Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar 21. nóvember 2024 16:02 Það ætti að vera augljóst öllum að hægri vængur íslenskra stjórnmála er hlynntur einkavæðingu í velferðarþjónustunni, í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og einnig í samgöngum. Þetta er í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum en það virðist vera orðin hefð hjá hægrinu að láta slíkt ekki hafa nein áhrif á stefnu sína, úrelt hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar er látin ráða hvað sem tautar og raular. Það sem hér er í raun undir er hvernig þjóðfélag við viljum sjá í framtíðinni. Þjóðfélag sem byggir á einstaklingshyggju þar sem hver fyrir sig otar sínum tota og sem líta á samferðafólk sitt í þjóðfélaginu sem keppinauta eða þjóðfélag sem byggir á samheldni og félagshyggju þar sem samtakamátturinn er virkjaður. Almennt má segja að vinstri flokkar leggja áherslu á aukin útgjöld til félagslegra verkefna, eins og að styrkja velferðarkerfin og minnka ójöfnuð, eru á móti einkavæðingu og vilja skattleggja hærri tekjur til að fjármagna slíkt. Í Svíþjóð hefur einkavæðing í heilbrigðisþjónustu og skólakerfi síðustu áratugi haft mjög neikvæðar afleiðingar, ekki minnst vegna aukinns ójafnaðar sem hún hefur valdið. Þegar þjónusta er rekin í hagnaðarskyni eykst hættan á að aðgengi að henni verði ójafnt, þar sem fjárhagsleg staða einstaklinga ræður meira um hvort þeir fái viðeigandi þjónustu eða ekki. Þetta kemur skýrt fram í heilbrigðiskerfinu, þar sem einkarekin fyrirtæki einblína á að veita þjónustu sem er arðbær, frekar en að mæta þörfum allra samfélagshópa. Þeir sem hafa minni fjárhagslega burði lenda því oft í bið eða fá lakari þjónustu en ella. Í skólakerfinu hefur einkavæðing einnig ýtt undir ójöfnuð. Samkeppni á milli einkaskóla og opinberra skóla hefur leitt til þess að fjármagnið dreifist ekki jafnt, og einkaskólar hafa hagnast á að velja nemendur sem eru líklegri til að ná góðum námsárangri. Þetta hefur valdið því að opinberir skólar sitji uppi með nemendur sem þurfa meiri stuðning en fá minna fjármagn til að mæta þeim þörfum. Afleiðingin er tvískipt skólakerfi þar sem sumir fá betri tækifæri en aðrir. Þá er einnig augljóst að einkavæðing leggur ofuráherslu á skilvirkni og hagnað, sem gengur á kostnað gæða. Í heilbrigðisþjónustu hefur þetta meðal annars leitt til styttri viðtala við sjúklinga og minna svigrúms til að veita einstaklingsmiðaða þjónustu. Í skólum hefur þetta þýtt að áhersla á stuttan kennslutíma eða ódýrari lausnir sem bitnar augljóslega á námsgæðum. Þessar neikvæðu afleiðingar einkavæðingar hafa vakið miklar umræður í Svíþjóð um jafnvægið milli einkaframtaks og samfélagslegra þarfa. Það sem upphaflega var hugsað til að bæta skilvirkni og fjölbreytni í þjónustu hefur leitt til vaxandi óánægju meðal þeirra sem telja að grunnþjónusta eigi að vera jafn aðgengileg fyrir alla. Því miður hafa Sósíaldemókratar, systurflokkur Samfylkingarinnar í Svíþjóð allt of oft farið í vegferð með hægri öflunum og tekið þátt í þessu einkavæðingar brjálæði. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn (báðir með Panamaprinsa í forystu) og Viðreisn (með kúlulánsdrottninguna fremst) virðast aðhyllast þessa þróun og tala fyrir svona lausnum sem svo augljóslega veikja samfélagið en auka möguleika fjármagnseigenda til fjárfestinga í því sem eru í raun okkar sameiginlegu þarfir, ómögulegar að velja burt. Náttúrulegur einkarekstur samfélagsins án hagnaðar verður að gróðakistu fjármagnseigenda og veldur ómetanlegum skaða almennings til langs tíma. Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur skýra vinstristefnu og er besta trygging sem völ er á í þessum kosningum fyrir því almannahagur sé í fyrirrúmi framar sérhagsmunum fjármagnseigenda. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Það ætti að vera augljóst öllum að hægri vængur íslenskra stjórnmála er hlynntur einkavæðingu í velferðarþjónustunni, í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og einnig í samgöngum. Þetta er í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum en það virðist vera orðin hefð hjá hægrinu að láta slíkt ekki hafa nein áhrif á stefnu sína, úrelt hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar er látin ráða hvað sem tautar og raular. Það sem hér er í raun undir er hvernig þjóðfélag við viljum sjá í framtíðinni. Þjóðfélag sem byggir á einstaklingshyggju þar sem hver fyrir sig otar sínum tota og sem líta á samferðafólk sitt í þjóðfélaginu sem keppinauta eða þjóðfélag sem byggir á samheldni og félagshyggju þar sem samtakamátturinn er virkjaður. Almennt má segja að vinstri flokkar leggja áherslu á aukin útgjöld til félagslegra verkefna, eins og að styrkja velferðarkerfin og minnka ójöfnuð, eru á móti einkavæðingu og vilja skattleggja hærri tekjur til að fjármagna slíkt. Í Svíþjóð hefur einkavæðing í heilbrigðisþjónustu og skólakerfi síðustu áratugi haft mjög neikvæðar afleiðingar, ekki minnst vegna aukinns ójafnaðar sem hún hefur valdið. Þegar þjónusta er rekin í hagnaðarskyni eykst hættan á að aðgengi að henni verði ójafnt, þar sem fjárhagsleg staða einstaklinga ræður meira um hvort þeir fái viðeigandi þjónustu eða ekki. Þetta kemur skýrt fram í heilbrigðiskerfinu, þar sem einkarekin fyrirtæki einblína á að veita þjónustu sem er arðbær, frekar en að mæta þörfum allra samfélagshópa. Þeir sem hafa minni fjárhagslega burði lenda því oft í bið eða fá lakari þjónustu en ella. Í skólakerfinu hefur einkavæðing einnig ýtt undir ójöfnuð. Samkeppni á milli einkaskóla og opinberra skóla hefur leitt til þess að fjármagnið dreifist ekki jafnt, og einkaskólar hafa hagnast á að velja nemendur sem eru líklegri til að ná góðum námsárangri. Þetta hefur valdið því að opinberir skólar sitji uppi með nemendur sem þurfa meiri stuðning en fá minna fjármagn til að mæta þeim þörfum. Afleiðingin er tvískipt skólakerfi þar sem sumir fá betri tækifæri en aðrir. Þá er einnig augljóst að einkavæðing leggur ofuráherslu á skilvirkni og hagnað, sem gengur á kostnað gæða. Í heilbrigðisþjónustu hefur þetta meðal annars leitt til styttri viðtala við sjúklinga og minna svigrúms til að veita einstaklingsmiðaða þjónustu. Í skólum hefur þetta þýtt að áhersla á stuttan kennslutíma eða ódýrari lausnir sem bitnar augljóslega á námsgæðum. Þessar neikvæðu afleiðingar einkavæðingar hafa vakið miklar umræður í Svíþjóð um jafnvægið milli einkaframtaks og samfélagslegra þarfa. Það sem upphaflega var hugsað til að bæta skilvirkni og fjölbreytni í þjónustu hefur leitt til vaxandi óánægju meðal þeirra sem telja að grunnþjónusta eigi að vera jafn aðgengileg fyrir alla. Því miður hafa Sósíaldemókratar, systurflokkur Samfylkingarinnar í Svíþjóð allt of oft farið í vegferð með hægri öflunum og tekið þátt í þessu einkavæðingar brjálæði. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn (báðir með Panamaprinsa í forystu) og Viðreisn (með kúlulánsdrottninguna fremst) virðast aðhyllast þessa þróun og tala fyrir svona lausnum sem svo augljóslega veikja samfélagið en auka möguleika fjármagnseigenda til fjárfestinga í því sem eru í raun okkar sameiginlegu þarfir, ómögulegar að velja burt. Náttúrulegur einkarekstur samfélagsins án hagnaðar verður að gróðakistu fjármagnseigenda og veldur ómetanlegum skaða almennings til langs tíma. Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur skýra vinstristefnu og er besta trygging sem völ er á í þessum kosningum fyrir því almannahagur sé í fyrirrúmi framar sérhagsmunum fjármagnseigenda. Höfundur er sósíalisti.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun