Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar 22. nóvember 2024 12:02 Við Íslendingar teljum okkur til þroskaðra lýðræðisríkja. Ef ég les vilja þjóðarinnar rétt, viljum við frekar vera í fararbroddi á því sviði, heldur en eftirbátar annarra ríkja. Félagafrelsi er einn af hornsteinum lýðræðis og fjölbreytt flóra frjálsra félagasamtaka er ein af birtingamyndum heilbrigðra lýðræðissamfélaga. Því má draga þá ályktun að að meta megi þroska lýðræðisríkja að einhverju leyti í þeirri umgjörð sem þau skapa frjálsum félagasamtökum til að vaxa og dafna. Frjáls félagasamtök, eða almannaheillafélög, eru félög sem hafa samfélagslegar hugsjónir og hagsmuni að leiðarljósi og eru bæði óhagnaðardrifin (e. nonprofit organizations) og starfa án afskipta stjórnvalda (e. non governmental organization). Félög sem byggja starf sitt að miklu eða öllu leyti á sjálfboðaliðum. Við á Íslandi státum af mikilli breidd þegar kemur að félögum til almannaheilla. Allt frá litlum nýlega stofnuðum grasrótarsamtökum, yfir í rótgróin og þekkt samtök, stórar rekstrareiningar og skipulagsheildir (e. organization), sem samfélagið reiðir sig á með einum eða öðrum hætti. Óhætt er að segja að starfsemi og þjónusta almannaheillafélaga snerti flesta þætti samfélagsins. Það er erfitt að sjá fyrir sér íslenskt samfélag án íþróttafélaga, æskulýðsfélaga og menningarfélaga. Hvar værum við stödd án slysavarna- og björgunarfélaga eða mannræktar og góðgerðafélaga? Hvernig væri samfélagið án félaga sem standa með þeim sem minna mega sín og styðja þau sem mæta mótlæti í lífinu, eða án félaga sem veita aðhald t.d. þegar kemur að neytendavernd eða umhverfismálum? Bara svo fáeinir málaflokkar séu taldir til. Við getum verið stolt af drifkrafti sjálfboðaliða og þakklát fyrir þá þjónustu sem almannaheillafélögin veita á ólíkum sviðum þjóðlífsins. Félagafrelsið er tryggt í stjórnarskrá Íslands. Það sjáum við einnig hjá hinum norðurlöndunum og fleiri lýðræðisríkjum sem við kjósum að bera okkur saman við. Hinsvegar teljumst við seint í fararbroddi þegar kemur að lagaramma og skattaumhverfi almannaheillafélaga. Ég leyfi mér að segja að þar séum við svolítið seinþroska. Elstu starfandi félagasamtökin á Íslandi voru orðin 200 ára, þegar lög um almannaheillafélög voru samþykkt á Alþingi. Lögin sem tóku gildi vorið 2022 eru vissulega stórt og mikilvægt skref í rétta átt. En betur má ef duga skal. Til að geta talist í fararbroddi meðal lýðræðisríkja þarf að skerpa enn frekar á þáttum sem létta undir með, hvetja og styðja almannaheillafélög og sjálfboðaliðana sem leiða þau til góðra verka. Ég vil sérstaklega nefna tvö atriði sem lúta að skattaumhverfinu: Veita þarf viðurkenndum og skráðum almannaheillafélögum leyfi til að innskatta virðisaukaskatt í rekstri, jafnvel þó svo að tekjustofnar þeirra séu flestir undanþegnir útskatti. Almannaheillafélög þurfa jafnframt að geta fengið virðisaukaskatt að fullu endurgreiddan vegna uppbyggingar og viðhalds húsnæðis, sem nýtt er undir starf til almannaheilla. Í dag geta þau fengið hluta virðisaukaskatts af vinnuliðum endurgreiddan, en ekki allan og ekki af aðföngum. Þó svo að góðgerðafélög fái einhverja vexti á söfnunarfé sitt eða varasjóði er óþarfi að þyngja róður þeirra með fjármagnstekjuskatti. Til stóð að almannaheillafélög væru undanþegin fjármagnstekjuskatti og lögin um almannaheillafélög voru lengi vel kynnt með þeim hætti á vef Stjórnarráðsins. Af einhverjum ástæðum náði það aldrei inn í endanlega útgáfu laganna. Árið 2023 þáði ríkissjóður 99,8 milljónir kr. frá almannaheillafélögum í formi fjármagnstekjuskatts, samkvæmt upplýsingum frá Skattinum. Þetta þarf að laga. Við Íslendingar höfum metnað til að vera í fararbroddi þroskaðra lýðræðisríkja. Þroskamerki þjóðar okkar birtist m.a. í félögum til almannaheilla og því starfsumhverfi sem hið opinbera setur þeim. Drifkraftur sjálfboðaliða og þjónusta almannaheillafélaga við samfélagið er ómetanleg. En við þurfum að gera betur þegar kemur að skattaumhverfinu. Þar er tímabært að stíga hugrökk skref á þroskabrautinni, létta róður almannaheillafélaga, samfélaginu öllu til framdráttar. Höfundur er formaður Almannaheilla og framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Við Íslendingar teljum okkur til þroskaðra lýðræðisríkja. Ef ég les vilja þjóðarinnar rétt, viljum við frekar vera í fararbroddi á því sviði, heldur en eftirbátar annarra ríkja. Félagafrelsi er einn af hornsteinum lýðræðis og fjölbreytt flóra frjálsra félagasamtaka er ein af birtingamyndum heilbrigðra lýðræðissamfélaga. Því má draga þá ályktun að að meta megi þroska lýðræðisríkja að einhverju leyti í þeirri umgjörð sem þau skapa frjálsum félagasamtökum til að vaxa og dafna. Frjáls félagasamtök, eða almannaheillafélög, eru félög sem hafa samfélagslegar hugsjónir og hagsmuni að leiðarljósi og eru bæði óhagnaðardrifin (e. nonprofit organizations) og starfa án afskipta stjórnvalda (e. non governmental organization). Félög sem byggja starf sitt að miklu eða öllu leyti á sjálfboðaliðum. Við á Íslandi státum af mikilli breidd þegar kemur að félögum til almannaheilla. Allt frá litlum nýlega stofnuðum grasrótarsamtökum, yfir í rótgróin og þekkt samtök, stórar rekstrareiningar og skipulagsheildir (e. organization), sem samfélagið reiðir sig á með einum eða öðrum hætti. Óhætt er að segja að starfsemi og þjónusta almannaheillafélaga snerti flesta þætti samfélagsins. Það er erfitt að sjá fyrir sér íslenskt samfélag án íþróttafélaga, æskulýðsfélaga og menningarfélaga. Hvar værum við stödd án slysavarna- og björgunarfélaga eða mannræktar og góðgerðafélaga? Hvernig væri samfélagið án félaga sem standa með þeim sem minna mega sín og styðja þau sem mæta mótlæti í lífinu, eða án félaga sem veita aðhald t.d. þegar kemur að neytendavernd eða umhverfismálum? Bara svo fáeinir málaflokkar séu taldir til. Við getum verið stolt af drifkrafti sjálfboðaliða og þakklát fyrir þá þjónustu sem almannaheillafélögin veita á ólíkum sviðum þjóðlífsins. Félagafrelsið er tryggt í stjórnarskrá Íslands. Það sjáum við einnig hjá hinum norðurlöndunum og fleiri lýðræðisríkjum sem við kjósum að bera okkur saman við. Hinsvegar teljumst við seint í fararbroddi þegar kemur að lagaramma og skattaumhverfi almannaheillafélaga. Ég leyfi mér að segja að þar séum við svolítið seinþroska. Elstu starfandi félagasamtökin á Íslandi voru orðin 200 ára, þegar lög um almannaheillafélög voru samþykkt á Alþingi. Lögin sem tóku gildi vorið 2022 eru vissulega stórt og mikilvægt skref í rétta átt. En betur má ef duga skal. Til að geta talist í fararbroddi meðal lýðræðisríkja þarf að skerpa enn frekar á þáttum sem létta undir með, hvetja og styðja almannaheillafélög og sjálfboðaliðana sem leiða þau til góðra verka. Ég vil sérstaklega nefna tvö atriði sem lúta að skattaumhverfinu: Veita þarf viðurkenndum og skráðum almannaheillafélögum leyfi til að innskatta virðisaukaskatt í rekstri, jafnvel þó svo að tekjustofnar þeirra séu flestir undanþegnir útskatti. Almannaheillafélög þurfa jafnframt að geta fengið virðisaukaskatt að fullu endurgreiddan vegna uppbyggingar og viðhalds húsnæðis, sem nýtt er undir starf til almannaheilla. Í dag geta þau fengið hluta virðisaukaskatts af vinnuliðum endurgreiddan, en ekki allan og ekki af aðföngum. Þó svo að góðgerðafélög fái einhverja vexti á söfnunarfé sitt eða varasjóði er óþarfi að þyngja róður þeirra með fjármagnstekjuskatti. Til stóð að almannaheillafélög væru undanþegin fjármagnstekjuskatti og lögin um almannaheillafélög voru lengi vel kynnt með þeim hætti á vef Stjórnarráðsins. Af einhverjum ástæðum náði það aldrei inn í endanlega útgáfu laganna. Árið 2023 þáði ríkissjóður 99,8 milljónir kr. frá almannaheillafélögum í formi fjármagnstekjuskatts, samkvæmt upplýsingum frá Skattinum. Þetta þarf að laga. Við Íslendingar höfum metnað til að vera í fararbroddi þroskaðra lýðræðisríkja. Þroskamerki þjóðar okkar birtist m.a. í félögum til almannaheilla og því starfsumhverfi sem hið opinbera setur þeim. Drifkraftur sjálfboðaliða og þjónusta almannaheillafélaga við samfélagið er ómetanleg. En við þurfum að gera betur þegar kemur að skattaumhverfinu. Þar er tímabært að stíga hugrökk skref á þroskabrautinni, létta róður almannaheillafélaga, samfélaginu öllu til framdráttar. Höfundur er formaður Almannaheilla og framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun