Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar 28. nóvember 2024 17:31 Margir flokkar tala nú fyrir því að eina leiðin til að rétta af húsnæðismarkaðinn sé að brjóta land. Það hljómar mjög vel í flestra eyru enda þarf eflaust hvort eð er að brjóta land einhvern tímann fyrir komandi kynslóðir. En myndi það raunverulega hafa áhrif eins og staðan er í dag? Staðan í dag er þannig að sífellt hærra hlutfall byggðra íbúða fer beint á leigumarkað. En ljóst er að byggingaraðilar vilji og geta forðast það að selja íbúðir á raun markaðsvirði með því að hanga með íbúðir á leigu þar til betri kjör eru á markaði. Hvað er að stoppa byggingaraðila í að gera það sama í úthverfum? Að jákvæðari nótum þá er samt sem áður markaður fyrir þau settu verð sem eru í gangi á þessum nýbyggðu íbúðum. Það þarf bara að virkja hann, og myndi það að öllum líkindum hafa mjög jákvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn allan. Á Höfuðborgarsvæðinu búa (samkvæmt Hagstofu) rétt yfir 160 þús einstaklinga sem eru eldri en 25 ára. Fjöldi fullbúna íbúða á svæðinu er nokkuð yfir 100þús. Hlutfallið er semsagt með því besta heimi. Það hlýtur því að vera hægt að gera meira en bara brjóta land, eitthvað að gera með allar þessar íbúðir. Vandamálið er ekki skortur á húsnæði, heldur það að húsnæði er ekki að losna. Alltof margir búa fáir í of stórum húsum og of margar fjölskyldur búa of þröngt. En af hverju minnkar fólk ekki við sig? Jú það er einfaldlega vegna þess að húsnæði er eina fjárfestingin sem fólk treystir hér á landi. Eitthvað þyrfti fólk að gera við þessar 20-30 milljónir sem það ætti eftir sölu á eign sinni og hjá því fólki sem vill minnka við sig hlýtur sá þáttur að vega þungt. Hvað ef að bankar byðu uppá hagstæða verðtryggða reikninga sem væru á sama tíma betur tryggðir og aðgengilegir án margra mánaða fyrirvara. Eflaust þyrfti góða markaðssetningu til ef vel á að ganga, en ég trúi því að ef betri og tryggari valkostir í sparnaðar málum gætu gjörbreytt aðstæðum á húsnæðismarkaði. Ríkið er þarna í dauðafæri, enda rekur það nú þegar banka og ætti því að hafa tök á því að nýta þetta tól í að fjárfesta í betri kjörum fyrir samfélagið allt. Höfundur er Tölvunarfræðingur og starfar í banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Húsnæðismál Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Margir flokkar tala nú fyrir því að eina leiðin til að rétta af húsnæðismarkaðinn sé að brjóta land. Það hljómar mjög vel í flestra eyru enda þarf eflaust hvort eð er að brjóta land einhvern tímann fyrir komandi kynslóðir. En myndi það raunverulega hafa áhrif eins og staðan er í dag? Staðan í dag er þannig að sífellt hærra hlutfall byggðra íbúða fer beint á leigumarkað. En ljóst er að byggingaraðilar vilji og geta forðast það að selja íbúðir á raun markaðsvirði með því að hanga með íbúðir á leigu þar til betri kjör eru á markaði. Hvað er að stoppa byggingaraðila í að gera það sama í úthverfum? Að jákvæðari nótum þá er samt sem áður markaður fyrir þau settu verð sem eru í gangi á þessum nýbyggðu íbúðum. Það þarf bara að virkja hann, og myndi það að öllum líkindum hafa mjög jákvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn allan. Á Höfuðborgarsvæðinu búa (samkvæmt Hagstofu) rétt yfir 160 þús einstaklinga sem eru eldri en 25 ára. Fjöldi fullbúna íbúða á svæðinu er nokkuð yfir 100þús. Hlutfallið er semsagt með því besta heimi. Það hlýtur því að vera hægt að gera meira en bara brjóta land, eitthvað að gera með allar þessar íbúðir. Vandamálið er ekki skortur á húsnæði, heldur það að húsnæði er ekki að losna. Alltof margir búa fáir í of stórum húsum og of margar fjölskyldur búa of þröngt. En af hverju minnkar fólk ekki við sig? Jú það er einfaldlega vegna þess að húsnæði er eina fjárfestingin sem fólk treystir hér á landi. Eitthvað þyrfti fólk að gera við þessar 20-30 milljónir sem það ætti eftir sölu á eign sinni og hjá því fólki sem vill minnka við sig hlýtur sá þáttur að vega þungt. Hvað ef að bankar byðu uppá hagstæða verðtryggða reikninga sem væru á sama tíma betur tryggðir og aðgengilegir án margra mánaða fyrirvara. Eflaust þyrfti góða markaðssetningu til ef vel á að ganga, en ég trúi því að ef betri og tryggari valkostir í sparnaðar málum gætu gjörbreytt aðstæðum á húsnæðismarkaði. Ríkið er þarna í dauðafæri, enda rekur það nú þegar banka og ætti því að hafa tök á því að nýta þetta tól í að fjárfesta í betri kjörum fyrir samfélagið allt. Höfundur er Tölvunarfræðingur og starfar í banka.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar