Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson og Anna María Jónsdóttir skrifa 26. nóvember 2024 07:40 Ísland er í fararbroddi meðal þjóða þegar kemur að jöfnuði í menntakerfinu. Félags- og efnahagslegir þættir hafa mun minni áhrif á námsárangur íslenskra barna en gengur og gerist í öðrum löndum. Þessi staða er ekki sjálfsögð; hún er ávöxtur kerfis sem hefur lagt áherslu á jafnt aðgengi að gæðum í menntun og traustan stuðning við öll börn, óháð bakgrunni þeirra. Þrátt fyrir þennan árangur má bæta ýmislegt í íslenska grunnskólakerfinu. Til dæmis hefur lesskilningur nemenda dalað á síðustu árum samkvæmt nýjustu niðurstöðum PISA. Þessi áskorun kallar á markviss viðbrögð og umbætur. En slíkar umbætur þurfa að byggja á styrkleikum kerfisins – ekki að grafa undan þeim. Þess vegna er mikilvægt að vera á varðbergi gagnvart þeim stjórnmálaöflum sem gæla við eða kalla eftir stórauknum einkarekstri í grunnskólakerfinu. Rannsóknir sýna að einkarekstur í menntakerfum er líklegur til að ýta undir ójöfnuð. Í skólakerfum þar sem einkarekstur vegur þungt, eykst ójöfnuður af ýmsum toga. Efnahagslegur ójöfnuður eykst ef innheimt eru skólagjöld sem ekki eru á færi allra. Félagslegur ójöfnuður eykst ef einkaskólar fá að velja til sín nemendur, á meðan opinberir skólar standa þá frammi fyrir fjölbreyttari áskorunum án þess að fá það fjármagn sem þær kalla á. Slíkt elur líka á ójöfnuði vegna búsetu og þjónar þeim best sem þegar eru í sterkri efnahagslegri og félagslegri stöðu. Til að bregðast við þeim áskorunum sem íslenskt menntakerfi stendur frammi fyrir – svo sem með aukinni áherslu á lesskilning og jafnari stuðningi við fjölbreytta nemendahópa – þurfum við að styrkja það sem hefur virkað vel. Markviss stuðningur við kennara, fjölbreytt og aðgengilegt námsefni og sterkur faglegur stuðningur innan opinbera menntakerfisins er lykillinn að því að bæta stöðu nemenda án þess að ógna grunnstoðum jöfnuðar. Jöfnuður er ein af dýrmætustu auðlindum íslensks menntakerfis. Við getum gert betur – en við megum ekki fórna því sem þegar hefur áunnist. Samfylkingin er því mótfallin frekari einkavæðingu grunnskóla á Íslandi að ofantöldum ástæðum. Það fer gegn grunngildum jafnaðarstefnunnar að ýta undir ójöfnuð sama hvar hann er að finna en ekki síst þegar börn eiga í hlut. Við erum með blandað kerfi í dag sem byggir á sterkum hverfisskólum og við getum verið stolt af því kerfi. Höldum áfram að byggja upp sterkt opinbert skólakerfi án þess að stofna sérstöðu okkar í hættu. Höfundar eru kennarar og frambjóðendur Samfylkingarinnar til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er í fararbroddi meðal þjóða þegar kemur að jöfnuði í menntakerfinu. Félags- og efnahagslegir þættir hafa mun minni áhrif á námsárangur íslenskra barna en gengur og gerist í öðrum löndum. Þessi staða er ekki sjálfsögð; hún er ávöxtur kerfis sem hefur lagt áherslu á jafnt aðgengi að gæðum í menntun og traustan stuðning við öll börn, óháð bakgrunni þeirra. Þrátt fyrir þennan árangur má bæta ýmislegt í íslenska grunnskólakerfinu. Til dæmis hefur lesskilningur nemenda dalað á síðustu árum samkvæmt nýjustu niðurstöðum PISA. Þessi áskorun kallar á markviss viðbrögð og umbætur. En slíkar umbætur þurfa að byggja á styrkleikum kerfisins – ekki að grafa undan þeim. Þess vegna er mikilvægt að vera á varðbergi gagnvart þeim stjórnmálaöflum sem gæla við eða kalla eftir stórauknum einkarekstri í grunnskólakerfinu. Rannsóknir sýna að einkarekstur í menntakerfum er líklegur til að ýta undir ójöfnuð. Í skólakerfum þar sem einkarekstur vegur þungt, eykst ójöfnuður af ýmsum toga. Efnahagslegur ójöfnuður eykst ef innheimt eru skólagjöld sem ekki eru á færi allra. Félagslegur ójöfnuður eykst ef einkaskólar fá að velja til sín nemendur, á meðan opinberir skólar standa þá frammi fyrir fjölbreyttari áskorunum án þess að fá það fjármagn sem þær kalla á. Slíkt elur líka á ójöfnuði vegna búsetu og þjónar þeim best sem þegar eru í sterkri efnahagslegri og félagslegri stöðu. Til að bregðast við þeim áskorunum sem íslenskt menntakerfi stendur frammi fyrir – svo sem með aukinni áherslu á lesskilning og jafnari stuðningi við fjölbreytta nemendahópa – þurfum við að styrkja það sem hefur virkað vel. Markviss stuðningur við kennara, fjölbreytt og aðgengilegt námsefni og sterkur faglegur stuðningur innan opinbera menntakerfisins er lykillinn að því að bæta stöðu nemenda án þess að ógna grunnstoðum jöfnuðar. Jöfnuður er ein af dýrmætustu auðlindum íslensks menntakerfis. Við getum gert betur – en við megum ekki fórna því sem þegar hefur áunnist. Samfylkingin er því mótfallin frekari einkavæðingu grunnskóla á Íslandi að ofantöldum ástæðum. Það fer gegn grunngildum jafnaðarstefnunnar að ýta undir ójöfnuð sama hvar hann er að finna en ekki síst þegar börn eiga í hlut. Við erum með blandað kerfi í dag sem byggir á sterkum hverfisskólum og við getum verið stolt af því kerfi. Höldum áfram að byggja upp sterkt opinbert skólakerfi án þess að stofna sérstöðu okkar í hættu. Höfundar eru kennarar og frambjóðendur Samfylkingarinnar til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmum.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun