Hærri laun eða viðhalda áunnum réttindum! Hvernig verðleggjum við menntun barnanna okkar? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar 25. október 2024 11:32 Formaður samninganefndar sveitarfélaga, Inga Rún Ólafsdóttir, var í viðtali á Rás 2 þann 24. október 2024. Það var áhugavert að heyra rök hennar fyrir því hvers vegna ekki sé hægt að verða við kröfum kennara. Hún benti á að opinberir starfsmenn, þ.m.t. kennarar, njóti meiri réttinda en fólk á almennum vinnumarkaði. Þar nefndi hún aukinn veikindarétt, orlofsrétt, auk yfirráða yfir eigin vinnutíma. Einnig sagði hún að vinnuálagið væri minna en á almennum vinnumarkaði. Inga Rún sagði að ef orðið yrði við launakröfum kennara myndi vinnumagnið aukast og að því fylgdi stytting á vetrar- og sumarleyfi, auk þess sem páskafríið og þrjár vikur á launum vegna símenntunar myndu falla niður. Í stað þess að hækka launin lagði hún til að fjölga starfsheitum til stuðnings kennurum, til að létta undir með þeim. Hún fullyrti einnig að það vantaði ekki peninga, nóg væri til, en mikilvægt væri að deila þeim betur og útvega kennurum aðstoðarfólk. Jafnframt nefndi hún að kennarar væru frábærir og að við þyrftum að hlúa betur að þeim, en þó bætti hún við að kennarar væru "viðkvæmir og móðgunargjarnir." Það virðist ekki renna upp fyrir Ingu Rún að kennsla felur í sér undirbúning, kennsluna sjálfa og yfirferð verkefna, sem að jafnaði gerir 43 klukkustundir á viku miðað við 100% starf. Manni verður orðavant við að svara þessum sjónarmiðum, og tilfinningin er sú að stefni í langt kennaraverkfall. Meðallaun kennara sem eru sérfræðingar í fræðslustarfsemi eru um 800þ. á mánuði, á meðan meðallaun sérfræðinga á almennum markaði eru um 1.100þ. krónur á mánuði. Félagsmenn Kennarasambands Íslands hafa beðið í átta ár eftir að viðsemjendur þeirra, ríki, borg og sveitarfélög, standi við loforð frá 2016 um að jafna ómálefnalegan launamun milli opinbera og almenns markaðar. Kennarastéttin er þvinguð til að taka að sér aðra vinnu samhliða kennslunni til að láta enda ná saman, því launin duga oft ekki. Það er því miður ríkjandi viðhorf á Íslandi að það sé eðlilegt að vinna tvær til þrjár vinnur í stað þess að ein vinna dugi til framfærslu. Kennaranám krefst að meðaltali fimm ára háskólanáms, sem miðar að því að undirbúa börn og unglinga fyrir lífið með því að tryggja þeim jöfn tækifæri. Hvernig verðleggjum við menntun barnanna okkar! Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Formaður samninganefndar sveitarfélaga, Inga Rún Ólafsdóttir, var í viðtali á Rás 2 þann 24. október 2024. Það var áhugavert að heyra rök hennar fyrir því hvers vegna ekki sé hægt að verða við kröfum kennara. Hún benti á að opinberir starfsmenn, þ.m.t. kennarar, njóti meiri réttinda en fólk á almennum vinnumarkaði. Þar nefndi hún aukinn veikindarétt, orlofsrétt, auk yfirráða yfir eigin vinnutíma. Einnig sagði hún að vinnuálagið væri minna en á almennum vinnumarkaði. Inga Rún sagði að ef orðið yrði við launakröfum kennara myndi vinnumagnið aukast og að því fylgdi stytting á vetrar- og sumarleyfi, auk þess sem páskafríið og þrjár vikur á launum vegna símenntunar myndu falla niður. Í stað þess að hækka launin lagði hún til að fjölga starfsheitum til stuðnings kennurum, til að létta undir með þeim. Hún fullyrti einnig að það vantaði ekki peninga, nóg væri til, en mikilvægt væri að deila þeim betur og útvega kennurum aðstoðarfólk. Jafnframt nefndi hún að kennarar væru frábærir og að við þyrftum að hlúa betur að þeim, en þó bætti hún við að kennarar væru "viðkvæmir og móðgunargjarnir." Það virðist ekki renna upp fyrir Ingu Rún að kennsla felur í sér undirbúning, kennsluna sjálfa og yfirferð verkefna, sem að jafnaði gerir 43 klukkustundir á viku miðað við 100% starf. Manni verður orðavant við að svara þessum sjónarmiðum, og tilfinningin er sú að stefni í langt kennaraverkfall. Meðallaun kennara sem eru sérfræðingar í fræðslustarfsemi eru um 800þ. á mánuði, á meðan meðallaun sérfræðinga á almennum markaði eru um 1.100þ. krónur á mánuði. Félagsmenn Kennarasambands Íslands hafa beðið í átta ár eftir að viðsemjendur þeirra, ríki, borg og sveitarfélög, standi við loforð frá 2016 um að jafna ómálefnalegan launamun milli opinbera og almenns markaðar. Kennarastéttin er þvinguð til að taka að sér aðra vinnu samhliða kennslunni til að láta enda ná saman, því launin duga oft ekki. Það er því miður ríkjandi viðhorf á Íslandi að það sé eðlilegt að vinna tvær til þrjár vinnur í stað þess að ein vinna dugi til framfærslu. Kennaranám krefst að meðaltali fimm ára háskólanáms, sem miðar að því að undirbúa börn og unglinga fyrir lífið með því að tryggja þeim jöfn tækifæri. Hvernig verðleggjum við menntun barnanna okkar! Höfundur er framhaldsskólakennari.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun