Tækifæri til að efla Kötlu jarðvang Einar Freyr Elínarson skrifar 3. október 2024 09:03 Í kjölfar þess að samningur var undirritaður við Lilju D. Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, þar sem tryggður er 10 milljóna króna árlegur stuðningur næstu tvö árin, eru tækifæri til að efla og styrkja Kötlu UNESCO Global Geopark. Innan jarðvangsins er einstök náttúra og hann gegnir mikilvægu hlutverki í að draga fram sérstöðu svæðisins með áherslu á náttúruvernd, fræðslu og menningu. Ráðherra tilkynnti um ákvörðun sína fyrir fullum sal á ráðstefnu evrópskra jarðvanga sem haldin er þessa dagana í Reykjanesbæ og hlaut mikið lof viðstaddra og annarra ræðumanna. Nikolaos Zouros, formaður framkvæmdastjórnar alþjóðlegra jarðvanga (GGN) fagnaði þessu mjög í ávarpi sínu og sagði að þetta væri fordæmi sem önnur ríki ættu að líta til. Með auknum stuðningi er jarðvangnum kleift að auka fræðslustarfsemi og rannsóknir á svæðinu, efla innviði fyrir ferðamenn, og búa jarðveg fyrir ný tækifæri til atvinnuuppbyggingar. Jarðvangurinn hefur nú þegar staðið sig afar vel á þessu sviði, og þessi nýi samningur styrkir okkur til að þróa áfram verkefni sem stuðla að sjálfbærri nýtingu og verndun náttúruauðlinda svæðisins. Það er mikilvægt að nýta þennan stuðning til að styrkja tengsl okkar við alþjóðlegt net jarðvanga, og gera Katla UNESCO Global Geopark að miðpunkti fyrir rannsóknir og nýsköpun tengda jarðfræði og náttúruvernd. Með aukinni fræðslu til heimamanna og ferðamanna aukum við meðvitund um mikilvægi náttúruverndar og sjálfbærrar þróunar. Verkefnið sem jarðvangurinn vann í samstarfi við Víkurskóla og hlaut Menntaverðlaun Suðurlands á síðasta ári, er frábært dæmi um það hvernig Katla UNESCO Global Geopark hefur lagt sig fram við að fræða næstu kynslóðir um íslenska náttúru. Með áherslu á jarðfræði og með nýstárlegum kennsluaðferðum, veitir þetta verkefni börnum einstakt tækifæri til að kynnast náttúru svæðisins beint. Slík verkefni eru auðvitað mikilvæg fyrir börn almennt, en sérstaklega fyrir börn innflytjenda sem kunna að búa mörg ekki að sama þekkingarlega bakgrunni heima fyrir um íslenska náttúru. Að fá tækifæri til að læra um íslenska náttúru með þessum hætti eykur skilning þeirra á landinu sem þau búa í og hjálpar þeim að mynda sterkari tengsl við samfélagið. Þetta er mikilvægt skref í að efla menntun og náttúruvitund allra barna, óháð bakgrunni þeirra, og undirstrikar þá mikilvægu fræðslu- og samfélagslegu þætti sem jarðvangurinn stendur fyrir. Ef vel er haldið á málum þá eru mikil tækifæri í eflingu Kötlu UNESCO Global Geopark. Áhrifin sem hann getur haft til góðs þegar kemur að fræðslu, rannsóknarstarfi og ferðaþjónustu geta verið heilmikil. Það er því mikið fagnaðarefni að hið opinbera, sveitarfélögin og nú ríkið líka, skuli með stuðningi sínum gera okkur kleift að grípa þessi tækifæri. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps og stjórnarmaður í Kötlu UNESCO Global Geopark. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Mýrdalshreppur Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í kjölfar þess að samningur var undirritaður við Lilju D. Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, þar sem tryggður er 10 milljóna króna árlegur stuðningur næstu tvö árin, eru tækifæri til að efla og styrkja Kötlu UNESCO Global Geopark. Innan jarðvangsins er einstök náttúra og hann gegnir mikilvægu hlutverki í að draga fram sérstöðu svæðisins með áherslu á náttúruvernd, fræðslu og menningu. Ráðherra tilkynnti um ákvörðun sína fyrir fullum sal á ráðstefnu evrópskra jarðvanga sem haldin er þessa dagana í Reykjanesbæ og hlaut mikið lof viðstaddra og annarra ræðumanna. Nikolaos Zouros, formaður framkvæmdastjórnar alþjóðlegra jarðvanga (GGN) fagnaði þessu mjög í ávarpi sínu og sagði að þetta væri fordæmi sem önnur ríki ættu að líta til. Með auknum stuðningi er jarðvangnum kleift að auka fræðslustarfsemi og rannsóknir á svæðinu, efla innviði fyrir ferðamenn, og búa jarðveg fyrir ný tækifæri til atvinnuuppbyggingar. Jarðvangurinn hefur nú þegar staðið sig afar vel á þessu sviði, og þessi nýi samningur styrkir okkur til að þróa áfram verkefni sem stuðla að sjálfbærri nýtingu og verndun náttúruauðlinda svæðisins. Það er mikilvægt að nýta þennan stuðning til að styrkja tengsl okkar við alþjóðlegt net jarðvanga, og gera Katla UNESCO Global Geopark að miðpunkti fyrir rannsóknir og nýsköpun tengda jarðfræði og náttúruvernd. Með aukinni fræðslu til heimamanna og ferðamanna aukum við meðvitund um mikilvægi náttúruverndar og sjálfbærrar þróunar. Verkefnið sem jarðvangurinn vann í samstarfi við Víkurskóla og hlaut Menntaverðlaun Suðurlands á síðasta ári, er frábært dæmi um það hvernig Katla UNESCO Global Geopark hefur lagt sig fram við að fræða næstu kynslóðir um íslenska náttúru. Með áherslu á jarðfræði og með nýstárlegum kennsluaðferðum, veitir þetta verkefni börnum einstakt tækifæri til að kynnast náttúru svæðisins beint. Slík verkefni eru auðvitað mikilvæg fyrir börn almennt, en sérstaklega fyrir börn innflytjenda sem kunna að búa mörg ekki að sama þekkingarlega bakgrunni heima fyrir um íslenska náttúru. Að fá tækifæri til að læra um íslenska náttúru með þessum hætti eykur skilning þeirra á landinu sem þau búa í og hjálpar þeim að mynda sterkari tengsl við samfélagið. Þetta er mikilvægt skref í að efla menntun og náttúruvitund allra barna, óháð bakgrunni þeirra, og undirstrikar þá mikilvægu fræðslu- og samfélagslegu þætti sem jarðvangurinn stendur fyrir. Ef vel er haldið á málum þá eru mikil tækifæri í eflingu Kötlu UNESCO Global Geopark. Áhrifin sem hann getur haft til góðs þegar kemur að fræðslu, rannsóknarstarfi og ferðaþjónustu geta verið heilmikil. Það er því mikið fagnaðarefni að hið opinbera, sveitarfélögin og nú ríkið líka, skuli með stuðningi sínum gera okkur kleift að grípa þessi tækifæri. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps og stjórnarmaður í Kötlu UNESCO Global Geopark.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun