Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar 8. nóvember 2024 17:15 Það er búið að vera ánægjulegt að sjá hvernig Vestfirðir hafa vaxið og dafnað á síðustu árum. Fólki fjölgar og fjölbreyttari atvinnutækifæri verða til með vexti fiskeldis, ferðaþjónustu og Kerecis. Ekki má gleyma Háskólasetri Vestfjarða sem laðar að sér erlenda nemendur sem mörg hver setjast hér að og taka þátt í að skapa verðmæti og auðga vestfirskt samfélag. Þessi vöxtur á undanförnum árum gerði mér kleift að flytja aftur heim eftir háskólanám erlendis og finna vinnu sem passaði menntun minni og áhugasviði sem var ekki svo sjálfsagt hér á árum áður. Eftir að ég kom heim hefur ég fundið fyrir töluverðum áhuga frá vinum og kunningjum sem ólust upp hér fyrir vestan, fóru suður í háskólanám og sjá tækifæri til að koma aftur heim og taka þátt í uppbyggingunni sem nú er í gangi. Nútímasamfélag verður að geta boðið upp á tryggar og öruggar samgöngur þar sem íbúar sem og aðrir þurfa ekki að hafa áhyggjur af snjóflóðahættu eða óvissu um hvort bíllinn komist í gegnum snjóskafla á hálendisvegum. Fjárfesting í samgöngubótum er besta leiðin til að gera Vestfirði að samkeppnishæfum búsetukosti fyrir ungt fólk sérstaklega núna þegar fjölbreytt og spennandi atvinnutækifæri eru í boði á svæðinu. Með bættum samgöngum munu tækifæri til atvinnusköpunar aukast þvert á byggðarlög, sem mun gera svæðið sem heild enn meira aðlaðandi til verðmætasköpunar. Ég vil hvetja stjórnvöld og fólk í framboði til að leita allra leiða til að bæta samgöngur á Vestfjörðum og leggjast á árarnar með Innviðafélagi Vestfjarða um að búa til samgöngusáttmála fyrir Vestfirði. Því samgöngur eru ekki bara verkleg framkvæmd; þær eru lífæð samfélaga og forsenda þess að Vestfirðir geti haldið áfram að vaxa og laðað ungt fólk aftur heim. Höfundur er rannsóknar- og þróunarstjóri hjá Bláma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er búið að vera ánægjulegt að sjá hvernig Vestfirðir hafa vaxið og dafnað á síðustu árum. Fólki fjölgar og fjölbreyttari atvinnutækifæri verða til með vexti fiskeldis, ferðaþjónustu og Kerecis. Ekki má gleyma Háskólasetri Vestfjarða sem laðar að sér erlenda nemendur sem mörg hver setjast hér að og taka þátt í að skapa verðmæti og auðga vestfirskt samfélag. Þessi vöxtur á undanförnum árum gerði mér kleift að flytja aftur heim eftir háskólanám erlendis og finna vinnu sem passaði menntun minni og áhugasviði sem var ekki svo sjálfsagt hér á árum áður. Eftir að ég kom heim hefur ég fundið fyrir töluverðum áhuga frá vinum og kunningjum sem ólust upp hér fyrir vestan, fóru suður í háskólanám og sjá tækifæri til að koma aftur heim og taka þátt í uppbyggingunni sem nú er í gangi. Nútímasamfélag verður að geta boðið upp á tryggar og öruggar samgöngur þar sem íbúar sem og aðrir þurfa ekki að hafa áhyggjur af snjóflóðahættu eða óvissu um hvort bíllinn komist í gegnum snjóskafla á hálendisvegum. Fjárfesting í samgöngubótum er besta leiðin til að gera Vestfirði að samkeppnishæfum búsetukosti fyrir ungt fólk sérstaklega núna þegar fjölbreytt og spennandi atvinnutækifæri eru í boði á svæðinu. Með bættum samgöngum munu tækifæri til atvinnusköpunar aukast þvert á byggðarlög, sem mun gera svæðið sem heild enn meira aðlaðandi til verðmætasköpunar. Ég vil hvetja stjórnvöld og fólk í framboði til að leita allra leiða til að bæta samgöngur á Vestfjörðum og leggjast á árarnar með Innviðafélagi Vestfjarða um að búa til samgöngusáttmála fyrir Vestfirði. Því samgöngur eru ekki bara verkleg framkvæmd; þær eru lífæð samfélaga og forsenda þess að Vestfirðir geti haldið áfram að vaxa og laðað ungt fólk aftur heim. Höfundur er rannsóknar- og þróunarstjóri hjá Bláma.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar