Að halda niðri launum og lifa á loftinu Þóranna Rósa Ólafsdóttir skrifar 18. október 2024 18:02 Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ritaði grein á Vísi þann 17. október 2024 þar sem hún furðar sig á hvar kröfugerð KÍ er. Samtök atvinnulífsins og aðrir hagaðilar hafa lengi öfundast af lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Þegar rætt hefur verið um jöfnun launa þá hafa rökin verið sögð að það væri ekki hægt fyrr en búið væri að samræma lífeyriskerfið. Það varð úr að árið 2016 sömdu ríki, sveitarfélög og heildarsamtök launafólks um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Markmið samkomulagsins var að tryggja sjálfbærni lífeyriskerfisins og kjör launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði yrðu jöfnuð eins og kostur er. Jafnframt var samið um að jafna skyldi laun einstakra starfshópa milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins til að tryggja að ekki sé kerfislægur launamunur milli markaða. Jöfnunin átti að eiga sér stað á 6-10 árum sem þýðir að henni á að vera lokið árið 2026 í síðasta lagi. Staðan er sú að jöfnun launa okkar í fræðslustarfsemi hefur ekki komið til kastanna. Það er búið að skerða lífeyrisréttindi mín sem fædd er 1971 um 8,7%. Ég hef helgað mig fræðslustarfsemi frá því ég útskrifaðist með B.Ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands árið 1995. Á þeim tíma hef ég, eins og fjölmargir bætt við mig meistaragráðu og tekið mörg námskeið, sótt ráðstefnur og fundi til að halda mér við í starfi. Raunstaðan er sú að við sem störfum í fræðslugeiranum, erum á botninum þegar það kemur að launaröðun. Þessum hópi hefur verið haldið niðri af aðilum eins og Samtökum atvinnulífsins með þeirri réttlætingu að við séum með betri veikindarétt og meira sumarfrí! Veikindaréttur og sumarfrí greiða ekki reikningana okkar og sumarfríin getum við bara tekið á dýrasta tíma sem hentar ekki endilega veskinu okkar. Nú er sú staða komin upp að við sem störfum sem stjórnendur í grunnskólum fáum orðið ekki umsóknir um laus störf. Þetta er sama staða og leikskólastjórar hafa staðið frammi fyrir í mörg ár. Launin sem við erum að borga eru þannig að við erum ekki samkeppnishæf! Á meðan það er þá munum við ekki efla skólakerfið okkar eða ná þeim árangri sem við væntum. Samtök atvinnulífsins og Samband íslenskra sveitarfélaga verða að gera sér grein fyrir að láglaunastefna þeirra í fræðslugeiranum gengur ekki upp. Krafan er sú að staðið verður við gerða samninga og jöfnun launa verði veruleikinn en ekki að skerða eingöngu lífeyrisréttindin okkar. Við eigum betra skilið en svona framkomu. Þóranna Rósa Ólafsdóttir Varaformaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ritaði grein á Vísi þann 17. október 2024 þar sem hún furðar sig á hvar kröfugerð KÍ er. Samtök atvinnulífsins og aðrir hagaðilar hafa lengi öfundast af lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Þegar rætt hefur verið um jöfnun launa þá hafa rökin verið sögð að það væri ekki hægt fyrr en búið væri að samræma lífeyriskerfið. Það varð úr að árið 2016 sömdu ríki, sveitarfélög og heildarsamtök launafólks um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Markmið samkomulagsins var að tryggja sjálfbærni lífeyriskerfisins og kjör launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði yrðu jöfnuð eins og kostur er. Jafnframt var samið um að jafna skyldi laun einstakra starfshópa milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins til að tryggja að ekki sé kerfislægur launamunur milli markaða. Jöfnunin átti að eiga sér stað á 6-10 árum sem þýðir að henni á að vera lokið árið 2026 í síðasta lagi. Staðan er sú að jöfnun launa okkar í fræðslustarfsemi hefur ekki komið til kastanna. Það er búið að skerða lífeyrisréttindi mín sem fædd er 1971 um 8,7%. Ég hef helgað mig fræðslustarfsemi frá því ég útskrifaðist með B.Ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands árið 1995. Á þeim tíma hef ég, eins og fjölmargir bætt við mig meistaragráðu og tekið mörg námskeið, sótt ráðstefnur og fundi til að halda mér við í starfi. Raunstaðan er sú að við sem störfum í fræðslugeiranum, erum á botninum þegar það kemur að launaröðun. Þessum hópi hefur verið haldið niðri af aðilum eins og Samtökum atvinnulífsins með þeirri réttlætingu að við séum með betri veikindarétt og meira sumarfrí! Veikindaréttur og sumarfrí greiða ekki reikningana okkar og sumarfríin getum við bara tekið á dýrasta tíma sem hentar ekki endilega veskinu okkar. Nú er sú staða komin upp að við sem störfum sem stjórnendur í grunnskólum fáum orðið ekki umsóknir um laus störf. Þetta er sama staða og leikskólastjórar hafa staðið frammi fyrir í mörg ár. Launin sem við erum að borga eru þannig að við erum ekki samkeppnishæf! Á meðan það er þá munum við ekki efla skólakerfið okkar eða ná þeim árangri sem við væntum. Samtök atvinnulífsins og Samband íslenskra sveitarfélaga verða að gera sér grein fyrir að láglaunastefna þeirra í fræðslugeiranum gengur ekki upp. Krafan er sú að staðið verður við gerða samninga og jöfnun launa verði veruleikinn en ekki að skerða eingöngu lífeyrisréttindin okkar. Við eigum betra skilið en svona framkomu. Þóranna Rósa Ólafsdóttir Varaformaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun