Öryrkjar eiga betra skilið Svanberg Hreinsson skrifar 9. október 2024 09:02 Ár hvert eykst bilið á milli lágmarkslauna og tekna þeirra sem reiða sig á greiðslur frá Tryggingastofnun. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að fylgja vísitölu neysluverðs við ákvörðun um uppfærslur fjárhæða almannatrygginga, þrátt fyrir að vísitala neysluverðs hækki almennt mun minna en launavísitölur. Afleiðingin er sú að bilið á milli öryrkja og þeirra sem hafa lágmarkslaun fer breikkandi. Samkvæmt lögum eiga greiðslur almannatrygginga að breytast árlega í samræmi við fjárlög og skal ákvörðun þeirra taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þessa reglu má finna í 62. gr., áður 69. gr. laga um almannatryggingar og var hún upphaflega leidd í lög árið 1997 með það markmiði að tryggja að öryrkjar og ellilífeyrisþegar myndu njóta hækkunar á ráðstöfunartekjum í sama hlutfalli og almenningur. Þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, sagði í þingræðu við 1. umræðu frumvarpsins: „Viðmiðunin á að vera við laun en engu að síður er settur annar lás sem á að gæta þess ef svo vildi til, sem við skulum vona að verði ekki á næstu árum, að launin hækki minna en verðlag eins og hefur nú komið fyrir." Yfirlýsingu forsætisráðherra í umræðunni er tæpast hægt að túlka öðruvísi en þannig að orðalag frumvarpsins beri að skilja svo að bætur almannatrygginga og greiðslur skuli beinlínis fylgja launaþróun (launavísitölu) nema þegar verðlag hækkar umfram laun. Það er augljóst að stjórnvöld fylgja ekki settum lögum þar sem öryrkjar og aldraðir fá lægri tekjur en þau eiga rétt á. En þar sem Alþingi fer með fjárstjórnarvaldið skv. 41. gr. stjórnarskrárinnar og núverandi löggjöf felur Alþingi að ákvarða hækkanir bóta, hafa dómstólar talið það falla utan hlutverks síns að dæma um hvort rétt hafi verið staðið að hækkun bóta skv. 62. gr. laga um almannatryggingar og þar með er erfitt að kæra þetta óréttlæti. Svo virðist vera að kerfið hér á Íslandi ætli að teygja sig eins langt og hægt er til þess að koma í veg fyrir að fátækustu hópar samfélagsins fái tekjur sem standa undir grunnframfærslu. Í þessari stöðu er aðeins eitt sem hægt er að gera til að leiðrétta þetta rugl. Við þurfum að breyta lögunum á þann veg að stjórnvöld komist ekki upp með að hunsa þau eða mistúlka. Flokkur fólksins hefur margoft lagt fram frumvarp um að leiðrétta ákvæði 62. gr. þannig að það tryggi með fullnægjandi hætti að kjör lífeyrisþega almannatrygginga fylgi launaþróun. Frumvarpið leggur til að hækkun fjárhæða almannatrygginga, sem og frítekjumarka, skuli framvegis fylgja launaþróun eins og hún kemur fram í launavísitölu Hagstofu Íslands. Áfram er lagt til að greiðslur hækki þó aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þannig er tryggt að greiðslur lækki ekki skyndilega ef launaþróun er neikvæð, en valdið til að ákvarða eftir hentisemi hve mikið bætur hækka hverju sinni, er tekið úr höndum ríkisstjórnarinnar Allir ríkisstjórnarflokkarnir hafa lofað að leiðrétta þessa svokölluðu kjaragliðnun, en ekkert hefur verið gert í þeim málum síðastliðin tvö kjörtímabil. Áfram halda stjórnvöld að neita fátæku fólki um sjálfsögð réttindi á meðan þingmenn ríkisstjórnarinnar berjast gegn frumvarpi Flokks fólksins sem myndi koma í veg fyrir vaxandi kjaragliðnun. Að mínu mati eru þessi vinnubrögð óheiðarleg og óviðunandi. Við eigum betra skilið og Flokkur fólksins mun leggja allt sitt af mörkum til að leiðrétta áratuga langa sögu óréttlætis gagnvart lífeyrisþegum almannatrygginga. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanberg Hreinsson Flokkur fólksins Félagsmál Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ár hvert eykst bilið á milli lágmarkslauna og tekna þeirra sem reiða sig á greiðslur frá Tryggingastofnun. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að fylgja vísitölu neysluverðs við ákvörðun um uppfærslur fjárhæða almannatrygginga, þrátt fyrir að vísitala neysluverðs hækki almennt mun minna en launavísitölur. Afleiðingin er sú að bilið á milli öryrkja og þeirra sem hafa lágmarkslaun fer breikkandi. Samkvæmt lögum eiga greiðslur almannatrygginga að breytast árlega í samræmi við fjárlög og skal ákvörðun þeirra taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þessa reglu má finna í 62. gr., áður 69. gr. laga um almannatryggingar og var hún upphaflega leidd í lög árið 1997 með það markmiði að tryggja að öryrkjar og ellilífeyrisþegar myndu njóta hækkunar á ráðstöfunartekjum í sama hlutfalli og almenningur. Þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, sagði í þingræðu við 1. umræðu frumvarpsins: „Viðmiðunin á að vera við laun en engu að síður er settur annar lás sem á að gæta þess ef svo vildi til, sem við skulum vona að verði ekki á næstu árum, að launin hækki minna en verðlag eins og hefur nú komið fyrir." Yfirlýsingu forsætisráðherra í umræðunni er tæpast hægt að túlka öðruvísi en þannig að orðalag frumvarpsins beri að skilja svo að bætur almannatrygginga og greiðslur skuli beinlínis fylgja launaþróun (launavísitölu) nema þegar verðlag hækkar umfram laun. Það er augljóst að stjórnvöld fylgja ekki settum lögum þar sem öryrkjar og aldraðir fá lægri tekjur en þau eiga rétt á. En þar sem Alþingi fer með fjárstjórnarvaldið skv. 41. gr. stjórnarskrárinnar og núverandi löggjöf felur Alþingi að ákvarða hækkanir bóta, hafa dómstólar talið það falla utan hlutverks síns að dæma um hvort rétt hafi verið staðið að hækkun bóta skv. 62. gr. laga um almannatryggingar og þar með er erfitt að kæra þetta óréttlæti. Svo virðist vera að kerfið hér á Íslandi ætli að teygja sig eins langt og hægt er til þess að koma í veg fyrir að fátækustu hópar samfélagsins fái tekjur sem standa undir grunnframfærslu. Í þessari stöðu er aðeins eitt sem hægt er að gera til að leiðrétta þetta rugl. Við þurfum að breyta lögunum á þann veg að stjórnvöld komist ekki upp með að hunsa þau eða mistúlka. Flokkur fólksins hefur margoft lagt fram frumvarp um að leiðrétta ákvæði 62. gr. þannig að það tryggi með fullnægjandi hætti að kjör lífeyrisþega almannatrygginga fylgi launaþróun. Frumvarpið leggur til að hækkun fjárhæða almannatrygginga, sem og frítekjumarka, skuli framvegis fylgja launaþróun eins og hún kemur fram í launavísitölu Hagstofu Íslands. Áfram er lagt til að greiðslur hækki þó aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þannig er tryggt að greiðslur lækki ekki skyndilega ef launaþróun er neikvæð, en valdið til að ákvarða eftir hentisemi hve mikið bætur hækka hverju sinni, er tekið úr höndum ríkisstjórnarinnar Allir ríkisstjórnarflokkarnir hafa lofað að leiðrétta þessa svokölluðu kjaragliðnun, en ekkert hefur verið gert í þeim málum síðastliðin tvö kjörtímabil. Áfram halda stjórnvöld að neita fátæku fólki um sjálfsögð réttindi á meðan þingmenn ríkisstjórnarinnar berjast gegn frumvarpi Flokks fólksins sem myndi koma í veg fyrir vaxandi kjaragliðnun. Að mínu mati eru þessi vinnubrögð óheiðarleg og óviðunandi. Við eigum betra skilið og Flokkur fólksins mun leggja allt sitt af mörkum til að leiðrétta áratuga langa sögu óréttlætis gagnvart lífeyrisþegum almannatrygginga. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun