Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar 24. nóvember 2024 11:15 Hægri flokkarnir, allir sem einn, boða nú niðurskurð á opinberum útgjöldum og sölu verðmætra arðgefandi ríkiseigna. Síðan er loforðið um skattalækkanir sett ofan á kökuna til að gera hana seljanlega. Ekkert af þessu er nýtt, heldur er þetta stefnan sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur rekið samfleytt frá 2013. Afleiðing þessarar stefnu er mikil uppsöfnun innviðaskulda, á tíma mikillar fólksfjölgunar, öldrunar og óvenju örar fjölgunar ferðamanna. Innviðaskuldir þýða að velferðar- og innviðakerfi okkar eru undirfjármögnuð og undirmönnuð. Þau ráða því illa við verkefni sín. Þetta er sérstaklega áberandi í heilbrigðiskerfinu. Einkavæðing hefur engum gagnast nema þeim sem hafa fengið að kaupa ríkiseignirnar. Skattalækkanir hafa nær eingöngu skilað sér til þeirra tekjuhæstu og eignamestu. Nú er sem sagt boðið upp á enn meira af þessum súra kokteil hægri manna. Meiri niðurskurður þýðir veikara velferðarríki og veikari innviðir. Það er því æpandi mótsögn eða blekking þegar talsmenn hægri flokkanna tala eins og að niðurskurður og skattalækkanir muni greiða innviðaskuldirnar sem allir eru sammála um hverjar eru. Annað sem er skrýtið þegar talað er um þörf fyrir meiri niðurskurð er að forsendan virðist vera sú að opinber útgjöld almennt og velferðarútgjöld sérstaklega séu óvenju mikil hér á landi. Það er hins vegar fjarri lagi. Við erum rétt við meðallag OECD-ríkjanna og lægst á Norðurlöndum. Áherslan á aukinn niðurskurð er þannig ásetningur um að veikja íslenska velferðarríkið og innviðina enn frekar. Skoðum stöðuna í heilbrigðiskerfinu. Á meðfylgjandi mynd má sjá heildarútgjöld til heilbrigðismála í OECD-ríkjunum árið 2022, sem hlutfall af landsframleiðslu. Sundurgreind eru opinber útgjöld og útgjöld einkaaðila („out-of pocket“ greiðslur). Ísland er vel fyrir neðan meðaltal allra ríkjanna, með 8,6% af landsframleiðslu þegar meðaltalið er 9,2% og þau hærri eru á bilinu 10-12%. Þetta er ófullnægjandi fyrir Ísland. Árið 2003 var Ísland mun ofar á svona samanburðarlista, með 9,7% af landsframleiðslu í heildarútgjöld til heilbrigðismála. Ef við værum að setja sama hlutfall af landsframleiðslu í rekstur heilbrigðiskerfisins í dag og við gerðum fyrir 20 árum þá væri tæplega 50 milljörðum meira fé inni í rekstri kerfisins í dag, á ári hverju. Þetta er það sem hefur verið tekið út úr heilbrigðiskerfinu með „hagræðingaraðgerðum“ sl. 20 ár. Sjálfstæðisflokkurinn stýrði opinberum fjármálum megnið af niðurskurðartímanum. Þessi niðurskurður sl. 20 ár er orsök vandans sem heilbrigðiskerfið glímir við í dag, með undirfjármögnun, undirmönnun og of miklu álagi á starfsfólk – og þar með verra aðgengi almennings að þjónustunni. Hægri hagstjórn eyðileggur vinstri velferð Þegar hægri flokkarnir segjast ætla að skera niður ríkisútgjöld enn meira en áður, til að fjármagna hallann á fjárlögum og skapa svigrúm fyrir skattalækkanir, þá getur það ekki annað en bitnað á heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðismál, ásamt öðrum velferðarmálum og innviðum, taka megnið af opinberu útgjöldunum. Aukin einkavæðing í heilbrigðiskerfinu, með auknum gjaldtökum af veiku og slösuðu fólki, færir okkur nær bandaríska kerfinu, en eins og sjá má á myndinni er það langdýrasta heilbrigðiskerfið á Vesturlöndum. Það tryggir þó ekki öllum íbúum landsins viðunandi heilbrigðisþjónustu. Lærdómur reynslunnar er því sá, að hægri hagstjórn eyðileggur vinstri velferð! Grefur undan velferðarríkinu og innviðum. Að færa okkur lengra í átt Bandaríkjanna á þessu sviði er bæði óskynsamlegt og ósanngjarnt – sannkallað feigðarflan. Fólk ætti því ekki að greiða hægri flokkum atkvæði sitt í kosningunum 30. nóvember, nema það vilji brjóta niður velferðarkerfið sem þjóðin byggði upp á 20. öldinni af mikilli elju. Samfylkingin er með skýrustu uppbyggingarstefnuna í velferðarmálum, en aðrir flokkar á vinstri væng og miðju eru þar einnig. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar hjá Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Hægri flokkarnir, allir sem einn, boða nú niðurskurð á opinberum útgjöldum og sölu verðmætra arðgefandi ríkiseigna. Síðan er loforðið um skattalækkanir sett ofan á kökuna til að gera hana seljanlega. Ekkert af þessu er nýtt, heldur er þetta stefnan sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur rekið samfleytt frá 2013. Afleiðing þessarar stefnu er mikil uppsöfnun innviðaskulda, á tíma mikillar fólksfjölgunar, öldrunar og óvenju örar fjölgunar ferðamanna. Innviðaskuldir þýða að velferðar- og innviðakerfi okkar eru undirfjármögnuð og undirmönnuð. Þau ráða því illa við verkefni sín. Þetta er sérstaklega áberandi í heilbrigðiskerfinu. Einkavæðing hefur engum gagnast nema þeim sem hafa fengið að kaupa ríkiseignirnar. Skattalækkanir hafa nær eingöngu skilað sér til þeirra tekjuhæstu og eignamestu. Nú er sem sagt boðið upp á enn meira af þessum súra kokteil hægri manna. Meiri niðurskurður þýðir veikara velferðarríki og veikari innviðir. Það er því æpandi mótsögn eða blekking þegar talsmenn hægri flokkanna tala eins og að niðurskurður og skattalækkanir muni greiða innviðaskuldirnar sem allir eru sammála um hverjar eru. Annað sem er skrýtið þegar talað er um þörf fyrir meiri niðurskurð er að forsendan virðist vera sú að opinber útgjöld almennt og velferðarútgjöld sérstaklega séu óvenju mikil hér á landi. Það er hins vegar fjarri lagi. Við erum rétt við meðallag OECD-ríkjanna og lægst á Norðurlöndum. Áherslan á aukinn niðurskurð er þannig ásetningur um að veikja íslenska velferðarríkið og innviðina enn frekar. Skoðum stöðuna í heilbrigðiskerfinu. Á meðfylgjandi mynd má sjá heildarútgjöld til heilbrigðismála í OECD-ríkjunum árið 2022, sem hlutfall af landsframleiðslu. Sundurgreind eru opinber útgjöld og útgjöld einkaaðila („out-of pocket“ greiðslur). Ísland er vel fyrir neðan meðaltal allra ríkjanna, með 8,6% af landsframleiðslu þegar meðaltalið er 9,2% og þau hærri eru á bilinu 10-12%. Þetta er ófullnægjandi fyrir Ísland. Árið 2003 var Ísland mun ofar á svona samanburðarlista, með 9,7% af landsframleiðslu í heildarútgjöld til heilbrigðismála. Ef við værum að setja sama hlutfall af landsframleiðslu í rekstur heilbrigðiskerfisins í dag og við gerðum fyrir 20 árum þá væri tæplega 50 milljörðum meira fé inni í rekstri kerfisins í dag, á ári hverju. Þetta er það sem hefur verið tekið út úr heilbrigðiskerfinu með „hagræðingaraðgerðum“ sl. 20 ár. Sjálfstæðisflokkurinn stýrði opinberum fjármálum megnið af niðurskurðartímanum. Þessi niðurskurður sl. 20 ár er orsök vandans sem heilbrigðiskerfið glímir við í dag, með undirfjármögnun, undirmönnun og of miklu álagi á starfsfólk – og þar með verra aðgengi almennings að þjónustunni. Hægri hagstjórn eyðileggur vinstri velferð Þegar hægri flokkarnir segjast ætla að skera niður ríkisútgjöld enn meira en áður, til að fjármagna hallann á fjárlögum og skapa svigrúm fyrir skattalækkanir, þá getur það ekki annað en bitnað á heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðismál, ásamt öðrum velferðarmálum og innviðum, taka megnið af opinberu útgjöldunum. Aukin einkavæðing í heilbrigðiskerfinu, með auknum gjaldtökum af veiku og slösuðu fólki, færir okkur nær bandaríska kerfinu, en eins og sjá má á myndinni er það langdýrasta heilbrigðiskerfið á Vesturlöndum. Það tryggir þó ekki öllum íbúum landsins viðunandi heilbrigðisþjónustu. Lærdómur reynslunnar er því sá, að hægri hagstjórn eyðileggur vinstri velferð! Grefur undan velferðarríkinu og innviðum. Að færa okkur lengra í átt Bandaríkjanna á þessu sviði er bæði óskynsamlegt og ósanngjarnt – sannkallað feigðarflan. Fólk ætti því ekki að greiða hægri flokkum atkvæði sitt í kosningunum 30. nóvember, nema það vilji brjóta niður velferðarkerfið sem þjóðin byggði upp á 20. öldinni af mikilli elju. Samfylkingin er með skýrustu uppbyggingarstefnuna í velferðarmálum, en aðrir flokkar á vinstri væng og miðju eru þar einnig. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar hjá Eflingu.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun