Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar 27. nóvember 2024 16:22 Öll vitum við að árangursríkasta leiðin til að styðja þjóðarmorð er ekki að segja beint út „ég styð þjóðarmorð“. Það sama á við um þá sem ætla að fremja þjóðarmorð. Þeir segja ekki „ég ætla að fremja þjóðarmorð“, þeir segja „við verðum að drepa alla þá sem ógna okkur og því miður munum við í leiðinni drepa öll börnin þeirra, frændur, frænkur, foreldra, afa og ömmur, en það er í raun þeim sem ógna okkur að kenna.“ Reyndar er það nú svo ótrúlegt að foringjar Ísraels hafa eiginlega sagt beint út að þeir ætli að fremja þjóðarmorð. Þeir klæða það í örlítinn felubúning með því til dæmis að vitna til Biblíutexta og lýsa yfir að þeir eigi í stríði við skepnur en ekki fólk. Seinna geta þeir svo neitað því að hafa í alvöru meint það sem þeir sögðu. „Ég var bara svo reiður“ segja þeir. Hvað getum við gert? En hvað getum við gert, hér á Íslandi, til að leggja morðingjunum lið við að útrýma þjóð af landi? Ekki getum við sent hermenn eða vopn á svæðið. Við verðum að sætta okkur við að veita móralskan og diplómatískan stuðning. Við getum gert það með því að afneita morðunum og með því að réttlæta þau. Við getum sagt „en hvað með Hamas?“ Við getum svarað eins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokkins og þáverandi utanríkisráðherra, „sagðirðu árás?“ Við getum sagt að við höfum heyrt að andstæðingurinn haldi til inni á spítölum, skólum og neyðarskýlum. Við getum endurtekið og endurómað málflutning morðingjanna. Hér getum við tekið okkur forystufólk Sjálfstæðisflokksins til fyrirmyndar. Við getum gefið í skyn að það sé eitthvað til í áróðri Ísraels en vörum okkur á að fullyrða það beint út. Förum að fordæmi utanríkisráðherra Þórdís Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Íslands hefur náð góðum tökum á þessari list. Í ræðu sinni, á fundi Sameinuðu þjóðanna 10. maí síðastliðinn, sagði hún til dæmis eftirfarandi: „Fregnir hafa borist um að borgaralegir innviðir og sjúkrahús hafi verið notuð í tilgangi sem getur svipt þau þeirri vernd sem þau njóta samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum.“ Í þessari litlu setningu er réttlæting á árásum Ísraels á sjúkrahús vegna þess að þarna er gefið í skyn að Palestínufólk noti þau í hernaðarlegum tilgangi. Það skiptir ekki máli að engar áreiðanlegar fréttir benda til þess að svo sé. Það skiptir heldur ekki máli að þó að einhver dæmi væru fundin um þetta væri það órafjarri því að veita nokkra afsökun fyrir því að tortíma öllu heilbrigðiskerfinu á Gaza. Ísrael hefur gereytt flestum sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum og pyntað og drepið fjölda lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk. Hér er rétt að bæta við að við getum alveg laumað svona setningum inn í mál okkar þó að rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna sjálfra hafi fordæmt útrýmingarstríð Ísraels á Gaza og sér í lagi hnitmiðaða stefnu ríkisins um að tortíma heilbrigðiskerfinu á Gaza (sjá til dæmis þessa tilkynningu frá 10. október). Að nýta sér efasemdir Við vitum öll, eins og utanríkisráðherrar í Sjálfstæðisflokknum fyrr og nú, að Ísraelsríki er að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þeir hafa, eins og við, aðgang að netinu, starfandi skynfæri og heila. Þegar við beitum fyrir okkur óvissu og almennu orðalagi, eins og þegar við segjumst fordæma „öll brot á alþjóðalögum“ án þess að nefna gerendurna, þá er það ekki vegna þess að við vitum ekki hverjir þeir eru, heldur vegna þess að við viljum sá efasemdum í kringum okkur auk þess að verja okkur í framtíðinni. Við viljum geta sagt, eftir að dómar falla, að við höfum ekki haft allar upplýsingar, við gátum ekki verið viss. Svipuðu bragði er beitt í loftslagsafneitun. Við getum ekki verið alveg viss um að við stefnum í loftslagshamfarir. Við getum lært af þessum afneiturum. Kjósum rétt Að lokum er rétt að nefna að sem einstaklingar getum við ekki gert svo mikið, en við getum þó kosið í kosningum. Við getum kosið helfararafneitara á þing og vonast til að þeir þvælist fyrir alþjóðadómstólum og öðrum stofnunum sem vilja stöðva þjóðarmorðið. Þeir munu halda ræður þar sem helförin er dregin í efa og Palestínufólki sjálfu kennt um sína eigin útrýmingu. Þeir munu grípa hvert tækifæri sem gefst til að draga úr eða hætta stuðningi við hjálparsamtök eins og Palestínuflóttamannahjálpina (UNRWA). Þeir munu gera sitt besta til að útiloka fólk frá því að flýja hingað til lands úr þjóðarmorðinu. Ef við viljum kjósa með þjóðarmorði þá kjósum við þá flokka sem afneita því. Höfundur er aðjunkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Utanríkismál Ingólfur Gíslason Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Öll vitum við að árangursríkasta leiðin til að styðja þjóðarmorð er ekki að segja beint út „ég styð þjóðarmorð“. Það sama á við um þá sem ætla að fremja þjóðarmorð. Þeir segja ekki „ég ætla að fremja þjóðarmorð“, þeir segja „við verðum að drepa alla þá sem ógna okkur og því miður munum við í leiðinni drepa öll börnin þeirra, frændur, frænkur, foreldra, afa og ömmur, en það er í raun þeim sem ógna okkur að kenna.“ Reyndar er það nú svo ótrúlegt að foringjar Ísraels hafa eiginlega sagt beint út að þeir ætli að fremja þjóðarmorð. Þeir klæða það í örlítinn felubúning með því til dæmis að vitna til Biblíutexta og lýsa yfir að þeir eigi í stríði við skepnur en ekki fólk. Seinna geta þeir svo neitað því að hafa í alvöru meint það sem þeir sögðu. „Ég var bara svo reiður“ segja þeir. Hvað getum við gert? En hvað getum við gert, hér á Íslandi, til að leggja morðingjunum lið við að útrýma þjóð af landi? Ekki getum við sent hermenn eða vopn á svæðið. Við verðum að sætta okkur við að veita móralskan og diplómatískan stuðning. Við getum gert það með því að afneita morðunum og með því að réttlæta þau. Við getum sagt „en hvað með Hamas?“ Við getum svarað eins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokkins og þáverandi utanríkisráðherra, „sagðirðu árás?“ Við getum sagt að við höfum heyrt að andstæðingurinn haldi til inni á spítölum, skólum og neyðarskýlum. Við getum endurtekið og endurómað málflutning morðingjanna. Hér getum við tekið okkur forystufólk Sjálfstæðisflokksins til fyrirmyndar. Við getum gefið í skyn að það sé eitthvað til í áróðri Ísraels en vörum okkur á að fullyrða það beint út. Förum að fordæmi utanríkisráðherra Þórdís Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Íslands hefur náð góðum tökum á þessari list. Í ræðu sinni, á fundi Sameinuðu þjóðanna 10. maí síðastliðinn, sagði hún til dæmis eftirfarandi: „Fregnir hafa borist um að borgaralegir innviðir og sjúkrahús hafi verið notuð í tilgangi sem getur svipt þau þeirri vernd sem þau njóta samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum.“ Í þessari litlu setningu er réttlæting á árásum Ísraels á sjúkrahús vegna þess að þarna er gefið í skyn að Palestínufólk noti þau í hernaðarlegum tilgangi. Það skiptir ekki máli að engar áreiðanlegar fréttir benda til þess að svo sé. Það skiptir heldur ekki máli að þó að einhver dæmi væru fundin um þetta væri það órafjarri því að veita nokkra afsökun fyrir því að tortíma öllu heilbrigðiskerfinu á Gaza. Ísrael hefur gereytt flestum sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum og pyntað og drepið fjölda lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk. Hér er rétt að bæta við að við getum alveg laumað svona setningum inn í mál okkar þó að rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna sjálfra hafi fordæmt útrýmingarstríð Ísraels á Gaza og sér í lagi hnitmiðaða stefnu ríkisins um að tortíma heilbrigðiskerfinu á Gaza (sjá til dæmis þessa tilkynningu frá 10. október). Að nýta sér efasemdir Við vitum öll, eins og utanríkisráðherrar í Sjálfstæðisflokknum fyrr og nú, að Ísraelsríki er að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þeir hafa, eins og við, aðgang að netinu, starfandi skynfæri og heila. Þegar við beitum fyrir okkur óvissu og almennu orðalagi, eins og þegar við segjumst fordæma „öll brot á alþjóðalögum“ án þess að nefna gerendurna, þá er það ekki vegna þess að við vitum ekki hverjir þeir eru, heldur vegna þess að við viljum sá efasemdum í kringum okkur auk þess að verja okkur í framtíðinni. Við viljum geta sagt, eftir að dómar falla, að við höfum ekki haft allar upplýsingar, við gátum ekki verið viss. Svipuðu bragði er beitt í loftslagsafneitun. Við getum ekki verið alveg viss um að við stefnum í loftslagshamfarir. Við getum lært af þessum afneiturum. Kjósum rétt Að lokum er rétt að nefna að sem einstaklingar getum við ekki gert svo mikið, en við getum þó kosið í kosningum. Við getum kosið helfararafneitara á þing og vonast til að þeir þvælist fyrir alþjóðadómstólum og öðrum stofnunum sem vilja stöðva þjóðarmorðið. Þeir munu halda ræður þar sem helförin er dregin í efa og Palestínufólki sjálfu kennt um sína eigin útrýmingu. Þeir munu grípa hvert tækifæri sem gefst til að draga úr eða hætta stuðningi við hjálparsamtök eins og Palestínuflóttamannahjálpina (UNRWA). Þeir munu gera sitt besta til að útiloka fólk frá því að flýja hingað til lands úr þjóðarmorðinu. Ef við viljum kjósa með þjóðarmorði þá kjósum við þá flokka sem afneita því. Höfundur er aðjunkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar