Verkföll hefjast á morgun: „Þetta er þvílíkur ómöguleiki“ Bjarki Sigurðsson skrifar 28. október 2024 14:23 Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Ívar Fannar Að öllu óbreyttu hefjast verkföll kennara í níu skólum á morgun. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir stöðuna grafalvarlega og er afar svartsýn á að samningar náist í dag. Deiluaðilar hafa fundað stíft hjá Ríkissáttasemjara síðustu vikur en ekki náð saman. Búið er að boða til verkfallsaðgerða í þrettán skólum og níu þeirra hefja aðgerðir á morgun, fjórir leikskólar, þrír grunnskólar, einn framhaldsskóli og einn tónlistarskóli. Kennarar krefjast þess að laun þeirra verði sambærileg launum sérfræðinga á almennum markaði. Formaður félags grunnskólakennara sagði fyrir helgi kennara vera með um sjö hundruð þúsund krónur á mánuði en þeir krefjist þess að fá rúma milljón. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir kröfur kennara óraunhæfar og er ekki bjartsýn á að samningar náist áður en verkföll skella á á morgun. „Við erum hvorki að komast nær né er ég bjartsýn. Þetta er þvílíkur ómöguleiki,“ segir Inga. Þannig það stefnir allt í að verkföll hefjist á morgun? „Ég er hrædd um það, það þarf eitthvað mikið að gerast til þess að svo verði ekki.“ Hún segir stöðuna grafalvarlega en deiluaðilar gefast ekki upp og funda áfram. „Aðilar hafa verið að vinna í sitthvoru lagi núna í morgun. Ég geri ráð fyrir að við förum að hittast nú eftir hádegi,“ segir Inga. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tónlistarnám Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kennarar ættu að koma sér úr hlutverki fórnarlamba Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla segir kennara ekki þurfa að fara í vörn vegna umræðu um menntakerfið undanfarin misseri, enda séu gallar í menntakerfinu ekki á ábyrgð kennara heldur sveitarfélaga. Aftur á móti ættu þeir að koma sér úr hlutverki fórnarlamba og taka stjórnina í umræðunni. 22. október 2024 20:57 Einkareknir grunnskólar möguleg lausn á brotnu kerfi Framkvæmdastjóri viðskiptaráðs segir grunnskólakerfið hérlendis brotið og einsleitt. Lausnin við því sé ekki að setja meira fjármagn inn í kerfið heldur að laga það innan frá. Hann segir einkarekna grunnskóla mögulega lausn við vandanum. 21. október 2024 22:48 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Deiluaðilar hafa fundað stíft hjá Ríkissáttasemjara síðustu vikur en ekki náð saman. Búið er að boða til verkfallsaðgerða í þrettán skólum og níu þeirra hefja aðgerðir á morgun, fjórir leikskólar, þrír grunnskólar, einn framhaldsskóli og einn tónlistarskóli. Kennarar krefjast þess að laun þeirra verði sambærileg launum sérfræðinga á almennum markaði. Formaður félags grunnskólakennara sagði fyrir helgi kennara vera með um sjö hundruð þúsund krónur á mánuði en þeir krefjist þess að fá rúma milljón. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir kröfur kennara óraunhæfar og er ekki bjartsýn á að samningar náist áður en verkföll skella á á morgun. „Við erum hvorki að komast nær né er ég bjartsýn. Þetta er þvílíkur ómöguleiki,“ segir Inga. Þannig það stefnir allt í að verkföll hefjist á morgun? „Ég er hrædd um það, það þarf eitthvað mikið að gerast til þess að svo verði ekki.“ Hún segir stöðuna grafalvarlega en deiluaðilar gefast ekki upp og funda áfram. „Aðilar hafa verið að vinna í sitthvoru lagi núna í morgun. Ég geri ráð fyrir að við förum að hittast nú eftir hádegi,“ segir Inga.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tónlistarnám Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kennarar ættu að koma sér úr hlutverki fórnarlamba Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla segir kennara ekki þurfa að fara í vörn vegna umræðu um menntakerfið undanfarin misseri, enda séu gallar í menntakerfinu ekki á ábyrgð kennara heldur sveitarfélaga. Aftur á móti ættu þeir að koma sér úr hlutverki fórnarlamba og taka stjórnina í umræðunni. 22. október 2024 20:57 Einkareknir grunnskólar möguleg lausn á brotnu kerfi Framkvæmdastjóri viðskiptaráðs segir grunnskólakerfið hérlendis brotið og einsleitt. Lausnin við því sé ekki að setja meira fjármagn inn í kerfið heldur að laga það innan frá. Hann segir einkarekna grunnskóla mögulega lausn við vandanum. 21. október 2024 22:48 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Kennarar ættu að koma sér úr hlutverki fórnarlamba Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla segir kennara ekki þurfa að fara í vörn vegna umræðu um menntakerfið undanfarin misseri, enda séu gallar í menntakerfinu ekki á ábyrgð kennara heldur sveitarfélaga. Aftur á móti ættu þeir að koma sér úr hlutverki fórnarlamba og taka stjórnina í umræðunni. 22. október 2024 20:57
Einkareknir grunnskólar möguleg lausn á brotnu kerfi Framkvæmdastjóri viðskiptaráðs segir grunnskólakerfið hérlendis brotið og einsleitt. Lausnin við því sé ekki að setja meira fjármagn inn í kerfið heldur að laga það innan frá. Hann segir einkarekna grunnskóla mögulega lausn við vandanum. 21. október 2024 22:48
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent