Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 29. nóvember 2024 10:21 Fæst hafa velt því fyrir sér: „Hvenær ætli barnið mitt komist inn í grunnskóla?“, eðlilega ekki. Hið sama ætti að gilda um leikskólana. Þegar fæðingarorlofi lýkur grípa foreldrar of oft í tómt. Nýlega birtust fréttir af því að risa vinnustaður hefur ráðist í að bjóða starfsfólki sínu upp á dagvistun ungra barna. Starfsfólkið er þakklátt, mjög skiljanlega, en um leið er framtakið birtingarmynd vanda sem ríkið hefur hundsað of lengi en ætti að grípa inn í. Lögfestum leikskólastigið Leikskólastigið er ekki ríkinu óviðkomandi, þó sveitarfélögin beri þungann í málaflokknum. Þvert á móti er tími til kominn að ríkið axli ábyrgð á fyrsta skólastiginu og lögfesti leikskólastigið. Með því er átt við að tryggja fjármögnun leikskólanna, m.a. með breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og tryggja rétt barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri. Eyðum óvissunni Fæðingarorlofstaka foreldra hefst iðulega í mikilli óvissu um hvað tekur svo við, því ekki er vitað hvenær barnið fær dagvistun. Þessi ófyrirsjáanleiki er streituvaldur fyrir foreldra og kann að koma niður á samvistum barns og foreldris á þessum dýrmætu fyrstu mánuðum. Þetta leiðir of oft til þess að orlof annars foreldris brennur inni því ákvörðun er tekin um að fresta orlofstöku til lengri tíma til þess að lenda ekki í því sem verra er: Þegar orlof beggja foreldra klárast án þess að dagvistun er í boði og foreldrarnir þurfa að vera í skertu starfshlutfalli eða segja upp starfi. Á hinum Norðurlöndunum er réttur til dagvistunar tryggður þegar orlofi lýkur, eðlilega. Að foreldrar festist til lengri tíma í fæðingarorlofi þegar vilji þeirra stendur til þess að komast aftur í vinnu og að barnið fái dagvistun er auðvitað slæmt fyrir tekjur heimilisins, en líka fyrir atvinnurekanda og hið opinbera. Það sést glögglega á fyrrnefndu framtaki Arion banka sem sér hag sinn af því að reka dagvistun fyrir starfsfólk sitt samhliða sínum hefðbundna rekstri. Að sama skapi ætti ríkið að sjá hag sinn í því að hér sé rekið almennilegt leikskólastig sem er fjármagnað með fullnægjandi hætti, mannað og tryggir fyrirsjáanleika svo að fólk komist aftur í sín launuðu störf og þurfi ekki að teygja greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði yfir lengri tíma en þá 12 mánuði sem fæðingarorlofinu er ætlað standa yfir. Þetta er augljóslega hagur allra. Nýtt fæðingarorlofskerfi Samfylkingarinnar Til viðbótar við að ríkið þurfi að axla ábyrgð á fyrsta skólastiginu og lögfesta leikskólastigið til að tryggja rétt barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri eins og gert er á hinum Norðurlöndunum, þá boðar Samfylkingin nýtt fæðingarorlofskerfi sem tryggir afkomuöryggi foreldra betur í þá 12 mánuði sem orlof stendur yfir og hugar betur að heilsu móður og barns. Við ætlum að hætta að skerða lægstu tekjurnar, svo að orlofsgreiðslur vegna tekna undir 450 þúsund verða óskertar. Við munum tryggja launað meðgönguorlof fjórum vikum fyrir fæðingardag barns og auka rétt foreldra sem veikjast á meðgöngu. Við ætlum að láta hækkanir orlofsgreiðslna ná til allra sem eru í orlofi á sama tíma og hækka fæðingarstyrk. Við ætlum að færa viðmiðunartímabil orlofsgreiðslna nær fæðingardegi barns og tryggja að orlofsgreiðslur endurspegli tekjur foreldra betur. Við munum bæta rétt fjölburaforeldra og vinna að betra jafnvægi milli atvinnulífs og fjölskyldulífs. Kæri kjósandi, nú styttist í að þú getur sagt þína skoðun með kjörseðlinum og haft áhrif á hvernig við búum um verðandi foreldra og ung börn. Tryggjum breytingar sem bæta kjör ungra foreldra og fjölskyldna. Kjósum Samfylkinguna. Höfundur er lögmaður í 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og er í fæðingarorlofi með þriggja mánaða gamalt barn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Fæðingarorlof Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Fæst hafa velt því fyrir sér: „Hvenær ætli barnið mitt komist inn í grunnskóla?“, eðlilega ekki. Hið sama ætti að gilda um leikskólana. Þegar fæðingarorlofi lýkur grípa foreldrar of oft í tómt. Nýlega birtust fréttir af því að risa vinnustaður hefur ráðist í að bjóða starfsfólki sínu upp á dagvistun ungra barna. Starfsfólkið er þakklátt, mjög skiljanlega, en um leið er framtakið birtingarmynd vanda sem ríkið hefur hundsað of lengi en ætti að grípa inn í. Lögfestum leikskólastigið Leikskólastigið er ekki ríkinu óviðkomandi, þó sveitarfélögin beri þungann í málaflokknum. Þvert á móti er tími til kominn að ríkið axli ábyrgð á fyrsta skólastiginu og lögfesti leikskólastigið. Með því er átt við að tryggja fjármögnun leikskólanna, m.a. með breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og tryggja rétt barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri. Eyðum óvissunni Fæðingarorlofstaka foreldra hefst iðulega í mikilli óvissu um hvað tekur svo við, því ekki er vitað hvenær barnið fær dagvistun. Þessi ófyrirsjáanleiki er streituvaldur fyrir foreldra og kann að koma niður á samvistum barns og foreldris á þessum dýrmætu fyrstu mánuðum. Þetta leiðir of oft til þess að orlof annars foreldris brennur inni því ákvörðun er tekin um að fresta orlofstöku til lengri tíma til þess að lenda ekki í því sem verra er: Þegar orlof beggja foreldra klárast án þess að dagvistun er í boði og foreldrarnir þurfa að vera í skertu starfshlutfalli eða segja upp starfi. Á hinum Norðurlöndunum er réttur til dagvistunar tryggður þegar orlofi lýkur, eðlilega. Að foreldrar festist til lengri tíma í fæðingarorlofi þegar vilji þeirra stendur til þess að komast aftur í vinnu og að barnið fái dagvistun er auðvitað slæmt fyrir tekjur heimilisins, en líka fyrir atvinnurekanda og hið opinbera. Það sést glögglega á fyrrnefndu framtaki Arion banka sem sér hag sinn af því að reka dagvistun fyrir starfsfólk sitt samhliða sínum hefðbundna rekstri. Að sama skapi ætti ríkið að sjá hag sinn í því að hér sé rekið almennilegt leikskólastig sem er fjármagnað með fullnægjandi hætti, mannað og tryggir fyrirsjáanleika svo að fólk komist aftur í sín launuðu störf og þurfi ekki að teygja greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði yfir lengri tíma en þá 12 mánuði sem fæðingarorlofinu er ætlað standa yfir. Þetta er augljóslega hagur allra. Nýtt fæðingarorlofskerfi Samfylkingarinnar Til viðbótar við að ríkið þurfi að axla ábyrgð á fyrsta skólastiginu og lögfesta leikskólastigið til að tryggja rétt barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri eins og gert er á hinum Norðurlöndunum, þá boðar Samfylkingin nýtt fæðingarorlofskerfi sem tryggir afkomuöryggi foreldra betur í þá 12 mánuði sem orlof stendur yfir og hugar betur að heilsu móður og barns. Við ætlum að hætta að skerða lægstu tekjurnar, svo að orlofsgreiðslur vegna tekna undir 450 þúsund verða óskertar. Við munum tryggja launað meðgönguorlof fjórum vikum fyrir fæðingardag barns og auka rétt foreldra sem veikjast á meðgöngu. Við ætlum að láta hækkanir orlofsgreiðslna ná til allra sem eru í orlofi á sama tíma og hækka fæðingarstyrk. Við ætlum að færa viðmiðunartímabil orlofsgreiðslna nær fæðingardegi barns og tryggja að orlofsgreiðslur endurspegli tekjur foreldra betur. Við munum bæta rétt fjölburaforeldra og vinna að betra jafnvægi milli atvinnulífs og fjölskyldulífs. Kæri kjósandi, nú styttist í að þú getur sagt þína skoðun með kjörseðlinum og haft áhrif á hvernig við búum um verðandi foreldra og ung börn. Tryggjum breytingar sem bæta kjör ungra foreldra og fjölskyldna. Kjósum Samfylkinguna. Höfundur er lögmaður í 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og er í fæðingarorlofi með þriggja mánaða gamalt barn.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun