Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar 26. nóvember 2024 11:31 Kári, til mín rignir skilaboðum um að fleira þurfi ég ekki að aðhafast í kosningabaráttunni, því að verðmætasta stuðningsyfirlýsingin sé komin, umvöndunarpistill frá Kára Stefánssyni. Hver þarf óvini þegar maður á vini eins og þig? Umfjöllun þín um hælsæri í þröngum skóm leiðir huga minn að lýsingu sem frelsaði mig úr viðjum nikótínfíknar á sínum tíma. Þar var misskilningi mínum, um að tóbak veitti raunverulega nautn, eytt með þeirri líkingu að í raun væri tóbaksfíkillinn eins og maður sem gengi um í of þröngum skóm en leyfði sér við og við, með því að reykja, að fara úr þeim í stutta stund, aðeins til að fara svo aftur í þá. Suma fíkn geta menn knúið til kyrrðar í eitt skipti fyrir öll með góðri meðferð, á meðan önnur fíkn fylgir mönnum ævina á enda. Fíkn er, eins og þú þekkir, margslungið fyrirbæri sem getur beinst að öllum skalanum frá tóbaki og áfengi og til athygli fjölmiðla. Síðastnefndu tegundina er ekki hægt að meðhöndla til fulls. Því hafa menn með vanskapaða fætur ekki önnur úrræði en að leyfa sér með reglulegu millibili að taka af sér þrönga skóna, sem vitanlega kreppa sérstaklega að í kringum þingkosningar. Þú segir frá því að faðir þinn vitji þín í draumi. Í auðmýkt minni freistast ég til að líta svo á að það hljóti að boða gott að þingframboð mitt hafi slíka þýðingu að upptekinn forstjóri fari að fá skilaboð að handan. Það munar greinilega um Miðflokkinn, eins og sagt er. Ykkur feðgum verður rætt um RÚV en gætið þess ekki að hlutverk RÚV var annars eðlis á tuttugustu öld, á tímum hinnar krúttlegu ríkiseinokunar á ljósvakaumræðu. Vandinn er sá að taktarnir frá einokunartímanum hverfa ekki svo glatt. Í umhverfi nútímans virðist óhjákvæmilegt að ríkismiðlinum verði misbeitt í þágu ákveðinna sjónarmiða í átökum stríðandi fylkinga. Á það ber að benda, þótt flestir þegi þunnu hljóði. Sannleikanum er hver sárreiðastur. Faðir þinn tekur í draumnum til varna fyrir RÚV eins og Rúvara er von. Faðir minn var einnig fréttamaður útvarps á öðrum tíma. Ég tel það þó ábyrgð nútímamannsins að taka ekki afstöðu föður síns til ríkismiðilsins upp óbreytta. RÚV hrósar jafnaðarhugsjón Samfylkingarinnar og þú segir jöfnuð sjálfsagt mál. Rifjast þá upp fyrir mér okkar fyrstu kynni. Þau urðu á kaffihúsi í miðbænum að vori fyrir sléttum tíu árum, þar sem ég sat í sakleysi mínu og las undir próf. Hringlaga kaffihúsborðin voru svo lítil að ég hafði tekið undir mig tvö, annað fyrir fartölvuna og hitt fyrir bækur og kaffi. Kaffihúsið var fullsetið og þegar þú hafðir fengið þinn bolla leistu yfir salinn í leit að borði. Þú komst fljótt auga á það hvernig þessi ósvífni menntaskólanemi hafði skipað sínum málum, þér misbauð óréttlætið, gekkst þá til mín og gerðir skýrt tilkall til annars borðsins míns. Raunar var þér svo í mun að framfylgja réttlætinu að þú hótaðir mér því kurteislega að komið gæti til barsmíða ef ég yrði ekki að ósk þinni. Mér var ekki stætt á öðru en að fallast á skilmálana. Áttum við sessunautar í kjölfarið vinalegt samtal um suðurameríska ljóðlist. Þetta var þín jafnaðarhugsjón í verki. Árum síðar opnaðir þú þig um peningavandræði þín í viðtali við mig og sagðir: „Það er erfitt að vera auðugur sósíalisti. Það býr til alls konar paradox í lífi manns.“ Þetta voru orð að sönnu. Ég hugsa að meira að segja Halldór Laxness sjálfur hefði öfundað okkur af þeirri skáldlegu þversögn, að mesti jafnaðarmaður Íslendinga sé jafnframt okkar mesti ójafnaðarmaður. Frá okkar fyrstu kynnum, þegar þér rétt tókst að hemja jafnaðarhugsjónina á kaffihúsinu, hefur þú oftar vakið athygli mína á möguleikanum á að það komi til handalögmála okkar á milli. Við höfum þó ekki látið verða af því. Því miður verður það sífellt ólíklegra enda stefni ég á þingsetu og við í Miðflokknum leggjum nú sérstaka áherslu á háttprýði í allri okkar framgöngu. Athugaðu þó að ég veigra mér síst við viðureigninni sökum aldursþróunar þín megin. Þú verður hraustari með hverju árinu. Er það mikil gæfa, enda er ljóst að þér mun endast aldur til þarfra verkefna. Í fyrsta lagi áttu verk fyrir höndum að endurheimta aðdáun þeirra sem sendu mér að svona skrif úr þinni átt væru gæðastimpill. Það er miður að ónákvæmnisfár vísindamanns í faraldri hafi valdið slíkum vonbrigðum, þótt persónulega fyrirgefi ég þér allt. Ég veit að vísindin á þessum tíma voru breytilegri en breytilegustu loftslagsvísindi. Í öðru lagi tel ég mikilvægt að þú fáir tíma til melta stefnu okkar í Miðflokknum og áhrif hennar þegar fram í sækir, hvort sem það tengist hæliskerfi, fjölmiðlum, efnahagsmálum eða náttúruvernd. Þegar menn sjá skyndilega smugu á að blanda sér í kosningabaráttu, er hætt við að hugsjónakappið beri skynsemina ofurliði og þeir missi sjónar á heildarmyndinni. Ég tel að þú munir sjá, þótt síðar verði, að áherslur okkar í Miðflokknum munu standast tímans tönn. Von mín er sú að málflutningur okkar muni eldast vel og jafnvel betur en Kári Stefánsson. Aðdáandi þinn í Miðflokknum, Snorri Másson. Höfundur er oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snorri Másson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Tengdar fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Fyrrverandi Miðflokksmaður, sem nú styður oddvita Framsóknar í Suðurkjördæmi af heilum hug, gengst við því að hafa birt færslu á síðu fyrrnefnda flokksins nokkrum vikum eftir brotthvarf hans þaðan. Færslan innihélt opið bréf þar sem forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði oddvita Miðflokksins í Reykjavík suður til syndanna. 26. nóvember 2024 00:09 „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Kári Stefánsson segir Snorra Másson, oddvita Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, vera búinn að koma sér út í erfiðar aðstæður. Snorri sé í flokki hverra stefnumál honum mislíkar og eigi erfitt með að horfast í augu við sjálfan sig. 25. nóvember 2024 18:05 Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Snorri Másson, það er stundum erfitt að spá fyrir um áhrif nýrra aðstæðna sem maður kemur sér í. Þær aðstæður sem hafa reynst mér erfiðastar og hafa haft með öllu ófyrirsjáanleg áhrif eru nýir skór. Ég hef farið í bestu skóbúðir landsins og fest kaup á fallegustu og gerðarlegustu skóm sem hægt er að ímynda sér og ætlað mér að brúka þá á alls konar sigurgöngum á lífsleiðinni. 25. nóvember 2024 16:12 Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Kári, til mín rignir skilaboðum um að fleira þurfi ég ekki að aðhafast í kosningabaráttunni, því að verðmætasta stuðningsyfirlýsingin sé komin, umvöndunarpistill frá Kára Stefánssyni. Hver þarf óvini þegar maður á vini eins og þig? Umfjöllun þín um hælsæri í þröngum skóm leiðir huga minn að lýsingu sem frelsaði mig úr viðjum nikótínfíknar á sínum tíma. Þar var misskilningi mínum, um að tóbak veitti raunverulega nautn, eytt með þeirri líkingu að í raun væri tóbaksfíkillinn eins og maður sem gengi um í of þröngum skóm en leyfði sér við og við, með því að reykja, að fara úr þeim í stutta stund, aðeins til að fara svo aftur í þá. Suma fíkn geta menn knúið til kyrrðar í eitt skipti fyrir öll með góðri meðferð, á meðan önnur fíkn fylgir mönnum ævina á enda. Fíkn er, eins og þú þekkir, margslungið fyrirbæri sem getur beinst að öllum skalanum frá tóbaki og áfengi og til athygli fjölmiðla. Síðastnefndu tegundina er ekki hægt að meðhöndla til fulls. Því hafa menn með vanskapaða fætur ekki önnur úrræði en að leyfa sér með reglulegu millibili að taka af sér þrönga skóna, sem vitanlega kreppa sérstaklega að í kringum þingkosningar. Þú segir frá því að faðir þinn vitji þín í draumi. Í auðmýkt minni freistast ég til að líta svo á að það hljóti að boða gott að þingframboð mitt hafi slíka þýðingu að upptekinn forstjóri fari að fá skilaboð að handan. Það munar greinilega um Miðflokkinn, eins og sagt er. Ykkur feðgum verður rætt um RÚV en gætið þess ekki að hlutverk RÚV var annars eðlis á tuttugustu öld, á tímum hinnar krúttlegu ríkiseinokunar á ljósvakaumræðu. Vandinn er sá að taktarnir frá einokunartímanum hverfa ekki svo glatt. Í umhverfi nútímans virðist óhjákvæmilegt að ríkismiðlinum verði misbeitt í þágu ákveðinna sjónarmiða í átökum stríðandi fylkinga. Á það ber að benda, þótt flestir þegi þunnu hljóði. Sannleikanum er hver sárreiðastur. Faðir þinn tekur í draumnum til varna fyrir RÚV eins og Rúvara er von. Faðir minn var einnig fréttamaður útvarps á öðrum tíma. Ég tel það þó ábyrgð nútímamannsins að taka ekki afstöðu föður síns til ríkismiðilsins upp óbreytta. RÚV hrósar jafnaðarhugsjón Samfylkingarinnar og þú segir jöfnuð sjálfsagt mál. Rifjast þá upp fyrir mér okkar fyrstu kynni. Þau urðu á kaffihúsi í miðbænum að vori fyrir sléttum tíu árum, þar sem ég sat í sakleysi mínu og las undir próf. Hringlaga kaffihúsborðin voru svo lítil að ég hafði tekið undir mig tvö, annað fyrir fartölvuna og hitt fyrir bækur og kaffi. Kaffihúsið var fullsetið og þegar þú hafðir fengið þinn bolla leistu yfir salinn í leit að borði. Þú komst fljótt auga á það hvernig þessi ósvífni menntaskólanemi hafði skipað sínum málum, þér misbauð óréttlætið, gekkst þá til mín og gerðir skýrt tilkall til annars borðsins míns. Raunar var þér svo í mun að framfylgja réttlætinu að þú hótaðir mér því kurteislega að komið gæti til barsmíða ef ég yrði ekki að ósk þinni. Mér var ekki stætt á öðru en að fallast á skilmálana. Áttum við sessunautar í kjölfarið vinalegt samtal um suðurameríska ljóðlist. Þetta var þín jafnaðarhugsjón í verki. Árum síðar opnaðir þú þig um peningavandræði þín í viðtali við mig og sagðir: „Það er erfitt að vera auðugur sósíalisti. Það býr til alls konar paradox í lífi manns.“ Þetta voru orð að sönnu. Ég hugsa að meira að segja Halldór Laxness sjálfur hefði öfundað okkur af þeirri skáldlegu þversögn, að mesti jafnaðarmaður Íslendinga sé jafnframt okkar mesti ójafnaðarmaður. Frá okkar fyrstu kynnum, þegar þér rétt tókst að hemja jafnaðarhugsjónina á kaffihúsinu, hefur þú oftar vakið athygli mína á möguleikanum á að það komi til handalögmála okkar á milli. Við höfum þó ekki látið verða af því. Því miður verður það sífellt ólíklegra enda stefni ég á þingsetu og við í Miðflokknum leggjum nú sérstaka áherslu á háttprýði í allri okkar framgöngu. Athugaðu þó að ég veigra mér síst við viðureigninni sökum aldursþróunar þín megin. Þú verður hraustari með hverju árinu. Er það mikil gæfa, enda er ljóst að þér mun endast aldur til þarfra verkefna. Í fyrsta lagi áttu verk fyrir höndum að endurheimta aðdáun þeirra sem sendu mér að svona skrif úr þinni átt væru gæðastimpill. Það er miður að ónákvæmnisfár vísindamanns í faraldri hafi valdið slíkum vonbrigðum, þótt persónulega fyrirgefi ég þér allt. Ég veit að vísindin á þessum tíma voru breytilegri en breytilegustu loftslagsvísindi. Í öðru lagi tel ég mikilvægt að þú fáir tíma til melta stefnu okkar í Miðflokknum og áhrif hennar þegar fram í sækir, hvort sem það tengist hæliskerfi, fjölmiðlum, efnahagsmálum eða náttúruvernd. Þegar menn sjá skyndilega smugu á að blanda sér í kosningabaráttu, er hætt við að hugsjónakappið beri skynsemina ofurliði og þeir missi sjónar á heildarmyndinni. Ég tel að þú munir sjá, þótt síðar verði, að áherslur okkar í Miðflokknum munu standast tímans tönn. Von mín er sú að málflutningur okkar muni eldast vel og jafnvel betur en Kári Stefánsson. Aðdáandi þinn í Miðflokknum, Snorri Másson. Höfundur er oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Fyrrverandi Miðflokksmaður, sem nú styður oddvita Framsóknar í Suðurkjördæmi af heilum hug, gengst við því að hafa birt færslu á síðu fyrrnefnda flokksins nokkrum vikum eftir brotthvarf hans þaðan. Færslan innihélt opið bréf þar sem forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði oddvita Miðflokksins í Reykjavík suður til syndanna. 26. nóvember 2024 00:09
„Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Kári Stefánsson segir Snorra Másson, oddvita Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, vera búinn að koma sér út í erfiðar aðstæður. Snorri sé í flokki hverra stefnumál honum mislíkar og eigi erfitt með að horfast í augu við sjálfan sig. 25. nóvember 2024 18:05
Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Snorri Másson, það er stundum erfitt að spá fyrir um áhrif nýrra aðstæðna sem maður kemur sér í. Þær aðstæður sem hafa reynst mér erfiðastar og hafa haft með öllu ófyrirsjáanleg áhrif eru nýir skór. Ég hef farið í bestu skóbúðir landsins og fest kaup á fallegustu og gerðarlegustu skóm sem hægt er að ímynda sér og ætlað mér að brúka þá á alls konar sigurgöngum á lífsleiðinni. 25. nóvember 2024 16:12
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar