Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar 28. nóvember 2024 21:15 Þökk sé ötulli vinnu Willum Þórs heilbrigðisráðherra hafa margir biðlistar innan leibrigðiskerfisins styðst til mikilla muna. Árið 2022 var bið eftir liðskiptaaðgerð að meðaltali níu mánuðir en stefnir nú í að verða fjórir mánuðir. Bið eftir greiningu á minnisdeild Landspítalans styttist úr níu mánuðum í sex og fjöldi barna sem eru á biðlista eftir sálfræðigreiningu hjá Barna-geðdeild Landspítalans hefur fækkað um helming. Ávinningur fyrir sjúklinginn og efnahaginn En stytting biðlista er ekki bara sjúklingunum sjálfum til heilla heldur samfélaginu öllu. Tökum sem dæmi einstakling sem er að bíða eftir að komast í liðskiptaaðgerð. Það er enginn að fara í slíka aðgerð nema eitthvað mikið sé að. Sá sem þetta skrifar er með væg eymsl í öxlinni og þarf að passa sig á að fara varlega þegar hann lyftir einhverju þungu sem að getur verið vesen í þeirri líkamsvinnu sem hann fær tekjur sínar af. En hann er samt hvergi nærri því að þurfa nýjan lið enda ennþá fullkomlega vinnufær. En fólk sem þarf að skipta um lið er yfirleitt ekki sérlega vinnufært, eða bara hreinlega alls ekki vinnufært. Líði langur tími þar sem viðkomandi fær ekki aðstoð er það tími þar sem viðkomandi getur ekki eða einungis takmarkað unnið vinnuna sína og þarf því að taka á sig tekjuskerðingu með því að vera á bótum. Og því lengri tími sem að viðkomandi þarf að vera á bótum þýðir einnig að fjármagnið sem skattgreiðendur þurfa að greiða til þess að halda viðkomandi uppi hækkar einnig. Stytting biðlista hefur því fjárhagslegan ávinning fyrir bæði sjúklinginn og efnahaginn í heild sinni. Aðgerðir erlendis eða hérlendis? Áður en ráðist var í nýliðnar aðgerðir til þess að stytta biðlista var nokkuð algengt að sjúklingar sem voru búnir að bíða mjög lengi eftir aðgerð væru sendir til útlanda til þess að gangast undir skurðaðgerð þar. Ásamt augljósu veseni sem þetta getur haft í för með sér fyrir viðkomandi sjúkling þá er það einnig dýrt. Því þá bætist við kostnaður við sjálfa ferðina, þ.e.a.s. flug, gisting ofl. og svo þarf að greiða fyrir skurðaðgerð á erlendu sjúkrahúsi sem eðli málsins samkvæmt er ekki með neinn samning við Sjúkratryggingar Íslands. Kostnaður við slíkar aðgerðir er því rosalega mikill og greiðist hann úr hinum djúpu sjóðum íslenskra skattgreiðenda. Með því að gera samninga við íslensk einkafyrirtæki á borð við Klíníkina ehf, Stoðkerfi ehf og fleiri hefur þessi utanlands-ferðakostnaður minnkað til mikilla muna og það voru einmitt þeir peningar sem að áður fóru í afar óskilvirkar útlandaferðir sem að hægt var að nota til þess að gera samninga við þessi íslensku fyrirtæki. Hér er ekki um einkavæðingu að ræða, eins og meðlimir sumra vinstri-flokka myndu halda fram. Hér eru fengir einkaðilar sem að sjá um læknisfræðilega verktakavinnu fyrir íslenskt opinbert heilbrigðiskerfi og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Höfundur er rithöfundur og framsóknarmaður til sex ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Þökk sé ötulli vinnu Willum Þórs heilbrigðisráðherra hafa margir biðlistar innan leibrigðiskerfisins styðst til mikilla muna. Árið 2022 var bið eftir liðskiptaaðgerð að meðaltali níu mánuðir en stefnir nú í að verða fjórir mánuðir. Bið eftir greiningu á minnisdeild Landspítalans styttist úr níu mánuðum í sex og fjöldi barna sem eru á biðlista eftir sálfræðigreiningu hjá Barna-geðdeild Landspítalans hefur fækkað um helming. Ávinningur fyrir sjúklinginn og efnahaginn En stytting biðlista er ekki bara sjúklingunum sjálfum til heilla heldur samfélaginu öllu. Tökum sem dæmi einstakling sem er að bíða eftir að komast í liðskiptaaðgerð. Það er enginn að fara í slíka aðgerð nema eitthvað mikið sé að. Sá sem þetta skrifar er með væg eymsl í öxlinni og þarf að passa sig á að fara varlega þegar hann lyftir einhverju þungu sem að getur verið vesen í þeirri líkamsvinnu sem hann fær tekjur sínar af. En hann er samt hvergi nærri því að þurfa nýjan lið enda ennþá fullkomlega vinnufær. En fólk sem þarf að skipta um lið er yfirleitt ekki sérlega vinnufært, eða bara hreinlega alls ekki vinnufært. Líði langur tími þar sem viðkomandi fær ekki aðstoð er það tími þar sem viðkomandi getur ekki eða einungis takmarkað unnið vinnuna sína og þarf því að taka á sig tekjuskerðingu með því að vera á bótum. Og því lengri tími sem að viðkomandi þarf að vera á bótum þýðir einnig að fjármagnið sem skattgreiðendur þurfa að greiða til þess að halda viðkomandi uppi hækkar einnig. Stytting biðlista hefur því fjárhagslegan ávinning fyrir bæði sjúklinginn og efnahaginn í heild sinni. Aðgerðir erlendis eða hérlendis? Áður en ráðist var í nýliðnar aðgerðir til þess að stytta biðlista var nokkuð algengt að sjúklingar sem voru búnir að bíða mjög lengi eftir aðgerð væru sendir til útlanda til þess að gangast undir skurðaðgerð þar. Ásamt augljósu veseni sem þetta getur haft í för með sér fyrir viðkomandi sjúkling þá er það einnig dýrt. Því þá bætist við kostnaður við sjálfa ferðina, þ.e.a.s. flug, gisting ofl. og svo þarf að greiða fyrir skurðaðgerð á erlendu sjúkrahúsi sem eðli málsins samkvæmt er ekki með neinn samning við Sjúkratryggingar Íslands. Kostnaður við slíkar aðgerðir er því rosalega mikill og greiðist hann úr hinum djúpu sjóðum íslenskra skattgreiðenda. Með því að gera samninga við íslensk einkafyrirtæki á borð við Klíníkina ehf, Stoðkerfi ehf og fleiri hefur þessi utanlands-ferðakostnaður minnkað til mikilla muna og það voru einmitt þeir peningar sem að áður fóru í afar óskilvirkar útlandaferðir sem að hægt var að nota til þess að gera samninga við þessi íslensku fyrirtæki. Hér er ekki um einkavæðingu að ræða, eins og meðlimir sumra vinstri-flokka myndu halda fram. Hér eru fengir einkaðilar sem að sjá um læknisfræðilega verktakavinnu fyrir íslenskt opinbert heilbrigðiskerfi og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Höfundur er rithöfundur og framsóknarmaður til sex ára.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar