Er verið að blekkja fólk? Reynir Böðvarsson skrifar 27. október 2024 10:32 Það eru blikur á lofti í íslenskum stjórnmálum, allt getur farið á versta veg þrátt fyrir stórkostlegt afhroð sem Sjálfstæðisflokkurinn fær í skoðanakönnunum. Það eru nefnilega til flokkar sem eru tilbúnir til að halda uppi merkjum hans, Viðreisn og Miðflokkurinn sjá um nýfrjálshyggjuna og tekur við öfga hægrinu og Miðflokkurinn og Flokkur fólksins sjá um rasistana sem ber nú meira á en oft áður en hafa alltaf verið til staðar í Sjálfstæðisflokknum og reyndar víðar, til dæmis í Framsóknarflokknum. Það væri ömurleg þróun á íslensku samfélagi ef áfram verður haldið á veg nýfrjálshyggjunnar, það þýðir einfaldlega að Norræna velferðarmódelið verður yfirgefið og fetað í spor anglósaxniskra hefða sem bjóða upp á aukna stéttaskiptingu og ójöfnuð. Ég held ekki að íslenskur almenningur mundi velja þá vegferð væri þjóðaratkvæðagreiðsla um það, ég held að atkvæðin mundu falla með afgerandi meirihluta Norræna velferðarmódelinu í vil. Vissulega eru hægriflokkar á Norðurlöndum að markaðsvæða allan fjandan en það er yfirleitt í óþökk almennings, það er auðvitað gert af hugmyndafræðilegum orsökum fyrst og fremst og líkist einna helst sekt trúaðra á nýfrjálshyggjuna sem er á góðri leið með að brjóta niður það sem hefur þó áunnist fyrir hennar tíma. Þetta þarf að stoppa og Miðflokkurinn og Viðreisn eiga ekkert erindi í Íslenska pólitík nú frekar en fyrr og Sjálfstæðisflokkurinn hefur nánast alltaf verið til óþurftar. Hvað varðar útlendingaandúð og rasisma sem Miðflokkurinn og Flokkur fólksins bera fram ásamt hluta af Sjálfstæðisflokknum þá held ég að verið sé að blekkja fólk. Vandamál við útlendinga á Íslandi hefur í raun ekkert að gera með hælisleitendur nema í tveimur tilfellum, þeir eru einfaldlega svo fáir nema þeir sem þjóðin opnaði arma sína gagnvart, flóttamönnum frá Úkraínu og svo fólkið frá Venesúela sem Sjálfstæðisflokkurinn valdi að veita sérstakt skjól í undirlægjuhætti sínum við Bandaríkin. Ekkert hinna Norðurlandanna gerði það. Þetta er heimatilbúið vandamál undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og hefur í raun ekkert að gera með alþjóðlega flóttamenn sem eru mjög fáir á Íslandi. Útlendingarnir sem þessir flokkar eru að ala andúð á eru einfaldlega fólk innan EES sem hefur flutt hingað, vinnur og heldur þjóðfélaginu gangandi. Við hefðum aldrei komist úr efnahagskreppunni án þeirra. Ég vona þrátt fyrir allt að Vinstri-græn nái sér á strik, en það má ekki vera á kostnað Sósíalistaflokksins því þeir eru þeir einu sem er treystandi til þess að halda uppi alvöru vinstristefnu, í góðum tengslum við verkalýðshreyfinguna, sem sögulega á allan heiður af framþróun þjóðfélaga á vesturlöndum og víðar fram að nýfrjálshyggju. Í VG er margt gott fólk sem getur komið að gagni í baráttunni fyrir vinstri áherslum þótt minna hafi fyrir því síðustu ár hjá þeim. Það er sorglegt að Samfylkingin sé að flörta við þessar fáránlegu hugmyndir um hættu vegna margra flóttamanna, þær standast enga skoðun og ég vona svo sannarlega að ekki verði haldið áfram á þeirri braut. Bæði hvað varðar þennan málaflokk og nýfrjálshyggju þarf Samfylkingin aðhald, sterkt aðhald, við þekkjum það úr Svandinavíu. Sósíalistar og Píratar geta veit aðhald þegar kemur að mannréttindum og gagnsærri stjórnsýslu. Sósíalistaflokkurinn er hinsvegar eina raunverulega aðhaldið sem gerir von um að halda aftur af nýfrjálshyggjunni og þeirri öfga hægri stefnu sem hefur fengið að grassera á Íslandi í áratugi. Loftlags vandinn er mikilvægasta mál komandi kynslóða og á honum verður að taka. Þar er eingöngu hægt að treysta á flokkana vinstra meigin við miðju og svo Pírata. Skammtíma gróða hugsjónir hægri flokkana eru einfaldlega í andstöðu við þær nauðsynlögu langtíma aðgerðir sem fara verður í ef ekki á að fara illa. Samfélög þar sem jöfnuður ríkir eru betur í stakk búin til þess að takast á við vandan og þar er stefna Sósíalistaflokksins skýr. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Loftslagsmál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Það eru blikur á lofti í íslenskum stjórnmálum, allt getur farið á versta veg þrátt fyrir stórkostlegt afhroð sem Sjálfstæðisflokkurinn fær í skoðanakönnunum. Það eru nefnilega til flokkar sem eru tilbúnir til að halda uppi merkjum hans, Viðreisn og Miðflokkurinn sjá um nýfrjálshyggjuna og tekur við öfga hægrinu og Miðflokkurinn og Flokkur fólksins sjá um rasistana sem ber nú meira á en oft áður en hafa alltaf verið til staðar í Sjálfstæðisflokknum og reyndar víðar, til dæmis í Framsóknarflokknum. Það væri ömurleg þróun á íslensku samfélagi ef áfram verður haldið á veg nýfrjálshyggjunnar, það þýðir einfaldlega að Norræna velferðarmódelið verður yfirgefið og fetað í spor anglósaxniskra hefða sem bjóða upp á aukna stéttaskiptingu og ójöfnuð. Ég held ekki að íslenskur almenningur mundi velja þá vegferð væri þjóðaratkvæðagreiðsla um það, ég held að atkvæðin mundu falla með afgerandi meirihluta Norræna velferðarmódelinu í vil. Vissulega eru hægriflokkar á Norðurlöndum að markaðsvæða allan fjandan en það er yfirleitt í óþökk almennings, það er auðvitað gert af hugmyndafræðilegum orsökum fyrst og fremst og líkist einna helst sekt trúaðra á nýfrjálshyggjuna sem er á góðri leið með að brjóta niður það sem hefur þó áunnist fyrir hennar tíma. Þetta þarf að stoppa og Miðflokkurinn og Viðreisn eiga ekkert erindi í Íslenska pólitík nú frekar en fyrr og Sjálfstæðisflokkurinn hefur nánast alltaf verið til óþurftar. Hvað varðar útlendingaandúð og rasisma sem Miðflokkurinn og Flokkur fólksins bera fram ásamt hluta af Sjálfstæðisflokknum þá held ég að verið sé að blekkja fólk. Vandamál við útlendinga á Íslandi hefur í raun ekkert að gera með hælisleitendur nema í tveimur tilfellum, þeir eru einfaldlega svo fáir nema þeir sem þjóðin opnaði arma sína gagnvart, flóttamönnum frá Úkraínu og svo fólkið frá Venesúela sem Sjálfstæðisflokkurinn valdi að veita sérstakt skjól í undirlægjuhætti sínum við Bandaríkin. Ekkert hinna Norðurlandanna gerði það. Þetta er heimatilbúið vandamál undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og hefur í raun ekkert að gera með alþjóðlega flóttamenn sem eru mjög fáir á Íslandi. Útlendingarnir sem þessir flokkar eru að ala andúð á eru einfaldlega fólk innan EES sem hefur flutt hingað, vinnur og heldur þjóðfélaginu gangandi. Við hefðum aldrei komist úr efnahagskreppunni án þeirra. Ég vona þrátt fyrir allt að Vinstri-græn nái sér á strik, en það má ekki vera á kostnað Sósíalistaflokksins því þeir eru þeir einu sem er treystandi til þess að halda uppi alvöru vinstristefnu, í góðum tengslum við verkalýðshreyfinguna, sem sögulega á allan heiður af framþróun þjóðfélaga á vesturlöndum og víðar fram að nýfrjálshyggju. Í VG er margt gott fólk sem getur komið að gagni í baráttunni fyrir vinstri áherslum þótt minna hafi fyrir því síðustu ár hjá þeim. Það er sorglegt að Samfylkingin sé að flörta við þessar fáránlegu hugmyndir um hættu vegna margra flóttamanna, þær standast enga skoðun og ég vona svo sannarlega að ekki verði haldið áfram á þeirri braut. Bæði hvað varðar þennan málaflokk og nýfrjálshyggju þarf Samfylkingin aðhald, sterkt aðhald, við þekkjum það úr Svandinavíu. Sósíalistar og Píratar geta veit aðhald þegar kemur að mannréttindum og gagnsærri stjórnsýslu. Sósíalistaflokkurinn er hinsvegar eina raunverulega aðhaldið sem gerir von um að halda aftur af nýfrjálshyggjunni og þeirri öfga hægri stefnu sem hefur fengið að grassera á Íslandi í áratugi. Loftlags vandinn er mikilvægasta mál komandi kynslóða og á honum verður að taka. Þar er eingöngu hægt að treysta á flokkana vinstra meigin við miðju og svo Pírata. Skammtíma gróða hugsjónir hægri flokkana eru einfaldlega í andstöðu við þær nauðsynlögu langtíma aðgerðir sem fara verður í ef ekki á að fara illa. Samfélög þar sem jöfnuður ríkir eru betur í stakk búin til þess að takast á við vandan og þar er stefna Sósíalistaflokksins skýr. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun