Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar 26. nóvember 2024 16:20 Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á öflugt heilbrigðiskerfi og nýjar lausnar, t.d. með einfaldari kerfum og nýjum tæknilausnum. Þar skiptir sköpum að þjónustan sé veitt tímanlega, að ekki skapist biðlistar með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og einstaklinginn og að þjónustan sé aðgengileg öllum, óháð efnahag. Það er ekki síður mikilvægt að huga að því hvað gerist áður en við þiggjum þjónustuna, hvaða forvarnir er verið að vinna markvisst að til að koma í veg fyrir langvinna lífstílstengda sjúkdóma í þessum stærsta útgjaldalið ríkisins ár hvert. Lýðheilsa með mælanlegum árangri Öldrun þjóðarinnar er staðreynd. Á dögunum birti KPMG Ísland greiningu á öldrun út frá ríkisfjármálum og mönnun. Þess er vænst að viðhorf til öldrunar breytist og að litið verði á eldra fólk sem virði en ekki byrði. Öldrun þjóðarinnar endurspeglar miklar breytingar í samfélaginu en við horfum fram á lengri líftíma nú en þau sem á undan okkur komu. Þessari stöðu fylgja líka breytt viðhorf varðandi heilbrigðismál, íþróttir sem forvarnir og vellíðan þjóðarinnar. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn sett fram viðmið um að við tökum þennan þátt fastari tökum. Það gerum við með því að setja inn fleiri mælanlegri þætti. Þætti sem styðja og efla einstaklinga til að huga að heilsu og vellíðan. Jafnframt verði verkefnum sem efla virkni og stuðla að meiri hreyfingu og heilsu- og geðrækt fjölgað. Allt í senn. Lýðheilsa sem skapar virði Lýðheilsuhugtakið er ákveðin heilsuvernd eða forvörn. Slíkt getur sparað þjóðarbúinu mikla peninga. En við þekkjum líka og tengjum sjálfsagt öll við það hvernig nágrannar okkar Norðmenn arka fjöll og ganga mikið. Slíkt er hluti af menningu Norðmanna og gott dæmi um hvernig heilsa og vellíðan verður hluti af menningu þjóðar. Hér verður ekki vísað í samanburðar rannsóknir á milli landa, heldur nefni ég þetta meira til að tengja við það hvernig við getum lagst á árarnar og gert heilsu og hreyfingu hluta af dagsdaglegu lífi okkar. Hreyfing sem heldur íbúum sem lengst sjálfstæðum í heimahúsum, áður en við þurfum að þiggja þjónustu heilbrigðiskerfisins. Í þessari stöðu hlýtur að vera æskilegt að sem flestir sæki þjónustu í lágmarki vegna góðrar andlegrar og líkamlegrar heilsu. Til að styðja við og byrgja brunninn þarf að vinna með forvirkar aðgerðir, verkefni og áherslur í málaflokki heilbrigðis og öldrunarmála. Jafnvel breytta hugsun og vinna í átt að breyttri menningu og breyttum viðhorfum. Til að tryggja og virkja almenna þátttöku fólks í lýðheilsuaðgerðum þarf að breyta viðhorfum í samfélaginu. Lýðheilsa og sjálfstæði borgaranna Sjálfstæðisflokkur hefur heitið því að ráðast í lýðheilsuátak og ná mælanlegum árangri. Það þýðir að ráðast þarf í heilsueflandi hugsun, heilsueflandi menningu og innleiða verkefni og stefnur sem styðja við og auka heilsulæsi fólks og stjórnmálanna. Það er til að mynda mikill sparnaður fólgin í því að sífellt aldraðri þjóð sé gert kleift að búa við sjálfstæði í heimahúsi en ekki á sjúkrastofnun eða heimili fyrir eldri borgara. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði eldri borgara og stuðla að vellíðan okkar borganna er aldurinn færist yfir. Við viljum öflugt heilbrigðiskerfi og nýjar lausnir en jafnframt viljum við setja okkur fleiri mælanlega markmið í lýðheilsulegu tillit og með forvarnargildi og sparnað samfélags í huga. Það er ekki bara læknastéttarinnar og landlæknis að vinna að forvörnum þjóðarinnar heldur þarf að nýta nýjar leiðir, nýjar hugmyndir og nýjar nálganir í samfélaginu til að meðhöndla langvinna lífstílstengda sjúkdóma í þessum stærsta útgjaldalið ríkisins ár hvert. Styðjum Sjálfstæðisflokkinn á kjördag! Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Heilbrigðismál Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á öflugt heilbrigðiskerfi og nýjar lausnar, t.d. með einfaldari kerfum og nýjum tæknilausnum. Þar skiptir sköpum að þjónustan sé veitt tímanlega, að ekki skapist biðlistar með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og einstaklinginn og að þjónustan sé aðgengileg öllum, óháð efnahag. Það er ekki síður mikilvægt að huga að því hvað gerist áður en við þiggjum þjónustuna, hvaða forvarnir er verið að vinna markvisst að til að koma í veg fyrir langvinna lífstílstengda sjúkdóma í þessum stærsta útgjaldalið ríkisins ár hvert. Lýðheilsa með mælanlegum árangri Öldrun þjóðarinnar er staðreynd. Á dögunum birti KPMG Ísland greiningu á öldrun út frá ríkisfjármálum og mönnun. Þess er vænst að viðhorf til öldrunar breytist og að litið verði á eldra fólk sem virði en ekki byrði. Öldrun þjóðarinnar endurspeglar miklar breytingar í samfélaginu en við horfum fram á lengri líftíma nú en þau sem á undan okkur komu. Þessari stöðu fylgja líka breytt viðhorf varðandi heilbrigðismál, íþróttir sem forvarnir og vellíðan þjóðarinnar. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn sett fram viðmið um að við tökum þennan þátt fastari tökum. Það gerum við með því að setja inn fleiri mælanlegri þætti. Þætti sem styðja og efla einstaklinga til að huga að heilsu og vellíðan. Jafnframt verði verkefnum sem efla virkni og stuðla að meiri hreyfingu og heilsu- og geðrækt fjölgað. Allt í senn. Lýðheilsa sem skapar virði Lýðheilsuhugtakið er ákveðin heilsuvernd eða forvörn. Slíkt getur sparað þjóðarbúinu mikla peninga. En við þekkjum líka og tengjum sjálfsagt öll við það hvernig nágrannar okkar Norðmenn arka fjöll og ganga mikið. Slíkt er hluti af menningu Norðmanna og gott dæmi um hvernig heilsa og vellíðan verður hluti af menningu þjóðar. Hér verður ekki vísað í samanburðar rannsóknir á milli landa, heldur nefni ég þetta meira til að tengja við það hvernig við getum lagst á árarnar og gert heilsu og hreyfingu hluta af dagsdaglegu lífi okkar. Hreyfing sem heldur íbúum sem lengst sjálfstæðum í heimahúsum, áður en við þurfum að þiggja þjónustu heilbrigðiskerfisins. Í þessari stöðu hlýtur að vera æskilegt að sem flestir sæki þjónustu í lágmarki vegna góðrar andlegrar og líkamlegrar heilsu. Til að styðja við og byrgja brunninn þarf að vinna með forvirkar aðgerðir, verkefni og áherslur í málaflokki heilbrigðis og öldrunarmála. Jafnvel breytta hugsun og vinna í átt að breyttri menningu og breyttum viðhorfum. Til að tryggja og virkja almenna þátttöku fólks í lýðheilsuaðgerðum þarf að breyta viðhorfum í samfélaginu. Lýðheilsa og sjálfstæði borgaranna Sjálfstæðisflokkur hefur heitið því að ráðast í lýðheilsuátak og ná mælanlegum árangri. Það þýðir að ráðast þarf í heilsueflandi hugsun, heilsueflandi menningu og innleiða verkefni og stefnur sem styðja við og auka heilsulæsi fólks og stjórnmálanna. Það er til að mynda mikill sparnaður fólgin í því að sífellt aldraðri þjóð sé gert kleift að búa við sjálfstæði í heimahúsi en ekki á sjúkrastofnun eða heimili fyrir eldri borgara. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði eldri borgara og stuðla að vellíðan okkar borganna er aldurinn færist yfir. Við viljum öflugt heilbrigðiskerfi og nýjar lausnir en jafnframt viljum við setja okkur fleiri mælanlega markmið í lýðheilsulegu tillit og með forvarnargildi og sparnað samfélags í huga. Það er ekki bara læknastéttarinnar og landlæknis að vinna að forvörnum þjóðarinnar heldur þarf að nýta nýjar leiðir, nýjar hugmyndir og nýjar nálganir í samfélaginu til að meðhöndla langvinna lífstílstengda sjúkdóma í þessum stærsta útgjaldalið ríkisins ár hvert. Styðjum Sjálfstæðisflokkinn á kjördag! Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun