Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller og Svava Dögg Jónsdóttir skrifa 8. nóvember 2024 10:31 Yfirlýsing vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á fjármagni til grunnrannsókna á Íslandi 2025 Við, undirritaðir doktorsnemar og nýdoktorar, lýsum yfir miklum áhyggjum af endurteknum fyrirhuguðum niðurskurði á fjárveitingum til Rannsóknarsjóðs í fjárlagafrumvarpi 2025. Stefnt er að 100 milljóna króna niðurskurði fyrir næsta ár, ofan á tæplega 500 milljón króna niðurskurð árið áður (Mynd 1). Mynd 1: Úthlutuð fjárhæð úr Rannsóknarsjóð og árangurshlutfall. **Áætluð launavísitala miðast við meðalþróun launavísitölu frá 2012, sjá graf aftast. Áætlað árangurshlutfall úthlutunar í Rannsóknasjóð 2025 miðast við 8.5% fjölgun umsókna í sjóðinn ásamt 10% hækkun á styrkupphæðum frá 2024, (Heimild: Rannís). Þetta jafngildir 17 stöðugildum doktorsnema til viðbótar við þau 70 ársverk sem töpuðust í niðurskurði núverandi fjárlaga. Þarna er hoggið stórt skarð í raðir okkar efnilegasta vísindafólks. Á sama tíma er gert ráð fyrir rúmum 17 milljörðum í endurgreiðslur til nýsköpunarfyrirtækja á næsta ári, sem sýnir að nægt fjármagn er í málaflokknum. Við teljum þennan endurtekna niðurskurð hafa veruleg áhrif á stöðu ungra vísindamanna og ganga gegn yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar um að hlúa að nýsköpun og vísindum á Íslandi. Mynd 2: Fjöldi umsókna og árangurs-hlutfall doktorsnema og nýdoktora undanfarin ár (Heimild: HÍ). Á síðustu misserum hefur ríkisstjórnin lýst yfir auknum áherslum á árangurstengdar fjárveitingar til háskóla fyrir hvern útskrifaðan framhaldsnema. Nýútskrifaðir meistara- og doktorsnemar eru lykilstarfsmenn nýsköpunarfyrirtækja og því er mikilvægt að styðja við þennan hóp ef efla á nýsköpunarstarf á Íslandi. Þessi nálgun ætti því að skila sér í auknu fjármagni til styrkingar verkefna þessara nema innan Háskólanna ef fyrirætlan stjórnvalda um fjölgun útskrifaðra framhaldsnema á að ganga eftir. Niðurskurður stjórnvalda í Rannsóknarsjóð fækkar styrktum verkefnum og því hafa færri nemar möguleika á að stunda nám sitt innan háskólanna og þurfa margir að sækja sér vinnu utan hans, sem hægir á námsframvindu þeirra. Þannig er þessi “aukna fjárveiting” í raun þynnt út. Einnig má benda á það að doktorsnema- og nýdoktorsstyrkjum HÍ hefur fækkað ört (sjá Mynd 2) og árangurshlutfall doktorsnema sem hefur verið milli 20-25%, hefur lækkað niður í 13% árið 2024, á meðan árangurshlutfall nýdoktora hefur helmingast á sama tímabili. Það er því ljóst að Háskólinn hefur hvorki fengið viðbótarfjármagn til að mæta þessum niðurskurði og tryggja nýveitingu verkefna á móti Rannsóknarsjóði, né til að viðhalda fjölda styrkveitinga til doktorsnema. Til þess að efla nýsköpun og rannsóknir á íslandi er nauðsynlegt að þjálfa unga vísindamenn og skapa aðstæður þar sem nýjar hugmyndir fá tækifæri til að kvikna. Doktorsnám gegnir hér lykilhlutverki, þar sem nemendur fá þjálfun í helstu aðferðum, sjálfstæðum vinnubrögðum, gagnrýnni og skapandi hugsun, sem og verkefnastjórnun. Þetta eru allt mikilvægir þættir fyrir áframhaldandi störf í nýsköpun og rannsóknum, bæði innan akademíunnar og utan. Að námi loknu þurfa þessir nýju sérfræðingar svo tækifæri til að hefja sjálfstæðan feril, prófa og þróa áfram nýjar hugmyndir sem geta svo leitt til frekari nýsköpunar. Það er því ljóst að með því að draga úr fjárveitingum til þessa málaflokks gengur ríkisstjórnin gegn eigin yfirlýstum markmiðum og dregur úr möguleikum á raunverulegri nýsköpun. Við skorum á ríkisstjórnina, Fjárlaganefnd, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur Háskóla-, Iðnaðar- og Nýsköpunarráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson Fjármála- og Efnahagsráðherra að endurskoða fyrirhugaðan niðurskurð í Rannsóknarsjóð og þess í stað snúa vörn í sókn og efla þessa mikilvægu undirstöðu vísinda og nýsköpunar á Íslandi. Höfundar eru Katrín Möller, nýdoktor við Háskóla Íslands og Svava Dögg Jónsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands. Skrifað fyrir hönd FEDON, félags doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands, Seigla, félags doktorsnema á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands og Hugdok, félags doktorsnema og nýdoktora á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Yfirlýsing vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á fjármagni til grunnrannsókna á Íslandi 2025 Við, undirritaðir doktorsnemar og nýdoktorar, lýsum yfir miklum áhyggjum af endurteknum fyrirhuguðum niðurskurði á fjárveitingum til Rannsóknarsjóðs í fjárlagafrumvarpi 2025. Stefnt er að 100 milljóna króna niðurskurði fyrir næsta ár, ofan á tæplega 500 milljón króna niðurskurð árið áður (Mynd 1). Mynd 1: Úthlutuð fjárhæð úr Rannsóknarsjóð og árangurshlutfall. **Áætluð launavísitala miðast við meðalþróun launavísitölu frá 2012, sjá graf aftast. Áætlað árangurshlutfall úthlutunar í Rannsóknasjóð 2025 miðast við 8.5% fjölgun umsókna í sjóðinn ásamt 10% hækkun á styrkupphæðum frá 2024, (Heimild: Rannís). Þetta jafngildir 17 stöðugildum doktorsnema til viðbótar við þau 70 ársverk sem töpuðust í niðurskurði núverandi fjárlaga. Þarna er hoggið stórt skarð í raðir okkar efnilegasta vísindafólks. Á sama tíma er gert ráð fyrir rúmum 17 milljörðum í endurgreiðslur til nýsköpunarfyrirtækja á næsta ári, sem sýnir að nægt fjármagn er í málaflokknum. Við teljum þennan endurtekna niðurskurð hafa veruleg áhrif á stöðu ungra vísindamanna og ganga gegn yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar um að hlúa að nýsköpun og vísindum á Íslandi. Mynd 2: Fjöldi umsókna og árangurs-hlutfall doktorsnema og nýdoktora undanfarin ár (Heimild: HÍ). Á síðustu misserum hefur ríkisstjórnin lýst yfir auknum áherslum á árangurstengdar fjárveitingar til háskóla fyrir hvern útskrifaðan framhaldsnema. Nýútskrifaðir meistara- og doktorsnemar eru lykilstarfsmenn nýsköpunarfyrirtækja og því er mikilvægt að styðja við þennan hóp ef efla á nýsköpunarstarf á Íslandi. Þessi nálgun ætti því að skila sér í auknu fjármagni til styrkingar verkefna þessara nema innan Háskólanna ef fyrirætlan stjórnvalda um fjölgun útskrifaðra framhaldsnema á að ganga eftir. Niðurskurður stjórnvalda í Rannsóknarsjóð fækkar styrktum verkefnum og því hafa færri nemar möguleika á að stunda nám sitt innan háskólanna og þurfa margir að sækja sér vinnu utan hans, sem hægir á námsframvindu þeirra. Þannig er þessi “aukna fjárveiting” í raun þynnt út. Einnig má benda á það að doktorsnema- og nýdoktorsstyrkjum HÍ hefur fækkað ört (sjá Mynd 2) og árangurshlutfall doktorsnema sem hefur verið milli 20-25%, hefur lækkað niður í 13% árið 2024, á meðan árangurshlutfall nýdoktora hefur helmingast á sama tímabili. Það er því ljóst að Háskólinn hefur hvorki fengið viðbótarfjármagn til að mæta þessum niðurskurði og tryggja nýveitingu verkefna á móti Rannsóknarsjóði, né til að viðhalda fjölda styrkveitinga til doktorsnema. Til þess að efla nýsköpun og rannsóknir á íslandi er nauðsynlegt að þjálfa unga vísindamenn og skapa aðstæður þar sem nýjar hugmyndir fá tækifæri til að kvikna. Doktorsnám gegnir hér lykilhlutverki, þar sem nemendur fá þjálfun í helstu aðferðum, sjálfstæðum vinnubrögðum, gagnrýnni og skapandi hugsun, sem og verkefnastjórnun. Þetta eru allt mikilvægir þættir fyrir áframhaldandi störf í nýsköpun og rannsóknum, bæði innan akademíunnar og utan. Að námi loknu þurfa þessir nýju sérfræðingar svo tækifæri til að hefja sjálfstæðan feril, prófa og þróa áfram nýjar hugmyndir sem geta svo leitt til frekari nýsköpunar. Það er því ljóst að með því að draga úr fjárveitingum til þessa málaflokks gengur ríkisstjórnin gegn eigin yfirlýstum markmiðum og dregur úr möguleikum á raunverulegri nýsköpun. Við skorum á ríkisstjórnina, Fjárlaganefnd, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur Háskóla-, Iðnaðar- og Nýsköpunarráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson Fjármála- og Efnahagsráðherra að endurskoða fyrirhugaðan niðurskurð í Rannsóknarsjóð og þess í stað snúa vörn í sókn og efla þessa mikilvægu undirstöðu vísinda og nýsköpunar á Íslandi. Höfundar eru Katrín Möller, nýdoktor við Háskóla Íslands og Svava Dögg Jónsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands. Skrifað fyrir hönd FEDON, félags doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands, Seigla, félags doktorsnema á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands og Hugdok, félags doktorsnema og nýdoktora á Hugvísindasviði Háskóla Íslands.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun