Sætanýtingin aldrei verið betri í október Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2024 10:39 Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir að félagið sé þegar farið að sjá jákvæð áhrif þeirrar ákvörðunar að leggja meiri áherslu á sólarlandaáfangastaði í Suður-Evrópu. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play flutti 138.155 farþega í október 2024, samanborið við 154.479 farþega í október í fyrra. Sætanýting félagsins í mánuðinum var 85,3 prósent, og hefur hún aldrei verið hærri í októbermánuði í sögu félagsins. Sætanýtingin í október á síðasta ári var 83 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play til Kauphallarinnar. Þar segir að samdrátturinn þegar kemur að farþegafjölda sé í takt við áætlun félagsins um að draga úr framboði sínu á tengiflugi yfir Atlantshafið. „Stundvísi Play var 91,4% í liðnum október, samanborið við 85,8% í október í fyrra. Af þeim sem ferðuðust með Play í október voru 33,4% á leið frá Íslandi, 39,1% voru á leið til Íslands og 27,5% voru tengifarþegar (VIA). Play heldur áfram að bæta við sig markaðshlutdeild á heimamarkaði, en farþegum sem flugu með Play frá Íslandi fjölgaði um 5% á milli ára, úr 43.872 í október í fyrra í 46.143 í október í ár. Sömuleiðis fjölgaði farþegum um 3% sem flugu með Play til Íslands, úr 52.368 í október 2023 í 54.018 í október 2024. Play hefur aukið sætaframboð á sólarlandaáfangastöðum í Suður-Evrópu um 17% en frammistaða þeirra markaða hefur engu að síður haldið sér með mikilli eftirspurn. Þróun á einingatekjum var jákvæð í liðnum september, samanborið við september í fyrra. Er það í fyrsta sinn síðan í vor sem einingatekjurnar eru hærri en í samsvarandi mánuði í fyrra. Þessi þróun hélt áfram í október og eru horfurnar fyrir það sem eftir lifir árs og inn í það næsta jákvæðar,“ segir í tilkynningunni. Jákvæð áhrif Haft er eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play, að félagið sé þegar farið að sjá jákvæð áhrif þeirrar ákvörðunar að leggja meiri áherslu á sólarlandaáfangastaði í Suður-Evrópu. „Annan mánuðinn í röð eru einingatekjur hærri samanborið við sama mánuð 2023 og þrátt fyrir að framboðið hafi verið aukið þá hefur það ekki komið niður á frammistöðu þeirra áfangastaða. Við settum met í sætanýtingu í októbermánuði og horfurnar út árið og inn í næsta ár eru jákvæðar. Stundvísi okkar í októbermánuði var framúrskarandi sem gerir PLAY enn eina ferðina að stundvísasta flugfélaginu með brottfarir frá Keflavíkurflugvelli. Þetta er afrakstur þeirrar gríðarlegu vinnu sem samstarfsfólk mitt hjá PLAY skilar á hverjum degi til að tryggja farþegum okkar öruggt og áreiðanlegt ferðalag,” segir Einar Örn. Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kauphöllin Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play til Kauphallarinnar. Þar segir að samdrátturinn þegar kemur að farþegafjölda sé í takt við áætlun félagsins um að draga úr framboði sínu á tengiflugi yfir Atlantshafið. „Stundvísi Play var 91,4% í liðnum október, samanborið við 85,8% í október í fyrra. Af þeim sem ferðuðust með Play í október voru 33,4% á leið frá Íslandi, 39,1% voru á leið til Íslands og 27,5% voru tengifarþegar (VIA). Play heldur áfram að bæta við sig markaðshlutdeild á heimamarkaði, en farþegum sem flugu með Play frá Íslandi fjölgaði um 5% á milli ára, úr 43.872 í október í fyrra í 46.143 í október í ár. Sömuleiðis fjölgaði farþegum um 3% sem flugu með Play til Íslands, úr 52.368 í október 2023 í 54.018 í október 2024. Play hefur aukið sætaframboð á sólarlandaáfangastöðum í Suður-Evrópu um 17% en frammistaða þeirra markaða hefur engu að síður haldið sér með mikilli eftirspurn. Þróun á einingatekjum var jákvæð í liðnum september, samanborið við september í fyrra. Er það í fyrsta sinn síðan í vor sem einingatekjurnar eru hærri en í samsvarandi mánuði í fyrra. Þessi þróun hélt áfram í október og eru horfurnar fyrir það sem eftir lifir árs og inn í það næsta jákvæðar,“ segir í tilkynningunni. Jákvæð áhrif Haft er eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play, að félagið sé þegar farið að sjá jákvæð áhrif þeirrar ákvörðunar að leggja meiri áherslu á sólarlandaáfangastaði í Suður-Evrópu. „Annan mánuðinn í röð eru einingatekjur hærri samanborið við sama mánuð 2023 og þrátt fyrir að framboðið hafi verið aukið þá hefur það ekki komið niður á frammistöðu þeirra áfangastaða. Við settum met í sætanýtingu í októbermánuði og horfurnar út árið og inn í næsta ár eru jákvæðar. Stundvísi okkar í októbermánuði var framúrskarandi sem gerir PLAY enn eina ferðina að stundvísasta flugfélaginu með brottfarir frá Keflavíkurflugvelli. Þetta er afrakstur þeirrar gríðarlegu vinnu sem samstarfsfólk mitt hjá PLAY skilar á hverjum degi til að tryggja farþegum okkar öruggt og áreiðanlegt ferðalag,” segir Einar Örn.
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kauphöllin Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent