Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar 15. nóvember 2024 11:32 Meistararéttindi liggja til grundvallar iðnrekstrar í okkar samfélagi og eru slík réttindi staðfesting þess efnis að einstaklingur hafi lokið tilskildu bók- og verknámi og uppfyllir kröfur um færni. Meistarakerfinu er ætlað að skapa hvata fyrir einstaklinga til að sækja sér iðnmenntun en ekki síður að skapa vissu og öryggi fyrir neytendur um að þau sem veita þjónustu á sviði löggiltra iðngreina hafi tilskilda færni og sérhæfða þekkingu. Það er því ekki að ástæðulausu að iðngreinar eru löggiltar enda bera meistarar í iðngreinum ábyrgð á verkum sínum og þjónustu. Neytandinn í hávegum hafður Með reglulegu millibili kemur fram umræða um þörf á niðurfellingu löggiltra iðngreina í þeim tilgangi að auka frelsi. Þannig ætti öllum sem vilja, óháð því hvort viðkomandi hafi aflað sér sérfræðiþekkingar eða tilskilinnar færni, að vera heimilt að veita þjónustu sem getur verið allt frá húðmeðferð yfir í tengingu lagna í fjölbýli. Sú umræða virðist byggð á þeim rökum að það sé neytandanum og atvinnulífinu til góðs að lækka þröskuldinn, draga úr kröfum og auka þannig framboð. Aftur á móti er raunin sú að tilgangur lögbundinnar kröfu um meistararéttindi til iðnrekstrar er að skapa heilbrigt og samkeppnishæft starfsumhverfi þar sem neytendavernd er höfð að leiðarljósi. Þá eru ótalin jákvæð samfélagsleg áhrif kerfisins svo sem aukin verðmætasköpun og öruggara starfsumhverfi. Eftirlitsleysi með réttindalausum Til þess að viðhalda fagmennsku og tryggja að veitt þjónusta standist kröfur er nauðsynlegt að til staðar sé virkt eftirlit með iðnrekstri. Staðan í dag er sú að eftirlit með löggiltum iðngreinum er lítið og brotakennt. Lögreglan hefur lögbundið eftirlitshlutverk með starfsemi löggiltra iðngreina en vegna álags og manneklu hefur eftirlitið verið af skornum skammti. Þannig hefur lögreglan ekki tök á því að fara í frumkvæðisathugun á hvort fyrirtæki og einstaklingar starfi í samræmi við lög um handiðnað. Afleiðingin er sú að réttindalausum á markaði hefur fjölgað hratt undanfarin ár og því hafa fylgt ýmsar áskoranir svo sem svört atvinnustarfsemi og mansal. Það skýtur skökku við að einstaklingar sem hafa lagt mikið á sig til þess að afla sér menntunar og réttinda starfi á sama markaði og réttindalausir án afleiðinga. Eftirlit fært frá lögreglu til eftirlitsstofnana Mikilvægt er að koma eftirliti í viðeigandi farveg. Færa þarf eftirlit með réttindalausum aðilum til eftirlitsstofnana sem hafa þekkingu og eru betur til þess fallnar að sinna því með skilvirkum hætti. Það er alvarlegt að eftirlitsstofnanir hafi ekki úrræði gagnvart réttindalausum aðilum sem starfa á sviði löggiltra iðngreina. Til að neytendur fái þá vernd sem lögin eiga að tryggja og til að skapa sanngjarnt samkeppnisumhverfi er nauðsynlegt að bregðast við stöðunni. Eftirlit með réttindalausum í mannvirkjaiðnaði þyrfti að færast til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem þekking er til staðar og myndi slík breyting hafa í för með sér jákvæð samlegðaráhrif. Þá er mikilvægt að færa eftirlit með handverksiðnaði, á borð við snyrtifræði og bakaraiðn til viðeigandi eftirlitsaðila svo sem Heilbrigðiseftirlitsins sem sinnir þegar afmörkuðu eftirlitshlutverki með slíkum iðngreinum. Hvati til að sækja sér löggilt réttindi Til þess að tryggja áframhaldandi traust á íslenskum iðngreinum er nauðsynlegt að stjórnvöld og hagsmunaaðilar vinni saman að því að þróa og styrkja eftirlitskerfið og renna frekari stoðum undir meistarakerfið. Undirrituð hvetja stjórnvöld til að koma viðeigandi eftirliti á. Það er mikilvægt fyrir endurnýjun í iðngreinum að inn komi öflugt og áhugasamt fagfólk með rétta færni. Verði ekki brugðist við stöðunni mun það draga úr áhuga ungs fólks á að sækja sér iðnmenntun. Mikill vöxtur hefur verið í öllum helstu greinum iðnaðar síðustu ár sem hefur skilað sér í auknum lífsgæðum hér á landi. Það verkefni bíður nýrrar ríkisstjórnar að styrkja meistarakerfi löggiltra iðngreina og skapa skilvirkan vettvang fyrir nýliðun í iðngreinum sem styður við áframhaldandi verðmætasköpun og neytendavernd. Höfundar eru formenn fag- og meistarafélaga innan Samtaka iðnaðarins. Andri Týr Kristleifsson Félag hársnyrtimeistara og – sveina í Reykjavík Arna Arnadóttir Félag íslenskra gullsmiða Ármann Ketilsson Meistarafélag byggingamanna á Norðurlandi Berglind Hafsteinsdóttir Félag húsgagnabólstrara Bjarni Ólafur Marinósson Meistarafélag byggingamanna Vestmannaeyjum Böðvar Ingi Guðbjartsson Félag pípulagningameistara Daníel Óli Óðinsson Málmur – samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði Guðmundur S. Viðarsson Ljósmyndarafélag Íslands Hannes Björnsson Múrarameistarafélag Reykjavíkur Hilmar Hansson Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara Hjörleifur Stefánsson Samtök rafverktaka Hjörtur Árnason Félag rafeindatæknifyrirtækja Jón Sigurðsson Meistarafélag húsasmiða Jón Þórðarson Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði Katla Sigurðardóttir Klæðskera- og kjólameistarafélagið Kristján Aðalsteinsson Málarameistarafélagið Pétur Hákon Halldórsson Félag löggildra rafverktaka Rebekka Ýr Einarsdóttir Félag íslenskra snyrtifræðinga Rúnar Helgason Meistarafélag byggingamanna á Suðurnesjum Sigríður V. Bergvinsdóttir Félag hársnyrtimeistara á Norðurlandi Sigurður M. Guðjónsson Landsamband bakarameistara Snjólfur Eiríksson Félag skrúðgarðyrkjumeistara Stefán Þ. Lúðvíksson Félag blikksmiðjueigenda Valdimar Bjarnason Meistarafélag Suðurlands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Meistararéttindi liggja til grundvallar iðnrekstrar í okkar samfélagi og eru slík réttindi staðfesting þess efnis að einstaklingur hafi lokið tilskildu bók- og verknámi og uppfyllir kröfur um færni. Meistarakerfinu er ætlað að skapa hvata fyrir einstaklinga til að sækja sér iðnmenntun en ekki síður að skapa vissu og öryggi fyrir neytendur um að þau sem veita þjónustu á sviði löggiltra iðngreina hafi tilskilda færni og sérhæfða þekkingu. Það er því ekki að ástæðulausu að iðngreinar eru löggiltar enda bera meistarar í iðngreinum ábyrgð á verkum sínum og þjónustu. Neytandinn í hávegum hafður Með reglulegu millibili kemur fram umræða um þörf á niðurfellingu löggiltra iðngreina í þeim tilgangi að auka frelsi. Þannig ætti öllum sem vilja, óháð því hvort viðkomandi hafi aflað sér sérfræðiþekkingar eða tilskilinnar færni, að vera heimilt að veita þjónustu sem getur verið allt frá húðmeðferð yfir í tengingu lagna í fjölbýli. Sú umræða virðist byggð á þeim rökum að það sé neytandanum og atvinnulífinu til góðs að lækka þröskuldinn, draga úr kröfum og auka þannig framboð. Aftur á móti er raunin sú að tilgangur lögbundinnar kröfu um meistararéttindi til iðnrekstrar er að skapa heilbrigt og samkeppnishæft starfsumhverfi þar sem neytendavernd er höfð að leiðarljósi. Þá eru ótalin jákvæð samfélagsleg áhrif kerfisins svo sem aukin verðmætasköpun og öruggara starfsumhverfi. Eftirlitsleysi með réttindalausum Til þess að viðhalda fagmennsku og tryggja að veitt þjónusta standist kröfur er nauðsynlegt að til staðar sé virkt eftirlit með iðnrekstri. Staðan í dag er sú að eftirlit með löggiltum iðngreinum er lítið og brotakennt. Lögreglan hefur lögbundið eftirlitshlutverk með starfsemi löggiltra iðngreina en vegna álags og manneklu hefur eftirlitið verið af skornum skammti. Þannig hefur lögreglan ekki tök á því að fara í frumkvæðisathugun á hvort fyrirtæki og einstaklingar starfi í samræmi við lög um handiðnað. Afleiðingin er sú að réttindalausum á markaði hefur fjölgað hratt undanfarin ár og því hafa fylgt ýmsar áskoranir svo sem svört atvinnustarfsemi og mansal. Það skýtur skökku við að einstaklingar sem hafa lagt mikið á sig til þess að afla sér menntunar og réttinda starfi á sama markaði og réttindalausir án afleiðinga. Eftirlit fært frá lögreglu til eftirlitsstofnana Mikilvægt er að koma eftirliti í viðeigandi farveg. Færa þarf eftirlit með réttindalausum aðilum til eftirlitsstofnana sem hafa þekkingu og eru betur til þess fallnar að sinna því með skilvirkum hætti. Það er alvarlegt að eftirlitsstofnanir hafi ekki úrræði gagnvart réttindalausum aðilum sem starfa á sviði löggiltra iðngreina. Til að neytendur fái þá vernd sem lögin eiga að tryggja og til að skapa sanngjarnt samkeppnisumhverfi er nauðsynlegt að bregðast við stöðunni. Eftirlit með réttindalausum í mannvirkjaiðnaði þyrfti að færast til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem þekking er til staðar og myndi slík breyting hafa í för með sér jákvæð samlegðaráhrif. Þá er mikilvægt að færa eftirlit með handverksiðnaði, á borð við snyrtifræði og bakaraiðn til viðeigandi eftirlitsaðila svo sem Heilbrigðiseftirlitsins sem sinnir þegar afmörkuðu eftirlitshlutverki með slíkum iðngreinum. Hvati til að sækja sér löggilt réttindi Til þess að tryggja áframhaldandi traust á íslenskum iðngreinum er nauðsynlegt að stjórnvöld og hagsmunaaðilar vinni saman að því að þróa og styrkja eftirlitskerfið og renna frekari stoðum undir meistarakerfið. Undirrituð hvetja stjórnvöld til að koma viðeigandi eftirliti á. Það er mikilvægt fyrir endurnýjun í iðngreinum að inn komi öflugt og áhugasamt fagfólk með rétta færni. Verði ekki brugðist við stöðunni mun það draga úr áhuga ungs fólks á að sækja sér iðnmenntun. Mikill vöxtur hefur verið í öllum helstu greinum iðnaðar síðustu ár sem hefur skilað sér í auknum lífsgæðum hér á landi. Það verkefni bíður nýrrar ríkisstjórnar að styrkja meistarakerfi löggiltra iðngreina og skapa skilvirkan vettvang fyrir nýliðun í iðngreinum sem styður við áframhaldandi verðmætasköpun og neytendavernd. Höfundar eru formenn fag- og meistarafélaga innan Samtaka iðnaðarins. Andri Týr Kristleifsson Félag hársnyrtimeistara og – sveina í Reykjavík Arna Arnadóttir Félag íslenskra gullsmiða Ármann Ketilsson Meistarafélag byggingamanna á Norðurlandi Berglind Hafsteinsdóttir Félag húsgagnabólstrara Bjarni Ólafur Marinósson Meistarafélag byggingamanna Vestmannaeyjum Böðvar Ingi Guðbjartsson Félag pípulagningameistara Daníel Óli Óðinsson Málmur – samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði Guðmundur S. Viðarsson Ljósmyndarafélag Íslands Hannes Björnsson Múrarameistarafélag Reykjavíkur Hilmar Hansson Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara Hjörleifur Stefánsson Samtök rafverktaka Hjörtur Árnason Félag rafeindatæknifyrirtækja Jón Sigurðsson Meistarafélag húsasmiða Jón Þórðarson Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði Katla Sigurðardóttir Klæðskera- og kjólameistarafélagið Kristján Aðalsteinsson Málarameistarafélagið Pétur Hákon Halldórsson Félag löggildra rafverktaka Rebekka Ýr Einarsdóttir Félag íslenskra snyrtifræðinga Rúnar Helgason Meistarafélag byggingamanna á Suðurnesjum Sigríður V. Bergvinsdóttir Félag hársnyrtimeistara á Norðurlandi Sigurður M. Guðjónsson Landsamband bakarameistara Snjólfur Eiríksson Félag skrúðgarðyrkjumeistara Stefán Þ. Lúðvíksson Félag blikksmiðjueigenda Valdimar Bjarnason Meistarafélag Suðurlands
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun