utanríkisráðherra sitja á næstu vikum fundi þar sem stuðningur við Úkraínu verður í miklum fókus. Ráðherrarnir sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og Úkraína er fastur liður á dagskrá NATO-funda og funda Norðurlandanna. Það er því siðferðileg og ásýndarleg áskorun að Alþingi og Ríkisstjórn Íslands raungeri stuðning landsins í samræmi við yfirlýsingar og loforð sem fyrst. Ísland er auðug þjóð í alþjóðlegum samanburði og vegna smæðar landsins og landfræðilegrar legu er sérstaklega mikið í húfi fyrir okkur að Stofnsáttmáli SÞ og alþjóðalög séu virt. Án herverndar Bandaríkjanna og bandalagsríkja væri öryggi landsins stofnað í hættu. Okkar framlög til varnarmála, þrátt fyrir vaxandi faglega nálgun, auk yfirlýsinga um mikilvægi þeirra og umfang, standast enga skoðun og það er lykilverkefni stjórnvalda að tryggja langtíma öryggishagsmuni Íslands. Það þýðir trúverðug útgjöld til varnarmála til samræmis við markmið Atlantshafsbandalagsins, sem Ísland hefur stutt, auk stuðnings við öryggisverkefni sem okkur varða, s.s. til handa Úkraínu sem færir nú miklar fórnir fyrir hönd okkar allra í vörn gegn árásarstríði Rússa. Höfundur er hernaðarsagnfræðingur of fyrrverandi starfsmaður íslensku utanríkisþjónustunnar.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun