Mikið undir á fyrsta sáttafundi eftir verkfallsboðun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. október 2024 00:01 Magnús Þór er formaður Kennarasambandsins. Vísir/Bjarni Í fyrramálið er mikilvægur fundur hjá Ríkissáttasemjara en umfangsmikil verkföll eru á dagskrá í lok mánaðar. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að enn beri mikið í milli en hann vonast til þess að deiluaðilar nái saman svo afstýra megi verkföllum. Eftir síðasta fund hjá ríkissáttasemjara var samninganefndum falið að vinna verkefni. Þær eiga síðan að hittast í fyrramálið klukkan 09.00 með afrakstur þeirrar vinnu. Þetta er fyrsti sáttafundur eftir að samþykkt var að ráðast í verkföll í alls níu skólum. „Við erum alltaf á þeim stað að vilja koma í veg fyrir aðgerðir. Þegar maður setur fram aðgerðir þá er maður alltaf að gera sér vonir um að þar með sé maður búinn að gera ramma sem hraðar verkinu. Þetta er flókið úrlausnarefni og ennþá töluvert á milli en ég aftur á móti held að ef við náum að setjast yfir þetta og höldum áfram að reyna að fanga þetta verkefni – þetta er nýtt verkefni að öll kennarastéttin kalli eftir kennarastéttin kalli eftir fjárfestingu í sínum störfum - að þá hef ég alla trú á þessu fólki sem situr við borðið.“ Hverjar eru kröfurnar? „Við háskólamenntaðir sérfræðingar í fræðslugeiranum þurfum að hafa sambærileg laun og háskólamenntaðir sérfræðingar á almennum vinnumarkaði. Um það þarf samtalið að fara að snúast um.“ Ummæli borgarstjóra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna fyrir helgi hafa vakið hörð viðbrögð í kennarasamfélaginu. Borgarstjóri er staddur á ráðstefnu erlendis. Þess má þó geta að hann birti grein á Vísi í kvöld, en hana má finna hér. Fréttastofa hefur ekki náð tali af borgarstjóra - hann er staddur á ráðstefnu erlendis. Magnús segir ummælin þó ekki stóra málið. „Mér finnst borgarstjóri eiga að biðjast afsökunar á því að hafa talað með óvarlegum hætti, væntanlega af einhverju þekkingarleysi. Við erum alls ekki við kjarasamningsborðið að ræða ummæli borgarstjóra. Verkefnið okkar er búið að vera skýrt mjög lengi og hefur ekki tengingu við hans skoðun eða annarra.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Tónlistarnám Reykjavík Borgarstjórn Kennaraverkfall 2024 Tengdar fréttir Allir tónlistarkennararnir til í verkfall Félagsfólk í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, sem starfar í Tónlistarskóla Ísafjarðar, samþykkti að boða til verkfalls 29. október næstkomandi, með öllum greiddum atkvæðum. Þar með hafa verkföll verið boðuð í níu skólum. 11. október 2024 17:08 „Grafalvarlegt mál“ ef af verkföllum verður Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir grafalvarlegt ef börn og ungmenni missi úr námi vegna verkfalla. Hann biðlar til samningsaðila að standa undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíli, vera lausnamiðaðir og gera það sem í þeirra valdi stendur til að afstýra megi verkfalli. 11. október 2024 13:01 Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. 13. október 2024 13:20 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Eftir síðasta fund hjá ríkissáttasemjara var samninganefndum falið að vinna verkefni. Þær eiga síðan að hittast í fyrramálið klukkan 09.00 með afrakstur þeirrar vinnu. Þetta er fyrsti sáttafundur eftir að samþykkt var að ráðast í verkföll í alls níu skólum. „Við erum alltaf á þeim stað að vilja koma í veg fyrir aðgerðir. Þegar maður setur fram aðgerðir þá er maður alltaf að gera sér vonir um að þar með sé maður búinn að gera ramma sem hraðar verkinu. Þetta er flókið úrlausnarefni og ennþá töluvert á milli en ég aftur á móti held að ef við náum að setjast yfir þetta og höldum áfram að reyna að fanga þetta verkefni – þetta er nýtt verkefni að öll kennarastéttin kalli eftir kennarastéttin kalli eftir fjárfestingu í sínum störfum - að þá hef ég alla trú á þessu fólki sem situr við borðið.“ Hverjar eru kröfurnar? „Við háskólamenntaðir sérfræðingar í fræðslugeiranum þurfum að hafa sambærileg laun og háskólamenntaðir sérfræðingar á almennum vinnumarkaði. Um það þarf samtalið að fara að snúast um.“ Ummæli borgarstjóra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna fyrir helgi hafa vakið hörð viðbrögð í kennarasamfélaginu. Borgarstjóri er staddur á ráðstefnu erlendis. Þess má þó geta að hann birti grein á Vísi í kvöld, en hana má finna hér. Fréttastofa hefur ekki náð tali af borgarstjóra - hann er staddur á ráðstefnu erlendis. Magnús segir ummælin þó ekki stóra málið. „Mér finnst borgarstjóri eiga að biðjast afsökunar á því að hafa talað með óvarlegum hætti, væntanlega af einhverju þekkingarleysi. Við erum alls ekki við kjarasamningsborðið að ræða ummæli borgarstjóra. Verkefnið okkar er búið að vera skýrt mjög lengi og hefur ekki tengingu við hans skoðun eða annarra.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Tónlistarnám Reykjavík Borgarstjórn Kennaraverkfall 2024 Tengdar fréttir Allir tónlistarkennararnir til í verkfall Félagsfólk í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, sem starfar í Tónlistarskóla Ísafjarðar, samþykkti að boða til verkfalls 29. október næstkomandi, með öllum greiddum atkvæðum. Þar með hafa verkföll verið boðuð í níu skólum. 11. október 2024 17:08 „Grafalvarlegt mál“ ef af verkföllum verður Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir grafalvarlegt ef börn og ungmenni missi úr námi vegna verkfalla. Hann biðlar til samningsaðila að standa undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíli, vera lausnamiðaðir og gera það sem í þeirra valdi stendur til að afstýra megi verkfalli. 11. október 2024 13:01 Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. 13. október 2024 13:20 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Allir tónlistarkennararnir til í verkfall Félagsfólk í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, sem starfar í Tónlistarskóla Ísafjarðar, samþykkti að boða til verkfalls 29. október næstkomandi, með öllum greiddum atkvæðum. Þar með hafa verkföll verið boðuð í níu skólum. 11. október 2024 17:08
„Grafalvarlegt mál“ ef af verkföllum verður Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir grafalvarlegt ef börn og ungmenni missi úr námi vegna verkfalla. Hann biðlar til samningsaðila að standa undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíli, vera lausnamiðaðir og gera það sem í þeirra valdi stendur til að afstýra megi verkfalli. 11. október 2024 13:01
Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. 13. október 2024 13:20
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent