Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 17:12 Komið er að lok kosningabaráttu sem hefur í senn verið áhugaverð og skemmtileg. Til hennar var boðað með skömmum fyrirvara sem varð til þess að flestum flokkum gafst ekki tími til að efna til prófkjara. Niðurstaðan var því sú að stillt var upp á lista og verð ég að segja að mjög vel hafi tekist til víðast hvar. Í sætum ofarlega á listum núna situr efnilegt og frambærilegt fólk sem líklega hefði ekki gefið kost á sér ef það hefði þurft að taka þátt í prófkjöri og sennilega margir líka sem ekki hefðu náð árangri með þeirri aðferð. Má þar minna á að núverandi starfandi forsætisráðherra kom einmitt inn á þing eftir uppstillingu. Í prófkjörum eru það oftast þeir sem starfað hafa lengst í viðkomandi flokki sem vegnar best það er ef viðkomandi sýnir áhuga á að gefa kost á sér áfram. Nánast óþekkt er að slíkir flokkshestar séu felldir í prófkjörum. Þá tel ég líklegt að einhverjir þeirra sem nú er líklegt að nái inn á þing hefðu aldrei náð því ef þeim hefði ekki verið stillt upp á lista. Í kjölfar forsetakosninganna í vor var talað um að fólk hafi kostið taktískt. Menn töldu að koma ætti í veg fyrir kjör fyrrverandi forsætisráðherra með því að kjósa þann sem líklegastur væri að fella hana. Sjálf var ég mjög ánægð með niðurstöðu kosninganna og er þeirrar skoðunar að forsetinn okkar hefði náð kjöri á eigin verðleikum en það er annað mál. Nú er aftur farið að tala um taktískar kosningar. Við sjáum í skoðanakönnunum að einhverjir flokkar eiga enga möguleika á að ná inn á þing. Þar falla dauð mörg atkvæði og eðlilegt að stuðningsmenn hafi af því áhyggjur. Þá hafa myndast tveir turnar flokka sem verið hafa í stjórnaraðstöðu. Og þar sem líklegt er að annar hvor þeirra verði skilgreindur sem sigurvegari kosninganna og fái þar með umboð til að mynda stjórn, skiptir máli hvor þeirra endar stærstur. Þar gæti skipt sköpum atkvæði þeirra sem velja að kjósa taktískt svo þeirra atkvæði nýtist. Spennan er nánast að verða óbærileg ekki síst varðandi það hvort veðrið verði í aðalhlutverki á kjördag eða ekki. Hvernig sem fer, styttist í sögulegar kosningar að lokinni sérlega skemmtilegrar kosningabaráttu. Höfundur er áhugamaður um almenna velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Komið er að lok kosningabaráttu sem hefur í senn verið áhugaverð og skemmtileg. Til hennar var boðað með skömmum fyrirvara sem varð til þess að flestum flokkum gafst ekki tími til að efna til prófkjara. Niðurstaðan var því sú að stillt var upp á lista og verð ég að segja að mjög vel hafi tekist til víðast hvar. Í sætum ofarlega á listum núna situr efnilegt og frambærilegt fólk sem líklega hefði ekki gefið kost á sér ef það hefði þurft að taka þátt í prófkjöri og sennilega margir líka sem ekki hefðu náð árangri með þeirri aðferð. Má þar minna á að núverandi starfandi forsætisráðherra kom einmitt inn á þing eftir uppstillingu. Í prófkjörum eru það oftast þeir sem starfað hafa lengst í viðkomandi flokki sem vegnar best það er ef viðkomandi sýnir áhuga á að gefa kost á sér áfram. Nánast óþekkt er að slíkir flokkshestar séu felldir í prófkjörum. Þá tel ég líklegt að einhverjir þeirra sem nú er líklegt að nái inn á þing hefðu aldrei náð því ef þeim hefði ekki verið stillt upp á lista. Í kjölfar forsetakosninganna í vor var talað um að fólk hafi kostið taktískt. Menn töldu að koma ætti í veg fyrir kjör fyrrverandi forsætisráðherra með því að kjósa þann sem líklegastur væri að fella hana. Sjálf var ég mjög ánægð með niðurstöðu kosninganna og er þeirrar skoðunar að forsetinn okkar hefði náð kjöri á eigin verðleikum en það er annað mál. Nú er aftur farið að tala um taktískar kosningar. Við sjáum í skoðanakönnunum að einhverjir flokkar eiga enga möguleika á að ná inn á þing. Þar falla dauð mörg atkvæði og eðlilegt að stuðningsmenn hafi af því áhyggjur. Þá hafa myndast tveir turnar flokka sem verið hafa í stjórnaraðstöðu. Og þar sem líklegt er að annar hvor þeirra verði skilgreindur sem sigurvegari kosninganna og fái þar með umboð til að mynda stjórn, skiptir máli hvor þeirra endar stærstur. Þar gæti skipt sköpum atkvæði þeirra sem velja að kjósa taktískt svo þeirra atkvæði nýtist. Spennan er nánast að verða óbærileg ekki síst varðandi það hvort veðrið verði í aðalhlutverki á kjördag eða ekki. Hvernig sem fer, styttist í sögulegar kosningar að lokinni sérlega skemmtilegrar kosningabaráttu. Höfundur er áhugamaður um almenna velferð.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun