ESB: Engar áhyggjur Kjartan Valgarðsson skrifar 22. október 2024 12:17 Samfylkingin hefur frá stofnun verið fylgjandi inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku evru. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sótti um inngöngu í ESB. Össur Skarphéðinsson leiddi viðræður okkar við ESB. Samfylkingin er enn sama sinnis. Það er engin ástæða til að draga í efa. Hitt er annað mál hvað Samfylkingin leggur áherslu á í kosningum. Samfylkingin hefur verið að færa sig nær verkalýðshreyfingunni undir forystu Kristrúnar Frostadóttur og nú má segja að sé gott talsamband og samstarf milli flokks og hreyfingar. Verkalýðshreyfingin berst á tvennum vígstöðvum: á götunni/við samningaborðið og í þinginu. Við höfum satt best að segja ekki verið nógu flink í kosningum fram að þessu, við höfum sett fram of mörg stefnumál, eiginlega öll, skilaboðin verið óljós (hver man ekki eftir „Líf í lit“) og samkvæmt rannsóknum þá hefur almenningur átt erfitt með að átta sig á fyrir hvað við stöndum. Þetta er breytt. Nú leggjum við áherslu á kjör og lífsaðstæður venjulegt vinnandi fólks með skýrri stefnumökum og strategíu sem dregur fram trausta efnahagsstjórn sem er grunnurinn fyrir því að við getum komið umbótum í heilbrigðiskerfinu, samgöngum (svo fólk komist í vinnu og til læknis) og húsnæðismálum í framkvæmd. Fólk sem hefur áhyggjur af næstu mánaðamótum er ekki upptekið af því hvort við séum á leiðinni í ESB eða ekki. Áhugafólk um akademískar samræður í 101 og 107 telur það hins vegar skipta öllu. Hvað bíður þá okkar Evrópusinna? Ef 32 þingmenn eða fleiri koma upp úr kjörkössunum 30. nóbember sem eru hlyntir inngöngu Íslans í Evrópusambandið þá er líklegt að eftirfarandi þingsályktunartillaga verði lögð fram: „Alþingi ályktar að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald og lok viðræðna Íslands við Evrópusambandið.“ Samningsdrögin verða síðan lögð fyrir þjóðina í annari þjóðaratkvæðagreiðslu sem ég vona verði samþykkt. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Valgarðsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur frá stofnun verið fylgjandi inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku evru. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sótti um inngöngu í ESB. Össur Skarphéðinsson leiddi viðræður okkar við ESB. Samfylkingin er enn sama sinnis. Það er engin ástæða til að draga í efa. Hitt er annað mál hvað Samfylkingin leggur áherslu á í kosningum. Samfylkingin hefur verið að færa sig nær verkalýðshreyfingunni undir forystu Kristrúnar Frostadóttur og nú má segja að sé gott talsamband og samstarf milli flokks og hreyfingar. Verkalýðshreyfingin berst á tvennum vígstöðvum: á götunni/við samningaborðið og í þinginu. Við höfum satt best að segja ekki verið nógu flink í kosningum fram að þessu, við höfum sett fram of mörg stefnumál, eiginlega öll, skilaboðin verið óljós (hver man ekki eftir „Líf í lit“) og samkvæmt rannsóknum þá hefur almenningur átt erfitt með að átta sig á fyrir hvað við stöndum. Þetta er breytt. Nú leggjum við áherslu á kjör og lífsaðstæður venjulegt vinnandi fólks með skýrri stefnumökum og strategíu sem dregur fram trausta efnahagsstjórn sem er grunnurinn fyrir því að við getum komið umbótum í heilbrigðiskerfinu, samgöngum (svo fólk komist í vinnu og til læknis) og húsnæðismálum í framkvæmd. Fólk sem hefur áhyggjur af næstu mánaðamótum er ekki upptekið af því hvort við séum á leiðinni í ESB eða ekki. Áhugafólk um akademískar samræður í 101 og 107 telur það hins vegar skipta öllu. Hvað bíður þá okkar Evrópusinna? Ef 32 þingmenn eða fleiri koma upp úr kjörkössunum 30. nóbember sem eru hlyntir inngöngu Íslans í Evrópusambandið þá er líklegt að eftirfarandi þingsályktunartillaga verði lögð fram: „Alþingi ályktar að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald og lok viðræðna Íslands við Evrópusambandið.“ Samningsdrögin verða síðan lögð fyrir þjóðina í annari þjóðaratkvæðagreiðslu sem ég vona verði samþykkt. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar