Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 10. nóvember 2024 07:15 Í gær kynntum við kosningaáherslur Miðflokksins. - Ekki alla stefnu flokksins heldur stefnu í þeim málaflokkum sem hafa áhrif á alla hina. Skyndilegt fall ríkisstjórnarinnar hafði ýmsa kosti. Meðal annars þann að ekki gafst tækifæri til að klára ýmis mál þar sem var hægt og þarf að gera betur. Mörg tækifæri hafa farið forgörðum í tíð fráfarandi ríkisstjórnar. Það varð okkur landsmönnum til happs að ríkisstjórnin sprakk og náði ekki að klára öll áform sín. Eitt af þeim var áætlun um að klára einkavæðingu Íslandsbanka. Ferli sem hefur gengið upp og ofan. En fyrir vikið gefst tækifæri til að hrinda í framkvæmd áformum Miðflokksins frá því fyrir kosningar 2021 og, í annarri mynd, 2017. Sú áætlun átti að vera framhald þess þegar ríkisstjórn áranna 2013-2016 tók yfir fjármálakerfið að miklu leyti, í nafni þess að það væri nauðsynlegt fyrir samfélagið. Nú blasir við tækifæri til að afhenda raunverulegum eigendum Íslandsbanka sinn hlut beint og til jafns, þ.e. Íslendingum öllum. Við leggjum til, enn sem oftar, að allir Íslendingar fái sinn hlut til jafns og geti farið með eign sína að vild. Það er tímabært að stjórnvöld treysti fólki fyrir eigin eignum. Þar með verða allir sem eru fæddir fyrir ákveðinn dag en ekki dánir, eignamenn. Svo ráðstafar fólk eign sinni eins og það telur best. Engin álitamál, ekkert vesen. Stór aðgerð? Já. En slíkt hefur verið framkvæmt áður. Á sínum tíma tók Ríkisskattstjóri (nú Skatturinn) að sér að framkvæma aðgerð sem kölluð var „Leiðréttingin”. Þar var ráðist í leiðréttingu fasteignalána með jafnræði sem meginmarkmið. Það gerðist vegna þess að ég var búinn að lofa því og það gekk eins og í sögu, mjög góðri sögu. Miðað við núverandi gengi Íslandsbanka fengi hver einstaklingur í sinn hlut bréf í bankanum að verðmæti um 373.000 krónur. Um 1.250.000 á fjögurra manna fjölskyldu. Það er e.t.v. ekki mjög há upphæð að mati sumra en upphæð sem skiptir máli út frá réttlæti og því að gefa fólki tækifæri til að mynda eign sem það ákveður sjálft hvernig það fer með. Loksins fær fólk tækifæri til að fara sjálft með eigin eign án þess að þurfa að reiða sig á visku stjórnmálamanna. Fólk getur ákveðið að eiga eignarhlutinn og fá arðgreiðslur eða selja og fjárfesta í öðrum fyrirtækjum, greiða inn á húsnæðislán eða hvað sem hver og einn telur rétt fyrir sig. Eflaust vakna einhverjar spurningar en svör fást á glænýrri heimasíðu Miðflokksins sem heitir eftir sem áður midflokkurinn.is. Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í gær kynntum við kosningaáherslur Miðflokksins. - Ekki alla stefnu flokksins heldur stefnu í þeim málaflokkum sem hafa áhrif á alla hina. Skyndilegt fall ríkisstjórnarinnar hafði ýmsa kosti. Meðal annars þann að ekki gafst tækifæri til að klára ýmis mál þar sem var hægt og þarf að gera betur. Mörg tækifæri hafa farið forgörðum í tíð fráfarandi ríkisstjórnar. Það varð okkur landsmönnum til happs að ríkisstjórnin sprakk og náði ekki að klára öll áform sín. Eitt af þeim var áætlun um að klára einkavæðingu Íslandsbanka. Ferli sem hefur gengið upp og ofan. En fyrir vikið gefst tækifæri til að hrinda í framkvæmd áformum Miðflokksins frá því fyrir kosningar 2021 og, í annarri mynd, 2017. Sú áætlun átti að vera framhald þess þegar ríkisstjórn áranna 2013-2016 tók yfir fjármálakerfið að miklu leyti, í nafni þess að það væri nauðsynlegt fyrir samfélagið. Nú blasir við tækifæri til að afhenda raunverulegum eigendum Íslandsbanka sinn hlut beint og til jafns, þ.e. Íslendingum öllum. Við leggjum til, enn sem oftar, að allir Íslendingar fái sinn hlut til jafns og geti farið með eign sína að vild. Það er tímabært að stjórnvöld treysti fólki fyrir eigin eignum. Þar með verða allir sem eru fæddir fyrir ákveðinn dag en ekki dánir, eignamenn. Svo ráðstafar fólk eign sinni eins og það telur best. Engin álitamál, ekkert vesen. Stór aðgerð? Já. En slíkt hefur verið framkvæmt áður. Á sínum tíma tók Ríkisskattstjóri (nú Skatturinn) að sér að framkvæma aðgerð sem kölluð var „Leiðréttingin”. Þar var ráðist í leiðréttingu fasteignalána með jafnræði sem meginmarkmið. Það gerðist vegna þess að ég var búinn að lofa því og það gekk eins og í sögu, mjög góðri sögu. Miðað við núverandi gengi Íslandsbanka fengi hver einstaklingur í sinn hlut bréf í bankanum að verðmæti um 373.000 krónur. Um 1.250.000 á fjögurra manna fjölskyldu. Það er e.t.v. ekki mjög há upphæð að mati sumra en upphæð sem skiptir máli út frá réttlæti og því að gefa fólki tækifæri til að mynda eign sem það ákveður sjálft hvernig það fer með. Loksins fær fólk tækifæri til að fara sjálft með eigin eign án þess að þurfa að reiða sig á visku stjórnmálamanna. Fólk getur ákveðið að eiga eignarhlutinn og fá arðgreiðslur eða selja og fjárfesta í öðrum fyrirtækjum, greiða inn á húsnæðislán eða hvað sem hver og einn telur rétt fyrir sig. Eflaust vakna einhverjar spurningar en svör fást á glænýrri heimasíðu Miðflokksins sem heitir eftir sem áður midflokkurinn.is. Höfundur er formaður Miðflokksins.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar