Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. nóvember 2024 09:02 Forsenda þess að hægt sé að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna er að tekið verði á ríkisfjármálunum og stuðlað að ábyrgri hagstjórn. Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, í Forystusætinu í Ríkisútvarpinu fyrir helgi. Í sama viðtali vildi hún hins vegar aðspurð meina að slíkt væri hreinlega ekki hægt með krónuna sem gjaldmiðil þjóðarinnar! „Við getum ekkert tekið upp stöðugan gjaldmiðil ef það er allt í steik heima hjá okkur. Við verðum að ná tökum á ríkisfjármálunum, ábyrgri hagstjórn,“ sagði Þorgerður Katrín þannig í viðtalinu. Þetta væri grunnforsenda þess að hægt væri að setja inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru á dagskrá sem áður segir. „Við verðum fyrst að ná tökum á ríkisfjármálunum.“ Með öðrum orðum er það auðvitað hægt með krónunni. Snýst fyrst og síðast um hagstjórnina Vitanlega er það hárrétt hjá Þorgerði Katrínu að málið snýst fyrst og síðast um hagstjórnina. Ekki það hvaða gjaldmiðill er notaður. Hins vegar hentar Viðreisn pólitískt að sparka í krónuna og telja fólki trú um að ef aðeins yrði skipt um gjaldmiðill og annar tekinn upp, sem noetabene myndi seint endurspegla efnahagslegan veruleika á Íslandi eða taka mið af hagsmunum lands og þjóðar, yrði allt svo mikið, mikið betra. Hins vegar er það þannig í kokkabókum Viðreisnar að nokkurn veginn allt sem miður fer efnahagslega hér á landi er krónunni að kenna á meðan ekkert slíkt á evrusvæðinu er evrunni að kenna heldur hagstjórn evruríkjanna. Í hvorugu tilfelli er hins vegar gjaldmiðillinn sökudólgurinn heldur fyrst og fremst sú efnahagslega umgjörð sem honum hefur verið sköpuð. Ekki sízt sem fyrr segir hvernig haldið er á hagstjórninni. Hefðu getað dregið úr verðbólgunni Hitt er svo annað mál að sporin hræða þegar hagstjórn Viðreisnar er annars vegar. Ekki þarf annað en að horfa til Reykjavíkur í þeim efnum þar sem flokkurinn hefur verið við völd ásamt einkum Samfylkingunni og Pírötum undanfarin ár á meðan verðbólgan, sem nú er á hraðri leið niður, hefur geisað. Verðbólga sem umræddir flokkar bera mikla ábyrgð á vegna þeirrar stefnu að viðhalda miklum lóðaskorti í borginni. Helzti drifkraftur verðbólgunnar hér á landi hefur þannig verið aukinn húsnæðiskostnaður fyrir utan innflutta verðbólgu frá Evrópusambandinu framan af. Meirihlutinn í Reykjavík hefur beinlínis staðið gegn því að tryggt væri nægt framboð húsnæðis og ekki aðeins í höfuðborginni sjálfri heldur einnig í nágrannasveitarfélögunum í krafti úrelds samkomulags sem gert var 2015 um vaxtamörk höfuðborgarsvæðisins. Vilja eingöngu tala um vaxtastigið Hvað efnahagsástandið innan Evrópusambandsins annars varðar hefur það ekki beinlínis verið til að hrópa húrra yfir. Forystumenn Viðreisnar tala einungis um vaxtastigið á evrusvæðinu sem er alls ekki til marks um heilbrigt efnahagsástand. Þvert á móti hefur tilgangurinn með lágum vöxtum verið að reyna að koma stöðnuðu efnahagslífi svæðisins, með tilheyrandi skorti á hagvexti og miklu atvinnuleysi, í gang. Til að mynda hefur verið fjallað um vægast sagt bágt efnahagsástand innan Evrópusambandsins og ekki sízt evrusvæðisins í skýrslum fyrir sambandið sem birtar hafa verið á árinu. Nú síðast skýrslu eftir Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópusambandsins, Mjög langur vegur er þannig frá því að innganga í sambandið væri skref fram á við í efnahagsmálum fyrir utan valdaframsalið sem hún fæli í sér. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Forsenda þess að hægt sé að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna er að tekið verði á ríkisfjármálunum og stuðlað að ábyrgri hagstjórn. Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, í Forystusætinu í Ríkisútvarpinu fyrir helgi. Í sama viðtali vildi hún hins vegar aðspurð meina að slíkt væri hreinlega ekki hægt með krónuna sem gjaldmiðil þjóðarinnar! „Við getum ekkert tekið upp stöðugan gjaldmiðil ef það er allt í steik heima hjá okkur. Við verðum að ná tökum á ríkisfjármálunum, ábyrgri hagstjórn,“ sagði Þorgerður Katrín þannig í viðtalinu. Þetta væri grunnforsenda þess að hægt væri að setja inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru á dagskrá sem áður segir. „Við verðum fyrst að ná tökum á ríkisfjármálunum.“ Með öðrum orðum er það auðvitað hægt með krónunni. Snýst fyrst og síðast um hagstjórnina Vitanlega er það hárrétt hjá Þorgerði Katrínu að málið snýst fyrst og síðast um hagstjórnina. Ekki það hvaða gjaldmiðill er notaður. Hins vegar hentar Viðreisn pólitískt að sparka í krónuna og telja fólki trú um að ef aðeins yrði skipt um gjaldmiðill og annar tekinn upp, sem noetabene myndi seint endurspegla efnahagslegan veruleika á Íslandi eða taka mið af hagsmunum lands og þjóðar, yrði allt svo mikið, mikið betra. Hins vegar er það þannig í kokkabókum Viðreisnar að nokkurn veginn allt sem miður fer efnahagslega hér á landi er krónunni að kenna á meðan ekkert slíkt á evrusvæðinu er evrunni að kenna heldur hagstjórn evruríkjanna. Í hvorugu tilfelli er hins vegar gjaldmiðillinn sökudólgurinn heldur fyrst og fremst sú efnahagslega umgjörð sem honum hefur verið sköpuð. Ekki sízt sem fyrr segir hvernig haldið er á hagstjórninni. Hefðu getað dregið úr verðbólgunni Hitt er svo annað mál að sporin hræða þegar hagstjórn Viðreisnar er annars vegar. Ekki þarf annað en að horfa til Reykjavíkur í þeim efnum þar sem flokkurinn hefur verið við völd ásamt einkum Samfylkingunni og Pírötum undanfarin ár á meðan verðbólgan, sem nú er á hraðri leið niður, hefur geisað. Verðbólga sem umræddir flokkar bera mikla ábyrgð á vegna þeirrar stefnu að viðhalda miklum lóðaskorti í borginni. Helzti drifkraftur verðbólgunnar hér á landi hefur þannig verið aukinn húsnæðiskostnaður fyrir utan innflutta verðbólgu frá Evrópusambandinu framan af. Meirihlutinn í Reykjavík hefur beinlínis staðið gegn því að tryggt væri nægt framboð húsnæðis og ekki aðeins í höfuðborginni sjálfri heldur einnig í nágrannasveitarfélögunum í krafti úrelds samkomulags sem gert var 2015 um vaxtamörk höfuðborgarsvæðisins. Vilja eingöngu tala um vaxtastigið Hvað efnahagsástandið innan Evrópusambandsins annars varðar hefur það ekki beinlínis verið til að hrópa húrra yfir. Forystumenn Viðreisnar tala einungis um vaxtastigið á evrusvæðinu sem er alls ekki til marks um heilbrigt efnahagsástand. Þvert á móti hefur tilgangurinn með lágum vöxtum verið að reyna að koma stöðnuðu efnahagslífi svæðisins, með tilheyrandi skorti á hagvexti og miklu atvinnuleysi, í gang. Til að mynda hefur verið fjallað um vægast sagt bágt efnahagsástand innan Evrópusambandsins og ekki sízt evrusvæðisins í skýrslum fyrir sambandið sem birtar hafa verið á árinu. Nú síðast skýrslu eftir Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópusambandsins, Mjög langur vegur er þannig frá því að innganga í sambandið væri skref fram á við í efnahagsmálum fyrir utan valdaframsalið sem hún fæli í sér. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun