Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar 23. nóvember 2024 10:47 „Að mínu mati hefur íslenska þjóðin beðið nógu lengi eftir nýrri stjórnarskrá,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands árið 2018, þegar sex ár voru liðin frá þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Vigdís sagði ennfremur: „Í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 hratt Alþingi af stað stórmerkilegu ferli sem ætlað var að láta drauminn um nýja stjórnarskrá loks rætast. Framtakið vakti athygli víða um heim enda um að ræða eitt víðtækasta og lýðræðislegasta stjórnarskrárferli sem vitað er um. Stjórnlagaráð var þjóðkjörið. Þar hljómuðu því margvíslegar raddir samfélags okkar á Íslandi og drög voru gerð að nýrri stjórnarskrá með samþykki allra meðlima Stjórnlagaráðsins. Auk þess kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslu yfirgnæfandi vilji meirihluta íslenskra kjósenda til þess að nýja stjórnarskráin öðlaðist gildi. Enn sem komið er hefur Alþingi ekki auðnast að koma til móts við þann vilja.“ Nú eru liðin 12 ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá og Alþingi hefur ekki enn auðnast að virða úrslit atkvæðagreiðslunnar og lýðræðislegan vilja kjósenda. Þetta gengur ekki í lýðræðisríki. Reyna þarf nýjar leiðir. Almennir borgarar skiluðu sínu með sóma á þjóðfundi og í stjórnlagaráði eftir hrun, eins og Vigdís benti á. Það er tímabært að Alþingi rjúfi stöðnunina og leiti aftur til þeirra. Stjórnlagaþing almennra borgara Alþingi kalli saman stjórnlagaþing almennra borgara sem valdir verða með slembivali. Verkefni þingsins verði tvíþætt. Í fyrsta lagi að leggja lokahönd á tillögur að nýrri stjórnarskrá sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Í öðru lagi að gera tillögur að öðrum breytingum, ef rík ástæða þykir til. Í vinnu sinni skal stjórnlagaþingið hafa að leiðarljósi athugasemdir Feneyjanefndar Evrópuráðsins í álitsgerð nefndarinnar til þáv. forsætisráðherra árið 2020 og leiðbeiningar Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns varðandi lýðræðisleg vinnubrögð. Í álitsgerð Feneyjanefndarinnar segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá þeim tillögum sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Leiðbeiningar Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns eru af sama toga: Tillögurnar voru fengnar með lýðræðislegum hætti. Þeir sem hafa hug á að endursemja eða breyta þeim þurfa því að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingartillögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almannahag en óbreyttar tillögur. Viðfangsefni stjórnlagaþingsins yrði fyrst og síðast tillögurnar sem samþykktar voru sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár 2012. Þingið skal leggja lokahönd á þær með hliðsjón af frumvarpi sem lá fyrir fullbúið af hálfu Alþingis í mars 2013 og vinnu sem leiddi til þess frumvarps. Þegar stjórnlagaþingið hefur lagt lokahönd á samþykktar tillögur getur það gert tillögur um aðrar breytingar á stjórnarskrá, sjái það ríka ástæðu til. Frágengnum tillögum að nýrri stjórnarskrá skal skilað til Alþingis, sem ber þær undir dóm kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu. — Gengið er út frá því að úrslit þeirrar atkvæðagreiðslu verði virt. Stjórnarskrárfélagið heitir á kjósendur að krefja stjórnmálaflokkana svara um það hvað þeir ætli að gera í sambandi við stjórnarskrármálið og nýju stjórnarskrána. Við eigum nýja stjórnarskrá. Stjórn Stjórnarskrárfélagsins, Jóna Benediktsdóttir, Hjörtur Hjartarson, Katrín Oddsdóttir, Kjartan Jónsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Þórir Baldursson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Stjórnarskrá Mest lesið Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Sjá meira
„Að mínu mati hefur íslenska þjóðin beðið nógu lengi eftir nýrri stjórnarskrá,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands árið 2018, þegar sex ár voru liðin frá þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Vigdís sagði ennfremur: „Í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 hratt Alþingi af stað stórmerkilegu ferli sem ætlað var að láta drauminn um nýja stjórnarskrá loks rætast. Framtakið vakti athygli víða um heim enda um að ræða eitt víðtækasta og lýðræðislegasta stjórnarskrárferli sem vitað er um. Stjórnlagaráð var þjóðkjörið. Þar hljómuðu því margvíslegar raddir samfélags okkar á Íslandi og drög voru gerð að nýrri stjórnarskrá með samþykki allra meðlima Stjórnlagaráðsins. Auk þess kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslu yfirgnæfandi vilji meirihluta íslenskra kjósenda til þess að nýja stjórnarskráin öðlaðist gildi. Enn sem komið er hefur Alþingi ekki auðnast að koma til móts við þann vilja.“ Nú eru liðin 12 ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá og Alþingi hefur ekki enn auðnast að virða úrslit atkvæðagreiðslunnar og lýðræðislegan vilja kjósenda. Þetta gengur ekki í lýðræðisríki. Reyna þarf nýjar leiðir. Almennir borgarar skiluðu sínu með sóma á þjóðfundi og í stjórnlagaráði eftir hrun, eins og Vigdís benti á. Það er tímabært að Alþingi rjúfi stöðnunina og leiti aftur til þeirra. Stjórnlagaþing almennra borgara Alþingi kalli saman stjórnlagaþing almennra borgara sem valdir verða með slembivali. Verkefni þingsins verði tvíþætt. Í fyrsta lagi að leggja lokahönd á tillögur að nýrri stjórnarskrá sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Í öðru lagi að gera tillögur að öðrum breytingum, ef rík ástæða þykir til. Í vinnu sinni skal stjórnlagaþingið hafa að leiðarljósi athugasemdir Feneyjanefndar Evrópuráðsins í álitsgerð nefndarinnar til þáv. forsætisráðherra árið 2020 og leiðbeiningar Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns varðandi lýðræðisleg vinnubrögð. Í álitsgerð Feneyjanefndarinnar segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá þeim tillögum sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Leiðbeiningar Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns eru af sama toga: Tillögurnar voru fengnar með lýðræðislegum hætti. Þeir sem hafa hug á að endursemja eða breyta þeim þurfa því að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingartillögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almannahag en óbreyttar tillögur. Viðfangsefni stjórnlagaþingsins yrði fyrst og síðast tillögurnar sem samþykktar voru sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár 2012. Þingið skal leggja lokahönd á þær með hliðsjón af frumvarpi sem lá fyrir fullbúið af hálfu Alþingis í mars 2013 og vinnu sem leiddi til þess frumvarps. Þegar stjórnlagaþingið hefur lagt lokahönd á samþykktar tillögur getur það gert tillögur um aðrar breytingar á stjórnarskrá, sjái það ríka ástæðu til. Frágengnum tillögum að nýrri stjórnarskrá skal skilað til Alþingis, sem ber þær undir dóm kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu. — Gengið er út frá því að úrslit þeirrar atkvæðagreiðslu verði virt. Stjórnarskrárfélagið heitir á kjósendur að krefja stjórnmálaflokkana svara um það hvað þeir ætli að gera í sambandi við stjórnarskrármálið og nýju stjórnarskrána. Við eigum nýja stjórnarskrá. Stjórn Stjórnarskrárfélagsins, Jóna Benediktsdóttir, Hjörtur Hjartarson, Katrín Oddsdóttir, Kjartan Jónsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Þórir Baldursson.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun