Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 16:50 Nú eru 4 dagar eftir til að ákveða hvað við ætlum að kjósa og hvert við viljum stefna í mikilvægum málefnum. Hægt er að taka kosningapróf á ýmsum samfélagsmiðlum en þar eru villandi svör sem ekki eru í samræmi við stefnuskrá einstakra flokka og þar á meðal Lýðræðisflokksins. Kjosturett.is hefur uppfært sitt kosningapróf en aðrir eru enn með misvísandi svör við einstaka spurningum. Þetta er miður þar sem margir óákveðnir kjósendur nota kosningaprófin til að ákveða hvað þeir muni kjósa á laugardaginn 30.11.2024. Í stuttu máli er stefna Lýðræðisflokksins þessi: Lýðræði: Við viljum standa vörð um frelsi, sjálfstæði, fullveldi og menningararfleifð þjóðarinnar með áherslu á beint lýðræði, mannréttindi, löggæslu og örugg landamæri með tryggum yfirráðum þjóðarinnar yfir auðlindum til lands og sjávar. Fullveldi: Vinna ber með öðrum þjóðum í anda frelsis, jafnræðis og lýðræðis. EES-samninginn verður tekinn til heildarendurskoðunar. Ísland segi sig frá orkupökkum ESB og hafnar innleiðingu á Bókun 35 í íslensk lög sem gefur lögum ESB forgang fram yfir íslensk lög. Löggjafarvaldið á að vera hjá Alþingi Íslendinga. Skattar og húsnæðismál: Hallalaus fjárlög eiga að vera meginreglan. Lýðræðisflokkurinn mun beita sér fyrir lögbundnu 4% vaxtaþaki á stýrivexti ásamt því að taka húsnæðislið út úr vísitölu neysluverðs. Umhverfismál: Landsvirkjun og Landsnet verði áfram í eigu þjóðarinnar. Íslenskum heimilum og almennri atvinnustarfsemi sé tryggður forgangur að raforku umfram stóriðju. Náttúruperlur verði verndaðar og vatns- og jarðvarmaorka verði nýtt í jafnvægi við náttúruna. Velferðamál: Bætur almannatrygginga skulu hækkaðar til samræmis við hækkun launavísitölu. Tryggja skal að tekjur skerðist ekki við greiðslur úr almannatryggingum. Öryrkjum verði auðveldað að komast aftur inn á atvinnumarkað. Auðvelda 67 ára og eldri að halda áfram að vinna án greiðslu félagsgjalda og iðgjalda í lífeyrissjóð. Atvinnumál: Leiðrétta þarf valdaójafnvægi milli stórútgerðar og almannahagsmuna. Búa sjávarútvegi skilyrði til að sækja fram, á jafnræðisgrunni. Gera bændum kleift að stunda arðbæran og vistvænan búskap. Matvælaframleiðsla og ilrækt eiga rétt á sama orkuverði og stóriðjan. Stuðla að aukinni framleiðni hérlendis, efla hagvöxt og tryggja þar með hagsæld og framfarir á öllu Íslandi m.a. með uppbyggingu vegakerfis. Útlendingamál: Lýðræðisflokkurinn vill verja landamæri Íslands. Full stjórn verði tekin á landamærum. Enginn komi til Íslands nema með heimild íslenskra stjórnvalda eða með vegabréfsáritun. Tekin verður upp samvinna við hin Norðurlöndin og lært af því sem miður hefur farist. Menntamál: Auka ber valfrelsi á öllum sviðum menntunar. Skólanámskrá verði einfölduð og einstaka skólum og kennurum verði gefið meira frjálsræði til að setja sínar áherslur. Efla þarf iðnmenntun á Íslandi með uppbyggingu og jákvæðu viðhorfi til iðngreina. Skólastarf efli gagnrýna hugsun og miði ekki að innrætingu. Vonandi hvetur þetta fólk til að kynna sér nánar stefnu Lýðræðisflokksins á Stefna | Lýðræðisflokkurinn Höfundur er í 6. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. www.kjosumxl.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lýðræðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Nú eru 4 dagar eftir til að ákveða hvað við ætlum að kjósa og hvert við viljum stefna í mikilvægum málefnum. Hægt er að taka kosningapróf á ýmsum samfélagsmiðlum en þar eru villandi svör sem ekki eru í samræmi við stefnuskrá einstakra flokka og þar á meðal Lýðræðisflokksins. Kjosturett.is hefur uppfært sitt kosningapróf en aðrir eru enn með misvísandi svör við einstaka spurningum. Þetta er miður þar sem margir óákveðnir kjósendur nota kosningaprófin til að ákveða hvað þeir muni kjósa á laugardaginn 30.11.2024. Í stuttu máli er stefna Lýðræðisflokksins þessi: Lýðræði: Við viljum standa vörð um frelsi, sjálfstæði, fullveldi og menningararfleifð þjóðarinnar með áherslu á beint lýðræði, mannréttindi, löggæslu og örugg landamæri með tryggum yfirráðum þjóðarinnar yfir auðlindum til lands og sjávar. Fullveldi: Vinna ber með öðrum þjóðum í anda frelsis, jafnræðis og lýðræðis. EES-samninginn verður tekinn til heildarendurskoðunar. Ísland segi sig frá orkupökkum ESB og hafnar innleiðingu á Bókun 35 í íslensk lög sem gefur lögum ESB forgang fram yfir íslensk lög. Löggjafarvaldið á að vera hjá Alþingi Íslendinga. Skattar og húsnæðismál: Hallalaus fjárlög eiga að vera meginreglan. Lýðræðisflokkurinn mun beita sér fyrir lögbundnu 4% vaxtaþaki á stýrivexti ásamt því að taka húsnæðislið út úr vísitölu neysluverðs. Umhverfismál: Landsvirkjun og Landsnet verði áfram í eigu þjóðarinnar. Íslenskum heimilum og almennri atvinnustarfsemi sé tryggður forgangur að raforku umfram stóriðju. Náttúruperlur verði verndaðar og vatns- og jarðvarmaorka verði nýtt í jafnvægi við náttúruna. Velferðamál: Bætur almannatrygginga skulu hækkaðar til samræmis við hækkun launavísitölu. Tryggja skal að tekjur skerðist ekki við greiðslur úr almannatryggingum. Öryrkjum verði auðveldað að komast aftur inn á atvinnumarkað. Auðvelda 67 ára og eldri að halda áfram að vinna án greiðslu félagsgjalda og iðgjalda í lífeyrissjóð. Atvinnumál: Leiðrétta þarf valdaójafnvægi milli stórútgerðar og almannahagsmuna. Búa sjávarútvegi skilyrði til að sækja fram, á jafnræðisgrunni. Gera bændum kleift að stunda arðbæran og vistvænan búskap. Matvælaframleiðsla og ilrækt eiga rétt á sama orkuverði og stóriðjan. Stuðla að aukinni framleiðni hérlendis, efla hagvöxt og tryggja þar með hagsæld og framfarir á öllu Íslandi m.a. með uppbyggingu vegakerfis. Útlendingamál: Lýðræðisflokkurinn vill verja landamæri Íslands. Full stjórn verði tekin á landamærum. Enginn komi til Íslands nema með heimild íslenskra stjórnvalda eða með vegabréfsáritun. Tekin verður upp samvinna við hin Norðurlöndin og lært af því sem miður hefur farist. Menntamál: Auka ber valfrelsi á öllum sviðum menntunar. Skólanámskrá verði einfölduð og einstaka skólum og kennurum verði gefið meira frjálsræði til að setja sínar áherslur. Efla þarf iðnmenntun á Íslandi með uppbyggingu og jákvæðu viðhorfi til iðngreina. Skólastarf efli gagnrýna hugsun og miði ekki að innrætingu. Vonandi hvetur þetta fólk til að kynna sér nánar stefnu Lýðræðisflokksins á Stefna | Lýðræðisflokkurinn Höfundur er í 6. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. www.kjosumxl.is
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun