Hvað vitum við? Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar 7. október 2024 14:01 Á nýafstöðnu málþingi um verðmæti menningar og skapandi greina var kynnt skýrsla sem Ágúst Ólafur Ágústsson tók saman fyrir menningar og viðskiptaráðuneytið. Skýrslan nefnist Framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi – Greining og tillögur. Í kynningu sinni á skýrslunni benti Ágúst m.a. á að beint framlag menningar og skapandi greina á Íslandi eru um 3.5% af landsframleiðslu eða rúmlega 190 milljarðar króna. Þetta er nánast á pari við fiskveiðar og fiskeldi sem skapar 4%. Ágúst benti einnig á að virðisauki menningar og skapandi greina í hagkerfinu hefur aukist um 70% á 10 árum. Samkvæmt greiningu hans eru skattaívilnanir og opinbert framlag til menningarstarfssemi fjárfesting þar sem hver króna skilar þremur til baka. Hraðari vöxtur á Íslandi Allt frá 2011 þegar Kortlagning á efnahagslegum áhrifum skapandi greina var fyrst gerð hefur það verið skjalfest að nýr atvinnuvegur sem lætur verulega að sér kveða er að þróast. Það var þó ekki fyrr en árið 2021 sem menningarvísar á Hagstofu Íslands litu fyrst dagsins ljós. Í bráðabirgðarkortlagningu sem ástralski fræðimaðurinn Stuart Cunningham gerði ásamt teymi sínu á þeim tölum sem þar komu fram er ljóst að á Íslandi er hraðari vöxtur í þessari atvinnugrein heldur en í Bretlandi og í Ástralíu sem voru samanburðarlöndin í úttektinni. Uppfærðir menningarvísar litu svo dagsins ljós vorið 2023 sem greining og tillögur Ágústs byggja á. Það sama haust hófst starfssemi Rannsóknarseturs skapandi greina. Erla Rún Guðmundsdóttir forstöðukona setursins kynnti starfssemina á málþinginu með erindi sem hún kallaði: Hvað vitum við? Mikilvægi þekkingarsköpunar. Hún rakti þar þróun þekkingar á sviðinu. Hvað vitum við ekki? Í máli hennar kom hins vegar fram að okkur vantar margvíslegar upplýsingar. Við eigum ekki nema takmarkaðar tölur um útflutningstekjur í skapandi greinum. Við eigum ekki sundurliðun á tölum um opinbera og almenna markaðinn. Við getum ekki séð niðurbrot á tölum eftir landshlutum. Við eigum ekki upplýsingar um menningar- og miðlaneyslu. Og margt fleira er hægt að týna til. Gögn af þessu tagi eru forsenda þess að hægt sé að stunda samanburðarhæfar rannsóknir við nágrannaríki okkar og um leið efla okkar eigin þekkingu og stefnumótun á þessum mikilvæga atvinnuvegi. Þess utan er mikilvægt að skoða áhrif listiðkunar og menningar á heilsu þjóðar í miklu stærra samhengi og finna uppmælingar sem byggja ekki endilega á aurum og krónum heldur velsæld sem lítur öðrum mælikvörðum. Mikilvægi þekkingarsköpunar Af þessu má sjá að tækifærin til rannsókna í þessum geira eru mikil. Við þurfum að bretta upp ermar og sækja fram í þekkingarsköpun okkar á þessu sviði til þess að vita betur hvernig opinber stefnumótun og aðgerðir eru að nýtast samfélaginu, hvar eru brotalamir og hvernig er hægt er að gera enn betur? Í þessu samhengi er óskandi að sjóðir gefi rannsóknum í þessum geira aukinn gaum. Skref í á átt er styrkur sem Rannsóknasetur skapandi greina veitir til meistaranema sem eru að vinna 30-60 eininga rannsóknir til lokaverkefna á þessu sviði og er næsti umsóknafrestur 15. nóvember nk. Höfundur er formaður stjórnar rannsóknaseturs skapandi greina og fagstjóri skapandi greina við Háskólann Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Skóla- og menntamál Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnu málþingi um verðmæti menningar og skapandi greina var kynnt skýrsla sem Ágúst Ólafur Ágústsson tók saman fyrir menningar og viðskiptaráðuneytið. Skýrslan nefnist Framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi – Greining og tillögur. Í kynningu sinni á skýrslunni benti Ágúst m.a. á að beint framlag menningar og skapandi greina á Íslandi eru um 3.5% af landsframleiðslu eða rúmlega 190 milljarðar króna. Þetta er nánast á pari við fiskveiðar og fiskeldi sem skapar 4%. Ágúst benti einnig á að virðisauki menningar og skapandi greina í hagkerfinu hefur aukist um 70% á 10 árum. Samkvæmt greiningu hans eru skattaívilnanir og opinbert framlag til menningarstarfssemi fjárfesting þar sem hver króna skilar þremur til baka. Hraðari vöxtur á Íslandi Allt frá 2011 þegar Kortlagning á efnahagslegum áhrifum skapandi greina var fyrst gerð hefur það verið skjalfest að nýr atvinnuvegur sem lætur verulega að sér kveða er að þróast. Það var þó ekki fyrr en árið 2021 sem menningarvísar á Hagstofu Íslands litu fyrst dagsins ljós. Í bráðabirgðarkortlagningu sem ástralski fræðimaðurinn Stuart Cunningham gerði ásamt teymi sínu á þeim tölum sem þar komu fram er ljóst að á Íslandi er hraðari vöxtur í þessari atvinnugrein heldur en í Bretlandi og í Ástralíu sem voru samanburðarlöndin í úttektinni. Uppfærðir menningarvísar litu svo dagsins ljós vorið 2023 sem greining og tillögur Ágústs byggja á. Það sama haust hófst starfssemi Rannsóknarseturs skapandi greina. Erla Rún Guðmundsdóttir forstöðukona setursins kynnti starfssemina á málþinginu með erindi sem hún kallaði: Hvað vitum við? Mikilvægi þekkingarsköpunar. Hún rakti þar þróun þekkingar á sviðinu. Hvað vitum við ekki? Í máli hennar kom hins vegar fram að okkur vantar margvíslegar upplýsingar. Við eigum ekki nema takmarkaðar tölur um útflutningstekjur í skapandi greinum. Við eigum ekki sundurliðun á tölum um opinbera og almenna markaðinn. Við getum ekki séð niðurbrot á tölum eftir landshlutum. Við eigum ekki upplýsingar um menningar- og miðlaneyslu. Og margt fleira er hægt að týna til. Gögn af þessu tagi eru forsenda þess að hægt sé að stunda samanburðarhæfar rannsóknir við nágrannaríki okkar og um leið efla okkar eigin þekkingu og stefnumótun á þessum mikilvæga atvinnuvegi. Þess utan er mikilvægt að skoða áhrif listiðkunar og menningar á heilsu þjóðar í miklu stærra samhengi og finna uppmælingar sem byggja ekki endilega á aurum og krónum heldur velsæld sem lítur öðrum mælikvörðum. Mikilvægi þekkingarsköpunar Af þessu má sjá að tækifærin til rannsókna í þessum geira eru mikil. Við þurfum að bretta upp ermar og sækja fram í þekkingarsköpun okkar á þessu sviði til þess að vita betur hvernig opinber stefnumótun og aðgerðir eru að nýtast samfélaginu, hvar eru brotalamir og hvernig er hægt er að gera enn betur? Í þessu samhengi er óskandi að sjóðir gefi rannsóknum í þessum geira aukinn gaum. Skref í á átt er styrkur sem Rannsóknasetur skapandi greina veitir til meistaranema sem eru að vinna 30-60 eininga rannsóknir til lokaverkefna á þessu sviði og er næsti umsóknafrestur 15. nóvember nk. Höfundur er formaður stjórnar rannsóknaseturs skapandi greina og fagstjóri skapandi greina við Háskólann Bifröst.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar